„Það er hetja á Múlaborg“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 20:45 Ingimar Elíasson er foreldri á leikskólanum Múlaborg. Hann er sleginn vegna kynferðisafbrotamáls sem kom upp þar. Hann biðlar til fjölmiðla og borgarinnar að vanda upplýsingagjöf í málinu. Vísir Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar. Leikskólastarfsmaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti í skólanum vegna hegðunar sinnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögregla fékk ábendingar um það eftir að maðurinn var handtekinn og er það mál nú líka til rannsóknar samkvæmt upplýsingum fréttastofu ásamt fleiri ábendingum. Lögregla hefur gert húsleit hjá manninum og lagt hald á tölvur og síma. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekkert grunsamlegt fundist enn sem komið er en slík rannsókn taki tíma. Hugurinn hjá hetjunum í málinu Ingimar Elíasson foreldri á leikskólanum er sleginn vegna málsins. „Manni er eðlilega mjög brugðið. Maður er hræddur og hefur áhyggjur af sínu eigin barni,“ segir Ingimar sem segir hug sinn hjá barninu sem um ræðir í málinu. „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá. Hún er ekki eina hetjan í þessu máli heldur líka foreldrar hennar sem hlustuðu og brugðust við,“ segir Ingimar. Gagnrýnir borgina og fjölmiðla Leikskólastarfsmaðurinn sem um ræðir var handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ingimar segist hafa séð fjölmiðlum á föstudag að starfsmaðurinn væri grunaður um kynferðisbrot. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir of litlar upplýsingar í byrjun málsins og seinagang sem hafi valdið óöryggi. „Það var sjokk að opna fjölmiðla á föstudag og sjá rosalegar umfjallanir um meintan kynferðisglæpamann á leikskóla sem barnið mitt er á, grunaðan um kynferðisglæp gegn barni þar. Þetta er eitthvað sem borgin hefði átt að vera búin að segja foreldrum á þessum tímapunkti en hafði ekki gert. Fjölmiðlar líka bera mikla ábyrgð og þurfa að vanda sig. Þá þurfa yfirvöld og lögregla að upplýsa foreldra nægjanlega og í tíma,“ segir hann. Hefði viljað sjá borgarfulltrúa sýna málinu áhuga Borgaryfirvöld og barnaverndaryfirvöld hittu foreldra Múlaborgar á fundi vegna málsins í gær. Ingimar hefði viljað sjá kjörna fulltrúa á þar. „Ég hefði viljað sjá borgarstjóra taka á móti okkur þegar við komum í Borgartún eða einhverja borgarfulltrúa. Við þurfum að sjá að verið sé að taka þetta mál föstum tökum,“ segir hann. Ingimar telur málið í heild sýna að gjörbylta þurfi stefnu borgarinnar í leikskólamálum. „Það vantar fólk, það vantar stefnu og það vantar leikskólapláss. Þetta mál er blaut tuska í andlitið á Reykjavíkurborg í þessum málaflokk,“ segir Ingimar að lokum. Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Leikskólastarfsmaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti í skólanum vegna hegðunar sinnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögregla fékk ábendingar um það eftir að maðurinn var handtekinn og er það mál nú líka til rannsóknar samkvæmt upplýsingum fréttastofu ásamt fleiri ábendingum. Lögregla hefur gert húsleit hjá manninum og lagt hald á tölvur og síma. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekkert grunsamlegt fundist enn sem komið er en slík rannsókn taki tíma. Hugurinn hjá hetjunum í málinu Ingimar Elíasson foreldri á leikskólanum er sleginn vegna málsins. „Manni er eðlilega mjög brugðið. Maður er hræddur og hefur áhyggjur af sínu eigin barni,“ segir Ingimar sem segir hug sinn hjá barninu sem um ræðir í málinu. „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá. Hún er ekki eina hetjan í þessu máli heldur líka foreldrar hennar sem hlustuðu og brugðust við,“ segir Ingimar. Gagnrýnir borgina og fjölmiðla Leikskólastarfsmaðurinn sem um ræðir var handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ingimar segist hafa séð fjölmiðlum á föstudag að starfsmaðurinn væri grunaður um kynferðisbrot. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir of litlar upplýsingar í byrjun málsins og seinagang sem hafi valdið óöryggi. „Það var sjokk að opna fjölmiðla á föstudag og sjá rosalegar umfjallanir um meintan kynferðisglæpamann á leikskóla sem barnið mitt er á, grunaðan um kynferðisglæp gegn barni þar. Þetta er eitthvað sem borgin hefði átt að vera búin að segja foreldrum á þessum tímapunkti en hafði ekki gert. Fjölmiðlar líka bera mikla ábyrgð og þurfa að vanda sig. Þá þurfa yfirvöld og lögregla að upplýsa foreldra nægjanlega og í tíma,“ segir hann. Hefði viljað sjá borgarfulltrúa sýna málinu áhuga Borgaryfirvöld og barnaverndaryfirvöld hittu foreldra Múlaborgar á fundi vegna málsins í gær. Ingimar hefði viljað sjá kjörna fulltrúa á þar. „Ég hefði viljað sjá borgarstjóra taka á móti okkur þegar við komum í Borgartún eða einhverja borgarfulltrúa. Við þurfum að sjá að verið sé að taka þetta mál föstum tökum,“ segir hann. Ingimar telur málið í heild sýna að gjörbylta þurfi stefnu borgarinnar í leikskólamálum. „Það vantar fólk, það vantar stefnu og það vantar leikskólapláss. Þetta mál er blaut tuska í andlitið á Reykjavíkurborg í þessum málaflokk,“ segir Ingimar að lokum.
Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira