Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar 20. ágúst 2025 13:01 Nokkuð erfitt var að lesa grein framkvæmdastjóra SFS hér á Vísi í gær sem sett var fram af talsverðu yfirlæti. Þar var bændum og veiðiréttarhöfum sagt að „anda rólega“. Anda rólega á meðan framandi eldislaxar hellast upp í laxveiðiár landsins og ógna villtum laxastofnum og lífsviðurværi fjölda fólks. Fólks sem á þó bara að anda rólega. Framkvæmdastjórinn ætti að vita betur en að fólk sitji þegjandi og horfi upp á sjókvíaeldisiðnaðinn ógna tilvist villtra laxastofna, náttúrunnar og lífsviðurværi sínu. Hún, og öll sem þekkja til, eru vel meðvituð um hætturnar af slíkri innrás. Hættum að villa um fyrir fólki Framkvæmdastjóri SFS gerir í grein sinni lítið úr áhyggjum fólks og talar um að eldislax í á jafngildi ekki endilega erfðablöndun því eldislaxarnir séu svo lélegir í að fjölga sér. Þetta er sérstök fullyrðing. Að sjálfsögðu þarf eldislaxinn að hrygna með villtum laxi svo að erfðablöndun eigi sér stað. En til þess er eldislaxinn mættur í árnar. Hann gengur árnar í þeim eina tilgangi að hrygna og það mun hann gera. Það er einmitt þess vegna sem bændur og landeigendur hafa þurft að grípa til róttækra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir skaðann. Ef að þessir laxar eru svona lélegir í að fjölga sér, hvernig stendur á því að 70% af laxastofnum í Noregi eru erfðablandaðir og stofnar þar að hruni komnir? Þarna er verið að slá ryki í augun á fólki og svona sefjun er ekki réttlætanleg þegar við stöndum hér í miðjum umhverfishamförum. Áhættumat erfðablöndunar Framkvæmdastjóri SFS talar ítrekað um áhættumat erfðablöndunar sem einhvers konar vísindi. Það er alrangt. Áhættumatið er einfaldlega líkan sem sett var fram af Hafrannsóknastofnun án nokkurra prófana. Síðar hefur komið á daginn að áhættumatið er haldið verulegum ágöllum og segir engan veginn til um áhættuna af því eldi sem við búum við í dag. Skemmst er að minnast úttektar Alþjóðahafrannsóknaráðsins frá því fyrr á þessu ári þar sem ráðið komst að þeirri niðurstöðu að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hversu mikið magn af frjóum eldislaxi megi ala í kvíum hér við land, án þess að villtum laxastofnum sé spillt, sé ekki í samræmi við varúðarnálgun. Þessi niðurstaða er gríðarlegur áfellisdómur á áhættumatið og vinnu Hafrannsóknastofnunar og staðfestir að hér er ekki um nein vísindi að ræða. Enda er það svo að allt sem átti ekki að geta gerst samkvæmt áhættumatinu hefur nú gerst, og það oftar en einu sinni. Ekki þarf að horfa lengra en til Hrútafjarðarár, þar sem að erfðablöndun er komin í a.m.k. 11%. Grundvallaratriðið er að hvergi í heiminum hefur tekist að stunda sjókvíaeldi í stórum stíl án þess að það hafi haft veruleg neikvæð áhrif á villta laxastofna og náttúru. Þó að við á Íslandi teljum okkur geta gert allt betur en aðrir þá er ég ansi hræddur um að það sé ekki raunin. Við erum að stefna í sömu átt og Noregur með okkar laxastofna. Lærum af reynslunni og byggjum upp traust? Framkvæmdastjórinn kemur inn á það að við eigum að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Hvernig á það að vera hægt ef að sömu mistökin gerast aftur og aftur og okkur er bara sagt að slaka á og anda rólega. Sjókvíaeldisiðnaðurinn og hagsmunaverðir hans hafa gert allt í sínu valdi til þess að skaða traust þjóðarinnar á þessari starfsemi sinni eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Þá neitar iðnaðurinn að læra af mistökum sínum og þess vegna erum við í þessari aðstöðu nú. Við munum ekki anda rólega á meðan strokulaxar af framandi uppruna synda upp í árnar okkar og ógna villta laxinum og okkar lífsviðurværi. Nei, við munum ekki anda rólega, meðan húsið brennur. Höfundur er formaður Veiðifélags Miðfirðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð erfitt var að lesa grein framkvæmdastjóra SFS hér á Vísi í gær sem sett var fram af talsverðu yfirlæti. Þar var bændum og veiðiréttarhöfum sagt að „anda rólega“. Anda rólega á meðan framandi eldislaxar hellast upp í laxveiðiár landsins og ógna villtum laxastofnum og lífsviðurværi fjölda fólks. Fólks sem á þó bara að anda rólega. Framkvæmdastjórinn ætti að vita betur en að fólk sitji þegjandi og horfi upp á sjókvíaeldisiðnaðinn ógna tilvist villtra laxastofna, náttúrunnar og lífsviðurværi sínu. Hún, og öll sem þekkja til, eru vel meðvituð um hætturnar af slíkri innrás. Hættum að villa um fyrir fólki Framkvæmdastjóri SFS gerir í grein sinni lítið úr áhyggjum fólks og talar um að eldislax í á jafngildi ekki endilega erfðablöndun því eldislaxarnir séu svo lélegir í að fjölga sér. Þetta er sérstök fullyrðing. Að sjálfsögðu þarf eldislaxinn að hrygna með villtum laxi svo að erfðablöndun eigi sér stað. En til þess er eldislaxinn mættur í árnar. Hann gengur árnar í þeim eina tilgangi að hrygna og það mun hann gera. Það er einmitt þess vegna sem bændur og landeigendur hafa þurft að grípa til róttækra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir skaðann. Ef að þessir laxar eru svona lélegir í að fjölga sér, hvernig stendur á því að 70% af laxastofnum í Noregi eru erfðablandaðir og stofnar þar að hruni komnir? Þarna er verið að slá ryki í augun á fólki og svona sefjun er ekki réttlætanleg þegar við stöndum hér í miðjum umhverfishamförum. Áhættumat erfðablöndunar Framkvæmdastjóri SFS talar ítrekað um áhættumat erfðablöndunar sem einhvers konar vísindi. Það er alrangt. Áhættumatið er einfaldlega líkan sem sett var fram af Hafrannsóknastofnun án nokkurra prófana. Síðar hefur komið á daginn að áhættumatið er haldið verulegum ágöllum og segir engan veginn til um áhættuna af því eldi sem við búum við í dag. Skemmst er að minnast úttektar Alþjóðahafrannsóknaráðsins frá því fyrr á þessu ári þar sem ráðið komst að þeirri niðurstöðu að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hversu mikið magn af frjóum eldislaxi megi ala í kvíum hér við land, án þess að villtum laxastofnum sé spillt, sé ekki í samræmi við varúðarnálgun. Þessi niðurstaða er gríðarlegur áfellisdómur á áhættumatið og vinnu Hafrannsóknastofnunar og staðfestir að hér er ekki um nein vísindi að ræða. Enda er það svo að allt sem átti ekki að geta gerst samkvæmt áhættumatinu hefur nú gerst, og það oftar en einu sinni. Ekki þarf að horfa lengra en til Hrútafjarðarár, þar sem að erfðablöndun er komin í a.m.k. 11%. Grundvallaratriðið er að hvergi í heiminum hefur tekist að stunda sjókvíaeldi í stórum stíl án þess að það hafi haft veruleg neikvæð áhrif á villta laxastofna og náttúru. Þó að við á Íslandi teljum okkur geta gert allt betur en aðrir þá er ég ansi hræddur um að það sé ekki raunin. Við erum að stefna í sömu átt og Noregur með okkar laxastofna. Lærum af reynslunni og byggjum upp traust? Framkvæmdastjórinn kemur inn á það að við eigum að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Hvernig á það að vera hægt ef að sömu mistökin gerast aftur og aftur og okkur er bara sagt að slaka á og anda rólega. Sjókvíaeldisiðnaðurinn og hagsmunaverðir hans hafa gert allt í sínu valdi til þess að skaða traust þjóðarinnar á þessari starfsemi sinni eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Þá neitar iðnaðurinn að læra af mistökum sínum og þess vegna erum við í þessari aðstöðu nú. Við munum ekki anda rólega á meðan strokulaxar af framandi uppruna synda upp í árnar okkar og ógna villta laxinum og okkar lífsviðurværi. Nei, við munum ekki anda rólega, meðan húsið brennur. Höfundur er formaður Veiðifélags Miðfirðinga.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun