Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Bjarki Sigurðsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 19. ágúst 2025 19:25 Hér má sjá vettvang hraðbankaránsins. Vísir/Anton Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Er talið að sakborningar í málunum tveimur tengist? „Við höfum engar upplýsingar um það.“ Greint var frá því fyrr í dag að lögreglan hefði gert húsleit í tengslum við hraðbankaþjófnaðinn á heimili Stefáns Blackburn. Hann er einn fimm sakborninga Gufunesmálsins, og hefur verið ákærður fyrir manndráp, rán og frelsissivptingu. Honum er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Stefán var ekki heima hjá sér þegar húsleit lögreglu fór fram, en hann sætir gæsluvarðhaldi vegna Gufunesmálsins. „Hann var bara kraflaður út“ Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 í nótt. „Við förum þegar á staðinn og sjáum að það er búið að taka hluta hraðbankans með miklum látum. Það kemur síðan í ljós að það var grafa notuð við það,“ segir Hjördís. Grafan fannst síðan skammt frá, en henni hafði verið stolið fyrr um nóttina. Þjófarnir munu hafa notað skóflu gröfunnar við verknaðinn. „Hann var bara kraflaður út.“ Ákveðnir einstaklingar liggi undir grun Hjördís segir rannsóknina ganga vel. Lögreglan hafi fengið mikið af upplýsingum og sækja myndefni. Hún telur að mikil vinna muni fara í að fara yfir myndefnið, en hún segir að enn séu að finnast myndavélar með myndefni sem gæti haft vægi í rannsókninni. Lögreglan er með ákveðna einstaklinga grunaða. Að sögn Hjördísar eru þeir fleiri en einn, en þó veit lögreglan ekki hvort einn eða fleiri hafi verið að verki í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en lögreglan hefur ráðist í húsleitir. „Við erum að leggja mikið kapp á leysa málið.“ Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Er talið að sakborningar í málunum tveimur tengist? „Við höfum engar upplýsingar um það.“ Greint var frá því fyrr í dag að lögreglan hefði gert húsleit í tengslum við hraðbankaþjófnaðinn á heimili Stefáns Blackburn. Hann er einn fimm sakborninga Gufunesmálsins, og hefur verið ákærður fyrir manndráp, rán og frelsissivptingu. Honum er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Stefán var ekki heima hjá sér þegar húsleit lögreglu fór fram, en hann sætir gæsluvarðhaldi vegna Gufunesmálsins. „Hann var bara kraflaður út“ Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 í nótt. „Við förum þegar á staðinn og sjáum að það er búið að taka hluta hraðbankans með miklum látum. Það kemur síðan í ljós að það var grafa notuð við það,“ segir Hjördís. Grafan fannst síðan skammt frá, en henni hafði verið stolið fyrr um nóttina. Þjófarnir munu hafa notað skóflu gröfunnar við verknaðinn. „Hann var bara kraflaður út.“ Ákveðnir einstaklingar liggi undir grun Hjördís segir rannsóknina ganga vel. Lögreglan hafi fengið mikið af upplýsingum og sækja myndefni. Hún telur að mikil vinna muni fara í að fara yfir myndefnið, en hún segir að enn séu að finnast myndavélar með myndefni sem gæti haft vægi í rannsókninni. Lögreglan er með ákveðna einstaklinga grunaða. Að sögn Hjördísar eru þeir fleiri en einn, en þó veit lögreglan ekki hvort einn eða fleiri hafi verið að verki í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en lögreglan hefur ráðist í húsleitir. „Við erum að leggja mikið kapp á leysa málið.“
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31