Körfubolti

For­seti Ís­lands hvatti lands­liðið til dáða

Valur Páll Eiríksson skrifar
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, eiginmaður hennar Björn Skúlason, ásamt karlalandsliðinu.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, eiginmaður hennar Björn Skúlason, ásamt karlalandsliðinu. Vísir/VPE

Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, mætti á æfingu karlalandsliðsins í körfubolta í dag. Hún hvatti liðið til dáða fyrir komandi Evrópumót. Liðið heldur utan á fimmtudag.

Halla hélt tölu fyrir liðið í lok æfingar þess í Ásgarði í Garðabæ. Hún hvatti liðið til dáða og minnti á sameiningartáknið sem körfubolti gæti verið og vísaði þar til körfuboltaliðs Grindavíkur eftir að náttúruhamfarir riðu yfir á Reykjanesskaga.

Halla hélt stutta tölu fyrir íslenska liðið.Vísir/VPE

Landsliðsmenn tóku vel í orð forsetans og átti hún þá einnig gott spjall við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen.

Landsliðið heldur utan á fimmtudaginn kemur, til Vilnius í Litáen. Þar spila strákarnir okkar við heimamenn á föstudag, í síðasta æfingaleik fyrir Evrópumótið.

Í kjölfarið verður haldið til Katowice í Póllandi þar sem allir fimm leikir Íslands í riðlakeppni mótsins fara fram. Fyrsti leikur er við Ísrael fimmtudaginn 28. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×