Fótbolti

Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun

Sindri Sverrisson skrifar
Vitinha sá til þess að PSG fengi öll þrjú stigin í kvöld.
Vitinha sá til þess að PSG fengi öll þrjú stigin í kvöld. Getty/Franco Arland

Evrópu- og Frakklandsmeistarar PSG hófu titilvörn sína í frönsku 1. deildinni í kvöld á því að vinna nauman sigur gegn Nantes, 1-0.

Það var Portúgalinn Vitinha sem skoraði sigurmarkið en skot hans fór af varnarmanni og í markið um miðjan seinni hálfleik.

PSG var mun meira með boltann framan af leik en skapaði sér engin dauðafæri fyrr en að Goncalo Ramos var nálægt því að koma þeim yfir með skoti í þverslána skömmu fyrir hálfleik.

Það voru 25 mínútur til leiksloka þegar Vitinha reyndi skot af löngu færi en boltinn breytti um stefnu af varnarmanni og skoppaði í netið.

Vitinha virtist svo vera að leggja upp annað mark fyrir Ramos en það var dæmt af vegna rangstöðu.

PSG endaði þó með stigin þrjú og stefnir eflaust á sinn fimmta Frakklandsmeistaratitil í röð.

Fyrr í dag skoraði Hákon Arnar Haraldsson eitt marka Lille sem gerði 3-3 jafntefli við Brest en nánar má lesa um það hér:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×