Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar 18. ágúst 2025 09:01 Pétur Heimisson viðraði skoðun sína á ástandinu á Gaza hér á vefnum þann 11.08. s.l., þar sem honum sem fleirum ofbýður Helförin endurtekin, og telur hann út í hött að undirrót alls þessa byggi á fráleitri túlkun á eldgömlum texta (í Gamla testamentinu). Hér er átt við Fyrstu Mósebók, upphaf 12. kaflans, þar sem Drottinn segir við Abraham, forföður Ísraels og araba: „Og ég mun blessa þá sem þig blessa, en bölva þeim er þér formælir.“ Hinn kristni, vestræni heimur vitnar í þennan texta á þennan hátt. Hins vegar, þá er hér meira en sem er sleppt: „....og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.“ Sem sagt, út frá Abr(ah)am áttu allar (áh. mín) ættkvíslir jarðarinnar að njóta blessunar Guðs, ekki Ísraelsríkið eitt og sér. Þessari blessun er t.d. nánar lýst í Fyrstu Mósebók, 15. kafla,18. versi: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi (gr. spermati, (eintala)) gef ég þetta land, frá Egiptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat.....“, en þetta landsvæði svarar til Edens sem lýst er í upphafi Fyrstu Mósebókar. Það sem átt er við hér, þótt ævafornt sé, er að út frá Abraham kæmi Jesús Kristur/Messías, þ.e. afkomandinn/sæðið, og að tala þeirra sem meðtækju frelsun hans yrði sem sandur á sjávarströnd. Hér er í engu átt við Ísraelsríkið sem sérvalda þjóð Guðs, og er skelfilegt til þess að hugsa að góður hluti kristinnar, vestrænnar menningar telur það sína guðlegu skyldu að samþykkja allar gjörðir Ísraels án nokkurns fyrirvara, svo sem við erum vitni að í dag. Ted Cruz, fyrrv. forsetaframbjóðandi og án efa þungavigtarmaður í amerískum stjórnmálum, situr á Bandaríkjaþingi. Hann sat fyrir svörum í The Tucker Carlson Show fyrir nokkru um það hvort hinir kristnu ættu að styðja Ísrael (Should Christians Support Israel?). Ted vitnar þar í þá heilögu skyldu sína, svo sem honum var kennt í sunnudagaskólanum í sínu kristilega uppeldi, að styðja Ísrael umyrðalaust, sbr. hér að ofan, en hann mundi reyndar ekki hvar þetta er skráð. Þessi hugmyndafræði teygir sig upp alla valdastiga voldugra vestrænna þjóða. Í ljósi þessa er vert að velta því fyrir sér hver kunni að vera hinn trúarlegi bakgrunnur valdhafanna á Alþingi Íslendinga. Er mögulegt að stjórnkerfið líti á Ísrael sem útvalda þjóð Guðs, ekki síst Utanríkisráðuneytið? Er stjónkerfið sammála fyrrv. forseta BNA, George W. Bush yngri, sem lýsti því yfir í viðtali í sinni valdatíð að viðnám gegn Ísrael jafngilti mótstöðu gegn Guði og að slíkt væri glórulaust. Það er ekki sjálfgefið að ævaforn texti sé fyrir þær sakir fráleitur. Það hlýtur hins vegar að vera á valdi hvers og eins að vega og meta hið ritaða orð, ekki síst í málum er varða guðfræðina. Þar í hvílir ábyrgð hvers og eins. Orð hafa sínar afleiðingar. Hugmyndir hafa einnig sínar afleiðingar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Pétur Heimisson viðraði skoðun sína á ástandinu á Gaza hér á vefnum þann 11.08. s.l., þar sem honum sem fleirum ofbýður Helförin endurtekin, og telur hann út í hött að undirrót alls þessa byggi á fráleitri túlkun á eldgömlum texta (í Gamla testamentinu). Hér er átt við Fyrstu Mósebók, upphaf 12. kaflans, þar sem Drottinn segir við Abraham, forföður Ísraels og araba: „Og ég mun blessa þá sem þig blessa, en bölva þeim er þér formælir.“ Hinn kristni, vestræni heimur vitnar í þennan texta á þennan hátt. Hins vegar, þá er hér meira en sem er sleppt: „....og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.“ Sem sagt, út frá Abr(ah)am áttu allar (áh. mín) ættkvíslir jarðarinnar að njóta blessunar Guðs, ekki Ísraelsríkið eitt og sér. Þessari blessun er t.d. nánar lýst í Fyrstu Mósebók, 15. kafla,18. versi: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi (gr. spermati, (eintala)) gef ég þetta land, frá Egiptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat.....“, en þetta landsvæði svarar til Edens sem lýst er í upphafi Fyrstu Mósebókar. Það sem átt er við hér, þótt ævafornt sé, er að út frá Abraham kæmi Jesús Kristur/Messías, þ.e. afkomandinn/sæðið, og að tala þeirra sem meðtækju frelsun hans yrði sem sandur á sjávarströnd. Hér er í engu átt við Ísraelsríkið sem sérvalda þjóð Guðs, og er skelfilegt til þess að hugsa að góður hluti kristinnar, vestrænnar menningar telur það sína guðlegu skyldu að samþykkja allar gjörðir Ísraels án nokkurns fyrirvara, svo sem við erum vitni að í dag. Ted Cruz, fyrrv. forsetaframbjóðandi og án efa þungavigtarmaður í amerískum stjórnmálum, situr á Bandaríkjaþingi. Hann sat fyrir svörum í The Tucker Carlson Show fyrir nokkru um það hvort hinir kristnu ættu að styðja Ísrael (Should Christians Support Israel?). Ted vitnar þar í þá heilögu skyldu sína, svo sem honum var kennt í sunnudagaskólanum í sínu kristilega uppeldi, að styðja Ísrael umyrðalaust, sbr. hér að ofan, en hann mundi reyndar ekki hvar þetta er skráð. Þessi hugmyndafræði teygir sig upp alla valdastiga voldugra vestrænna þjóða. Í ljósi þessa er vert að velta því fyrir sér hver kunni að vera hinn trúarlegi bakgrunnur valdhafanna á Alþingi Íslendinga. Er mögulegt að stjórnkerfið líti á Ísrael sem útvalda þjóð Guðs, ekki síst Utanríkisráðuneytið? Er stjónkerfið sammála fyrrv. forseta BNA, George W. Bush yngri, sem lýsti því yfir í viðtali í sinni valdatíð að viðnám gegn Ísrael jafngilti mótstöðu gegn Guði og að slíkt væri glórulaust. Það er ekki sjálfgefið að ævaforn texti sé fyrir þær sakir fráleitur. Það hlýtur hins vegar að vera á valdi hvers og eins að vega og meta hið ritaða orð, ekki síst í málum er varða guðfræðina. Þar í hvílir ábyrgð hvers og eins. Orð hafa sínar afleiðingar. Hugmyndir hafa einnig sínar afleiðingar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun