Nýju fötin forsetans Jón Þór Stefánsson skrifar 19. ágúst 2025 20:15 Vólódímír Selenskí í „jakkafötum“ á skrifstofu Bandaríkjaforseta. EPA Á fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í gær varð klæðaburður þess síðarnefnda meðal annars til umfjöllunar, og það ekki í fyrsta skipti. Selenskí mætti í svörtum jakka, í svartri skyrtu. „Selenskí, þú tekur þig frábærlega út í þessum jakkafötum. Þú lítur mjög vel út,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Brian Glenn í gamansömum tón. Glenn þessi vakti athygli í febrúar síðastliðnum þegar Trump og Selenskí funduðu í Washington-borg en þá gagnrýndi hann Selenskí harðlega fyrir að vera ekki í jakkafötum, en þá klæddur svartri peysu. „Ég sagði það sama. Er þetta ekki fallega sagt? Þetta er sá sem réðst að þér síðast,“ sagði Trump og Selenskí svaraði: „Ég man eftir því.“ „Ég biðst afsökunar á því. Þú lítur virklega vel út,“ sagði Glenn. „Þú ert í sömu jakkafötunum og síðast. Ég skipti um föt, þú gerðir það ekki,“ svaraði Selenskí og uppskar hlátur viðstaddra. Vildu fá hann í sínu fínasta pússi Wall Street Journal segir að Hvíta húsið hafi fyrir fund gærdagsins óskað eftir því að Selenskí myndi klæðast jakkafötum og vera með hálsbindi á fundinum. Selenskí virðist ekki hafa farið alveg eftir þessum fyrirmælum, en hann var ekki með neitt hálstau heldur hneppti upp í topp. Þess má geta að eftir fundinn í febrúar sagði Selenskí að hann myndi ekki sjást í jakkafötum meðan stríðsástand ríkir í Úkraínu. Síðan stríðið hófst hefur klæðnaður Selenskís einkennst af grænum eða dökklituðum fötum, oftast bolum eða peysum. Með því hefur hann þótt samsama sig úkraínsku þjóðinni meðan hún er í stríðsrekstri. Jakkföt eða ekki? Skilgreiningar á jakkafötum eru margar á mismunandi. Sums staðar eru þau skilgreind sem föt þar sem jakki og buxur séu úr sama efni. En annars staðar segir að þeim þurfi að fylgja skyrta, hálstau og fínir skór. Í umfjöllun Politico segir að nýju fötin Úkraínuforsetans séu ekki hefðbundin jakkaföt heldur fatnaður í hernaðarlegum stíl. „Í þetta skipti var Selenskí í jakkafötum, en stíll þeirra var enn í takt við hernað og sömu táknrænu framsetningu: Hann er þjóðarleiðtogi í stríði,“ hefur Politico eftir Elvíru Gasanova, hönnuði vörumerkisins Damirli, sem hefur séð um að hanna föt á Selenskí síðustu ár. „Það er mikilvægt að hafa í huga að það er Vólódímír Selenskí sem ákveður hverju hann klæðist,“ segir Elvíra. „Forsetinn er nú í landi þar sem hvert smáatriði skiptir sköpum, hvort sem það er útlit, hegðun eða tilfinningar. Þar af leiðandi, sem leiðtogi Úkraínu, velur hann ímyndina sem hentar hlutverki hans og augnablikinu best.“ Tíska og hönnun Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
„Selenskí, þú tekur þig frábærlega út í þessum jakkafötum. Þú lítur mjög vel út,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Brian Glenn í gamansömum tón. Glenn þessi vakti athygli í febrúar síðastliðnum þegar Trump og Selenskí funduðu í Washington-borg en þá gagnrýndi hann Selenskí harðlega fyrir að vera ekki í jakkafötum, en þá klæddur svartri peysu. „Ég sagði það sama. Er þetta ekki fallega sagt? Þetta er sá sem réðst að þér síðast,“ sagði Trump og Selenskí svaraði: „Ég man eftir því.“ „Ég biðst afsökunar á því. Þú lítur virklega vel út,“ sagði Glenn. „Þú ert í sömu jakkafötunum og síðast. Ég skipti um föt, þú gerðir það ekki,“ svaraði Selenskí og uppskar hlátur viðstaddra. Vildu fá hann í sínu fínasta pússi Wall Street Journal segir að Hvíta húsið hafi fyrir fund gærdagsins óskað eftir því að Selenskí myndi klæðast jakkafötum og vera með hálsbindi á fundinum. Selenskí virðist ekki hafa farið alveg eftir þessum fyrirmælum, en hann var ekki með neitt hálstau heldur hneppti upp í topp. Þess má geta að eftir fundinn í febrúar sagði Selenskí að hann myndi ekki sjást í jakkafötum meðan stríðsástand ríkir í Úkraínu. Síðan stríðið hófst hefur klæðnaður Selenskís einkennst af grænum eða dökklituðum fötum, oftast bolum eða peysum. Með því hefur hann þótt samsama sig úkraínsku þjóðinni meðan hún er í stríðsrekstri. Jakkföt eða ekki? Skilgreiningar á jakkafötum eru margar á mismunandi. Sums staðar eru þau skilgreind sem föt þar sem jakki og buxur séu úr sama efni. En annars staðar segir að þeim þurfi að fylgja skyrta, hálstau og fínir skór. Í umfjöllun Politico segir að nýju fötin Úkraínuforsetans séu ekki hefðbundin jakkaföt heldur fatnaður í hernaðarlegum stíl. „Í þetta skipti var Selenskí í jakkafötum, en stíll þeirra var enn í takt við hernað og sömu táknrænu framsetningu: Hann er þjóðarleiðtogi í stríði,“ hefur Politico eftir Elvíru Gasanova, hönnuði vörumerkisins Damirli, sem hefur séð um að hanna föt á Selenskí síðustu ár. „Það er mikilvægt að hafa í huga að það er Vólódímír Selenskí sem ákveður hverju hann klæðist,“ segir Elvíra. „Forsetinn er nú í landi þar sem hvert smáatriði skiptir sköpum, hvort sem það er útlit, hegðun eða tilfinningar. Þar af leiðandi, sem leiðtogi Úkraínu, velur hann ímyndina sem hentar hlutverki hans og augnablikinu best.“
Tíska og hönnun Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira