Um­deildur VAR-dómur á Brúnni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Darren England útskýrir fyrir Marc Guéhi af hverju mark Eberechis Eze var dæmt af.
Darren England útskýrir fyrir Marc Guéhi af hverju mark Eberechis Eze var dæmt af. getty/Robin Jones

Chelsea og Crystal Palace gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Þrátt fyrir að vera orðaður við brottför frá Palace var Eberechi Eze í byrjunarliðinu í dag og hann skoraði með föstu skoti beint úr aukaspyrnu á 16. mínútu. Markið var hins vegar dæmt af vegna brots Marcs Guéhi, fyrirliða Palace.

Chelsea, sem varð heimsmeistari félagsliða í sumar, ógnaði ekki mikið í leiknum í dag og Dean Henderson átti nokkuð náðugan dag í marki Palace. Varamaðurinn Liam Delap átti eina skot heimamanna á markið í leiknum.

Bikarmeistarar Palace spiluðu sterkan varnarleik og fara væntanlega nokkuð sáttir með eitt stig heim í hýði.

Næsti leikur Chelsea er gegn West Ham United á útivelli á föstudaginn. Daginn áður mætir Palace Fredrikstad frá Noregi á heimavelli í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira