Enski boltinn

Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin

Sindri Sverrisson skrifar
Federico Chiesa skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á föstudag og Mohamed Salah átti sinn þátt í því.
Federico Chiesa skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á föstudag og Mohamed Salah átti sinn þátt í því. Getty/Robbie Jay Barratt

Liverpool fékk draumabyrjun í titilvörn sinn í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann Bournemouth í fyrsta leik en það stóð þó afar tæpt. Markið mikilvæga sem Federico Chiesa skoraði má nú sjá frá ótal mismunandi sjónarhornum.

Chiesa kom inn á sem varamaður og reyndist hetja Liverpool með því að skora sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni akkúrat þegar það var svo nauðsynlegt.

Markið og aðdragandann að því, meðal annars augnakonfektið sem Dominik Szoboszlai bauð upp á, má sjá hér að neðan frá enn fleiri sjónarhornum en áður.

Það var nóg af mörkum í fyrstu umferðinni og hér að neðan er yfirferð yfir leikina tíu á fimm mínútum fyrir þá sem gætu hafa misst af einhverju.

Næsta umferð hefst svo á föstudagskvöld þegar West Ham og Chelsea mætast í Lundúnaslag. Manchester City og Tottenham mætast í stórleik í hádeginu á laugardag og þá síðdegis tekur Arsenal á móti Leeds. Manchester United mætir Fulham á útivelli á sunnudaginn og umferðinni lýkur með afar áhugaverðum slag Newcastle og Liverpool og spurning hvar markahrókurinn Alexander Isak verður þá staddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×