Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2025 13:24 Eemeli Peltonen var á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður finnskra jafnaðarmanna þegar hann lést skyndilega. Af vefsíðu Emeeli Peltonen Þingmaður Jafnaðarmannaflokksins lést í finnska þinghúsinu í Helsinki í dag. Finnskir fjölmiðlar segja að þingmaðurinn hafi svipt sig lífi. Forsætisráðherrann segir fréttirnar sláandi. Eemeli Peltonen, þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, var þrítugur þegar hann lést. Finnska ríkisútvarpið segir að lögregla hafi verið kölluð til klukkan 11:06 að staðartíma, klukkan 8:06 að íslenskum tíma. Lögregla segir dauðsfallið til rannsóknar en ekki leiki grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Götublaðið Iltalehti fullyrðir að Peltonen hafi svipt sig lífi í þinghúsinu. Aaro Toivonen, yfirmaður öryggismála finnska þingsins, segir ríkisútvarpinu að hann neiti þeim fréttum ekki. Þingið er í sumarfríi eins og stendur. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Petteri Orpo, forsætisráðherra, staðfesti andlát Peltoen þegar hann ræddi við blaðamenn í Kajaani í miðju Finnlandi þar sem þinghópur hans er saman kominn til árlega fundarhalda. „Fyrir nokkru fengum við virkilega sláandi fréttir af þingi, sameiginlegum vinnustað okkar. Einn starfsbræðra okkar lést í húsakynnum þingsins. Þetta eru mjög sorglegar fréttir,“ sagði Orpo sem sendi fjölskyldu Peltonen og starfsfélögum samúðarkveðjur. Peltonen er sagður hafa glímt við veikindi og verið í veikindaleyfi frá því í lok vors. Hann sagði sjálfur frá því á samfélagsmiðli í júní að hann væri nýrnaveikur. Sanna Marin, fyrrverandi leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra, vottaði Peltonen virðingu sína á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég man etir þér fyrir mörgum árum frá því að við vorum saman í ungliðahreyfingunni og flokknum. Ég vildi að þú værir enn með okkur. Líf þitt endaði of fljótt,“ skrifaði Marin til Peltonen. Finnland Andlát Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Eemeli Peltonen, þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, var þrítugur þegar hann lést. Finnska ríkisútvarpið segir að lögregla hafi verið kölluð til klukkan 11:06 að staðartíma, klukkan 8:06 að íslenskum tíma. Lögregla segir dauðsfallið til rannsóknar en ekki leiki grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Götublaðið Iltalehti fullyrðir að Peltonen hafi svipt sig lífi í þinghúsinu. Aaro Toivonen, yfirmaður öryggismála finnska þingsins, segir ríkisútvarpinu að hann neiti þeim fréttum ekki. Þingið er í sumarfríi eins og stendur. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Petteri Orpo, forsætisráðherra, staðfesti andlát Peltoen þegar hann ræddi við blaðamenn í Kajaani í miðju Finnlandi þar sem þinghópur hans er saman kominn til árlega fundarhalda. „Fyrir nokkru fengum við virkilega sláandi fréttir af þingi, sameiginlegum vinnustað okkar. Einn starfsbræðra okkar lést í húsakynnum þingsins. Þetta eru mjög sorglegar fréttir,“ sagði Orpo sem sendi fjölskyldu Peltonen og starfsfélögum samúðarkveðjur. Peltonen er sagður hafa glímt við veikindi og verið í veikindaleyfi frá því í lok vors. Hann sagði sjálfur frá því á samfélagsmiðli í júní að hann væri nýrnaveikur. Sanna Marin, fyrrverandi leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra, vottaði Peltonen virðingu sína á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég man etir þér fyrir mörgum árum frá því að við vorum saman í ungliðahreyfingunni og flokknum. Ég vildi að þú værir enn með okkur. Líf þitt endaði of fljótt,“ skrifaði Marin til Peltonen.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Finnland Andlát Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira