Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 16:32 Jack Harrison gæti hafa fundið leið til að hressa við stuðningsmenn sem voru óánægðir með að hann tæki ekki slaginn með Leeds í næstefstu deild. Samsett/Getty Fótboltamaðurinn Jack Harrison þarf að vinna til baka traust stuðningsmanna Leeds og hann gæti hafa tekið stórt skref í rétta átt með því að bjóða upp á fría drykki fyrir leik kvöldsins, þegar liðið spilar að nýju í ensku úrvalsdeildinni og mætir þar Everton. Hinn 28 ára gamli Harrison kvaddi Leeds þegar liðið féll fyrir tveimur árum og hefur spilað sem lánsmaður með Everton í úrvalsdeildinni síðan þá, við litla kátínu hluta af stuðningsmannahópi Leeds. Núna, þegar Leeds hefur unnið sér sæti í efstu deild að nýju, verður Harrison hins vegar með liðinu og það má segja að hann hafi gert sitt til að mýkja stuðningsmenn fyrir leikinn við Everton, sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport. Harrison hafði nefnilega samband við barinn The Moot Hall Arms, í miðborg Leeds, og sá til þess að stuðningsmenn sem þangað kæmu fengju einn frían drykk hver; bjór, vín eða gos. Í tilkynningu frá barnum segir að Harrison hafi áður verið í samstarfi við eigendurna þegar peningum var safnað til góðgerðamála, en að í þetta sinn vilji hann gleðja stuðningsmenn sem eflaust hafa beðið óþreyjufullir eftir að sjá aftur úrvalsdeildarfótbolta á Elland Road. Í hans höndum að vinna til baka traust stuðningsmanna Í síðasta mánuði sagði Daniel Farke, stjóri Leeds, að hann hygðist nýta krafta Harrison sem á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. „Jack á að baki marga leiki í úrvalsdeildinni og það væri heimskulegt af okkur að vilja ekki nýta það. Vissulega er þetta snúið þegar menn hafa verið tvö ár í burtu en sú ákvörðun var tekin fyrir minn tíma,“ sagði Farke eftir vináttuleik við Manchester United í Stokkhólmi fyrir mánuði. „Núna er hann aftur með okkur. Hann er frábær náungi, harðduglegur og áreiðanlegur. Það er í hans höndum að vinna til baka trú og traust manna,“ sagði Farke en nefndi þó ekki að fríir drykkir væru lykillinn að því heldur stöðug og góð frammistaða innan vallar. Enski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Harrison kvaddi Leeds þegar liðið féll fyrir tveimur árum og hefur spilað sem lánsmaður með Everton í úrvalsdeildinni síðan þá, við litla kátínu hluta af stuðningsmannahópi Leeds. Núna, þegar Leeds hefur unnið sér sæti í efstu deild að nýju, verður Harrison hins vegar með liðinu og það má segja að hann hafi gert sitt til að mýkja stuðningsmenn fyrir leikinn við Everton, sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport. Harrison hafði nefnilega samband við barinn The Moot Hall Arms, í miðborg Leeds, og sá til þess að stuðningsmenn sem þangað kæmu fengju einn frían drykk hver; bjór, vín eða gos. Í tilkynningu frá barnum segir að Harrison hafi áður verið í samstarfi við eigendurna þegar peningum var safnað til góðgerðamála, en að í þetta sinn vilji hann gleðja stuðningsmenn sem eflaust hafa beðið óþreyjufullir eftir að sjá aftur úrvalsdeildarfótbolta á Elland Road. Í hans höndum að vinna til baka traust stuðningsmanna Í síðasta mánuði sagði Daniel Farke, stjóri Leeds, að hann hygðist nýta krafta Harrison sem á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. „Jack á að baki marga leiki í úrvalsdeildinni og það væri heimskulegt af okkur að vilja ekki nýta það. Vissulega er þetta snúið þegar menn hafa verið tvö ár í burtu en sú ákvörðun var tekin fyrir minn tíma,“ sagði Farke eftir vináttuleik við Manchester United í Stokkhólmi fyrir mánuði. „Núna er hann aftur með okkur. Hann er frábær náungi, harðduglegur og áreiðanlegur. Það er í hans höndum að vinna til baka trú og traust manna,“ sagði Farke en nefndi þó ekki að fríir drykkir væru lykillinn að því heldur stöðug og góð frammistaða innan vallar.
Enski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Sjá meira