Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2025 11:11 Shakira þegar hún flutti lagið „Waka waka“ í Jóhannesarborg daginn fyrir opnunarleik HM árið 2010. Viðlagið var fengið beint úr þá tæplega aldarfjórðungsgömlu afrísku lagi. Vísir/EPA Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna. Í visku sinni ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA að fá hvíta Kólumbíukonu til þess að semja og flytja lag heimsmeistaramótsins árið 2010, þess fyrsta sem haldið var í Afríku. Sambandið gerði það þó að skilyrði að hún yrði að vinna með afrískum tónlistarmönnum. Shakira skilaði inn laginu „Waka Waka“ sem sló rækilega í gegn víða um heim. Áður en mótið hófst þurfti hún þó að gera sátt við kamerúnsku hljómsveitina Zangalewa en viðlag „Waka Waka“ var tekið beint upp úr lagi sveitarinnar frá 1986. FIFA og Sony Music, útgefandi lagsins, héldu því fram á sínum tíma að „allur ágóði“ af laginu rynni til verkefnis um að reisa tuttugu fótboltamiðstöðvar fyrir lýðheilsu, menntun og knattspyrnu í Afríku auk annarra afrískra góðgerðasamtaka. Rannsóknarblaðamennskumiðillinn Josimar sem sérhæfir sig í knattspyrnu segir að vinsældir lagsins hafi leitt til þess að miðstöðvarnar hafi risið á aðeins fjórum árum. Síðan þá hafi ágóðinn af tugum milljóna áhorfa, hlustana og niðurhala á laginu horfið. Hvorki FIFA, Sony Music né umboðsmenn Shakiru svöruðu spurningum miðilsins um hvert höfundaréttargreiðslur vegna lagsins hefðu farið frá 2014. Shakira og framleiðandinn fá meirihlutann þrátt fyrir að hafa ekki samið viðlagið Samkvæmt heimildum Josimar fékk Zangalewa, hljómsveitin sem Shakira og framleiðandi hennar stálu viðlaginu af, þriðjung af útgáfutekjum lagsins. Sjö manna afrísk hljómsveit, Freshlyground, sem spilaði á upptöku af laginu og kom fram við upphaf HM með Shakiru fékk fjögur prósent í sinn hlut. Framleiðandi Shakiru fékk sveitina til að spila inn á lagið til að uppfylla skilyrði FIFA um að afrískir tónlistarmenn ættu þátt í því. Rúm 39 prósent teknanna eru hins vegar sagðar hafa farið til Shakiru sjálfrar og rúm 23 prósent til framleiðanda hennar, Johns Hill, þótt hvorugt þeirra hafi samið viðlagið sem er þekktasta einkenni lagsins. Lagið sé enn fimmta vinsælasta lag Shakiru á tónlistarveitunni Spotify með milljarða spilana. Suðurafríska viðskiptablaðið Currency áætlaði nýlega að tekjur af laginu undanfarin ár næmu um níu milljónum dollara, jafnvirði meira en 1,1 milljarðs íslenskra króna. Tónlist Fótbolti Suður-Afríka Tengdar fréttir Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. 20. nóvember 2023 10:41 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Í visku sinni ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA að fá hvíta Kólumbíukonu til þess að semja og flytja lag heimsmeistaramótsins árið 2010, þess fyrsta sem haldið var í Afríku. Sambandið gerði það þó að skilyrði að hún yrði að vinna með afrískum tónlistarmönnum. Shakira skilaði inn laginu „Waka Waka“ sem sló rækilega í gegn víða um heim. Áður en mótið hófst þurfti hún þó að gera sátt við kamerúnsku hljómsveitina Zangalewa en viðlag „Waka Waka“ var tekið beint upp úr lagi sveitarinnar frá 1986. FIFA og Sony Music, útgefandi lagsins, héldu því fram á sínum tíma að „allur ágóði“ af laginu rynni til verkefnis um að reisa tuttugu fótboltamiðstöðvar fyrir lýðheilsu, menntun og knattspyrnu í Afríku auk annarra afrískra góðgerðasamtaka. Rannsóknarblaðamennskumiðillinn Josimar sem sérhæfir sig í knattspyrnu segir að vinsældir lagsins hafi leitt til þess að miðstöðvarnar hafi risið á aðeins fjórum árum. Síðan þá hafi ágóðinn af tugum milljóna áhorfa, hlustana og niðurhala á laginu horfið. Hvorki FIFA, Sony Music né umboðsmenn Shakiru svöruðu spurningum miðilsins um hvert höfundaréttargreiðslur vegna lagsins hefðu farið frá 2014. Shakira og framleiðandinn fá meirihlutann þrátt fyrir að hafa ekki samið viðlagið Samkvæmt heimildum Josimar fékk Zangalewa, hljómsveitin sem Shakira og framleiðandi hennar stálu viðlaginu af, þriðjung af útgáfutekjum lagsins. Sjö manna afrísk hljómsveit, Freshlyground, sem spilaði á upptöku af laginu og kom fram við upphaf HM með Shakiru fékk fjögur prósent í sinn hlut. Framleiðandi Shakiru fékk sveitina til að spila inn á lagið til að uppfylla skilyrði FIFA um að afrískir tónlistarmenn ættu þátt í því. Rúm 39 prósent teknanna eru hins vegar sagðar hafa farið til Shakiru sjálfrar og rúm 23 prósent til framleiðanda hennar, Johns Hill, þótt hvorugt þeirra hafi samið viðlagið sem er þekktasta einkenni lagsins. Lagið sé enn fimmta vinsælasta lag Shakiru á tónlistarveitunni Spotify með milljarða spilana. Suðurafríska viðskiptablaðið Currency áætlaði nýlega að tekjur af laginu undanfarin ár næmu um níu milljónum dollara, jafnvirði meira en 1,1 milljarðs íslenskra króna.
Tónlist Fótbolti Suður-Afríka Tengdar fréttir Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. 20. nóvember 2023 10:41 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. 20. nóvember 2023 10:41