Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar 19. ágúst 2025 07:30 „Ég klæddi mig í rauða vestið og fór á staðinn þar sem sprengjan sprakk. Enginn var mættur til að aðstoða. Ég var með skyndihjálpartösku og veitti særðum fyrstu hjálp. Þegar bráðaliðar komu á vettvang hélt ég áfram að veita aðstoð.“ Þannig lýsir Nima Ahmadi, sjálfboðaliði Rauða hálfmánans, því er hann fór á vettvang í hverfinu sínu um leið og átök blossuðu upp í Íran í júní. Þau stóðu í tólf langa daga og Nima var að störfum allan þann tíma. Þegar neyðarástand skapast, hvort sem er af völdum manna eða náttúrunnar, eru sjálfboðaliðar eins og Nima og starfsfólk Rauða krossins og Rauða hálfmánans oft fyrst á vettvang. Þangað mæta þau til að hlúa að slösuðum, særðum og hræddum. Þau bera engin vopn heldur hjálpargögn og von fyrir manneskjur í nauðum. Þau eiga að njóta verndar. Þau eru ekki skotmörk. En hinn ískaldi veruleiki er hins vegar sá að í fyrra létust 32 þeirra við störf sín. Nær öll voru drepin. Í ár hafa sautján þeirra hlotið sömu örlög. Það stefnir því í að árið 2025 verði það hættulegasta frá upphafi fyrir þau sem starfa við að veita öðrum aðstoð á hættusvæðum. Fyrir þau sem koma til hjálpar á meðan aðrir flýja. Og það er með öllu óásættanlegt. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna, en þessi dagur var valinn því fyrir 22 árum síðan létust 19 hjálparstarfsmenn þegar sprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna í Baghdad. Í því tilefni heiðrum við sérstaklega þær milljónir hjálparstarfsmanna um allan heim sem starfa í þágu mannúðar á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans og annara hjálparstofnanna. Ofbeldi gegn þessum kollegum okkar, sem virðist vera að færast í aukana, verður að linna. Það kann að hljóma undarlega í einhverra eyru en meira að segja í stríði gilda ákveðnar reglur sem ríki heims hafa sammælst um. Sem þau hafa skuldbundið sig til að fylgja. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum á mannúðarstarfsfólk að njóta virðingar og verndar, rétt eins og heilbrigðisstarfsfólk, sjúkrahús og allir almennir borgarar. Að sjálfsögðu fá allir sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem og starfsmenn félaganna ítarlega þjálfun sem á að tryggja öryggi þeirra á hættusvæðum eftir fremsta megni. En þegar átök geisa þarf að treysta á að þeir sem aðild að þeim eiga, þeir sem bera og beita vopnum, fylgi lögum sem gilda í stríði. Að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skaða ekki þá hópa sem njóta skulu verndar. Árið 2024 og það sem af er árinu 2025 hefur fólk klætt rauðum vestum með merkjum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans verið drepið á Gaza, í Íran, Súdan, Austur-Kongó, Alsír, Sýrlandi og Eþíópíu. Langflestir hafa fallið á Gaza, 25 manneskjur þegar þetta er skrifað. Fimm létust í Íran á meðan átökin stóðu þar yfir í júní. Þegar fleiri voru komnir til aðstoðar særðum í hverfinu hans Nima fór hann í næsta hverfi. Þar fann hann þrjú börn liggjandi á götunni, þakin ryki. „Ég var einn. Ég hjálpaði þeim og hélt svo áfram á næsta stað. Ég hætti ekki.“ Við megum ekki heldur hætta. Við megum ekki hætta að veita fólki í nauðum aðstoð og við megum ekki hætta að krefjast þess að þau sem hlaupa í átt að hættunni en ekki frá henni njóti sannarlega verndar. Að þeir sem beri ábyrgð á beitingu vopna standi við skuldbindingar sínar. Það er ekki nóg að heiðra sjálfboðaliða og mannúðarstarfsfólk. Við verðum að standa með þeim þegar þau þurfa mest á okkur að halda. Sem er akkúrat núna. Við getum þetta ekki ein. Við biðjum þig að vera í liði með mannúðinni. Því saman er rödd okkar sterkari. