Segist vilja komast til himna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. ágúst 2025 07:23 Forsetinn sagðist eitt sinn vera viss um að móðir sín væri á himnum en hann væri ekki alveg jafn viss um föður sinn. Getty/Christopher Furlong „Mig langar að komast til himna, ef það er mögulegt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í símaspjalli við stjórnendur morgunþáttarins Fox & Friends í gærmorgun. Trump var að ræða ástæður þess að hann vildi freista þess að binda enda á stríðið í Úkraínu þegar hann lét ummælin falla. Hann sagði engan Bandaríkjamann hafa fallið í átökunum en hermenn Úkraínu og Rússlands væru að deyja og almennir borgarar í árásum á borgir og þorp. Ef hann gæti bjargað sjö þúsund manns á viku, þá ætti hann ef til vill möguleika á því að komast til himna. „Ég heyri að mér gangi ekki svo vel. Ég er neðst á listanum,“ sagði Trump um líkurnar á því að komast í gegnum gullna hliðið. „En ef ég kemst til himna, þá verður þetta ein af ástæðunum,“ bætti hann við. Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, var spurð að því seinna um daginn hvort forsetanum hefði verið alvara þarna í morgunsárið. Var hann að grínast eða væru hugleiðingar um eftirlífið einn af þeim þáttum sem knúðu hann til að miðla málum milli stríðandi fylkinga. „Ég held að forsetanum hafi verið alvara,“ svaraði Leavitt. „Ég held að forsetinn vilji komast til himnaríkis, eins og við öll í þessum sal vona ég.“ Trump er ekki þekktur fyrir að bera sálu sína en var sagður hafa verið nokkuð brugðið þegar tilraun var gerð til að ráða hann af dögum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Um áminninguna um það að vera að eldast sagði forsetinn þegar hann varð 78 ára: „Það kemur að þeim tímapunkti að þú vilt ekki heyra „Til hamingju með afmælið“.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Trump var að ræða ástæður þess að hann vildi freista þess að binda enda á stríðið í Úkraínu þegar hann lét ummælin falla. Hann sagði engan Bandaríkjamann hafa fallið í átökunum en hermenn Úkraínu og Rússlands væru að deyja og almennir borgarar í árásum á borgir og þorp. Ef hann gæti bjargað sjö þúsund manns á viku, þá ætti hann ef til vill möguleika á því að komast til himna. „Ég heyri að mér gangi ekki svo vel. Ég er neðst á listanum,“ sagði Trump um líkurnar á því að komast í gegnum gullna hliðið. „En ef ég kemst til himna, þá verður þetta ein af ástæðunum,“ bætti hann við. Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, var spurð að því seinna um daginn hvort forsetanum hefði verið alvara þarna í morgunsárið. Var hann að grínast eða væru hugleiðingar um eftirlífið einn af þeim þáttum sem knúðu hann til að miðla málum milli stríðandi fylkinga. „Ég held að forsetanum hafi verið alvara,“ svaraði Leavitt. „Ég held að forsetinn vilji komast til himnaríkis, eins og við öll í þessum sal vona ég.“ Trump er ekki þekktur fyrir að bera sálu sína en var sagður hafa verið nokkuð brugðið þegar tilraun var gerð til að ráða hann af dögum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Um áminninguna um það að vera að eldast sagði forsetinn þegar hann varð 78 ára: „Það kemur að þeim tímapunkti að þú vilt ekki heyra „Til hamingju með afmælið“.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira