Sport

Keyptu nýjan leik­mann fyrir sektina hans Gyökeres

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Gyokeres fórnaði talsverðum pening til að komast til Arsenal og portúgalska félagið nýtti sektargreiðslur hans líka mjög vel.
Viktor Gyokeres fórnaði talsverðum pening til að komast til Arsenal og portúgalska félagið nýtti sektargreiðslur hans líka mjög vel. EPA/FILIPE AMORIM

Sporting seldi á dögunum sænska framherjann Viktor Gyökeres til Arsenal en ekki fyrr en eftir verkfallsaðgerðir Gyokeres.

Portúgalska félagið græddi vissulega vel á sölunni á Gyökeres enda kostaði hann enska úrvalsdeildarfélagið 63,5 milljónir evra plús tíu milljónir í mögulegar bónusgreiðslur. Þetta gætu því orðið tíu og hálfur milljarður sem kemur í kassann hjá Portúgölunum.

Portúgalska félagið fékk reyndar meiri pening í tengslum við málið. Gyökeres hafði skrópað á æfingar Sporting í talsverðan tíma fyrir söluna sem leiddi til þess að Svíinn var sektaður um þrjú hundruð þúsund evrur eða 43 milljónir króna.

Sporting notaði þessar þrjú hundruð þúsund evrur síðan til að kaupa vinstri bakvörðinn Ricardo Mangas frá Spartak Moskvu.

Gyökeres náði ekki að skora í fyrsta deildarleiknum með Arsenal en Mangas er þegar kominn með tvö mörk fyrir Sporting.

Mangas skoraði bæði mörkin sín í 6-0 stórsigri á Arouca um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×