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Hjálparstarf Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Ég klæddi mig í rauða vestið og fór á staðinn þar sem sprengjan sprakk. Enginn var mættur til að aðstoða. Ég var með skyndihjálpartösku og veitti særðum fyrstu hjálp. Þegar bráðaliðar komu á vettvang hélt ég áfram að veita aðstoð.“ Þannig lýsir Nima Ahmadi, sjálfboðaliði Rauða hálfmánans, því er hann fór á vettvang í hverfinu sínu um leið og átök blossuðu upp í Íran í júní. Þau stóðu í tólf langa daga og Nima var að störfum allan þann tíma. Þegar neyðarástand skapast, hvort sem er af völdum manna eða náttúrunnar, eru sjálfboðaliðar eins og Nima og starfsfólk Rauða krossins og Rauða hálfmánans oft fyrst á vettvang. Þangað mæta þau til að hlúa að slösuðum, særðum og hræddum. Þau bera engin vopn heldur hjálpargögn og von fyrir manneskjur í nauðum. Þau eiga að njóta verndar. Þau eru ekki skotmörk. En hinn ískaldi veruleiki er hins vegar sá að í fyrra létust 32 þeirra við störf sín. Nær öll voru drepin. Í ár hafa sautján þeirra hlotið sömu örlög. Það stefnir því í að árið 2025 verði það hættulegasta frá upphafi fyrir þau sem starfa við að veita öðrum aðstoð á hættusvæðum. Fyrir þau sem koma til hjálpar á meðan aðrir flýja. Og það er með öllu óásættanlegt. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna, en þessi dagur var valinn því fyrir 22 árum síðan létust 19 hjálparstarfsmenn þegar sprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna í Baghdad. Í því tilefni heiðrum við sérstaklega þær milljónir hjálparstarfsmanna um allan heim sem starfa í þágu mannúðar á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans og annara hjálparstofnanna. Ofbeldi gegn þessum kollegum okkar, sem virðist vera að færast í aukana, verður að linna. Það kann að hljóma undarlega í einhverra eyru en meira að segja í stríði gilda ákveðnar reglur sem ríki heims hafa sammælst um. Sem þau hafa skuldbundið sig til að fylgja. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum á mannúðarstarfsfólk að njóta virðingar og verndar, rétt eins og heilbrigðisstarfsfólk, sjúkrahús og allir almennir borgarar. Að sjálfsögðu fá allir sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem og starfsmenn félaganna ítarlega þjálfun sem á að tryggja öryggi þeirra á hættusvæðum eftir fremsta megni. En þegar átök geisa þarf að treysta á að þeir sem aðild að þeim eiga, þeir sem bera og beita vopnum, fylgi lögum sem gilda í stríði. Að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skaða ekki þá hópa sem njóta skulu verndar. Árið 2024 og það sem af er árinu 2025 hefur fólk klætt rauðum vestum með merkjum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans verið drepið á Gaza, í Íran, Súdan, Austur-Kongó, Alsír, Sýrlandi og Eþíópíu. Langflestir hafa fallið á Gaza, 25 manneskjur þegar þetta er skrifað. Fimm létust í Íran á meðan átökin stóðu þar yfir í júní. Þegar fleiri voru komnir til aðstoðar særðum í hverfinu hans Nima fór hann í næsta hverfi. Þar fann hann þrjú börn liggjandi á götunni, þakin ryki. „Ég var einn. Ég hjálpaði þeim og hélt svo áfram á næsta stað. Ég hætti ekki.“ Við megum ekki heldur hætta. Við megum ekki hætta að veita fólki í nauðum aðstoð og við megum ekki hætta að krefjast þess að þau sem hlaupa í átt að hættunni en ekki frá henni njóti sannarlega verndar. Að þeir sem beri ábyrgð á beitingu vopna standi við skuldbindingar sínar. Það er ekki nóg að heiðra sjálfboðaliða og mannúðarstarfsfólk. Við verðum að standa með þeim þegar þau þurfa mest á okkur að halda. Sem er akkúrat núna. Við getum þetta ekki ein. Við biðjum þig að vera í liði með mannúðinni. Því saman er rödd okkar sterkari. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun