„Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. ágúst 2025 20:32 Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. vísir/ívar Dagskrá Menningarnætur tekur breytingum í ár til að bregðast við harmleik sem skók þjóðina í fyrra. Fólk er hvatt til passa upp á hvert annað og flykkjast í miðbæ Reykjavíkur í bleikum klæðum til að heiðra minningu Bryndísar Klöru. Sérstakur blaðamannafundur fór fram í morgun til að kynna aukna gæslu á Menningarnótt í skugga voveiflegs atburðar fyrir ári síðan. Þá var Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk. Biðlað til fólks að mæta í bleiku Atvikið skók þjóðina og hefur komið af stað vitundarvakningu um ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnað til átaksins Riddarar kærleikans og þá hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir Vertu klár í aðdraganda Menningarnætur. „Menningarnótt er fjölskylduhátíð og er kannski eitthvað sem við eigum að gera saman sem fjölskylda. Samfélagið á að virka sem ein heild og við eigum svolítið að hugsa um hvort annað og ef við sjáum einhvern í vanda þá eigum við að veita hjálparhönd,“ sagði Daníel Óskar Jóhannesson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg sem hefur leitt verkefnið Vertu klár. Vinkonur Bryndísar hafa hvatt fólk til að flykkjast í miðbæinn í bleikum klæðum henni til heiðurs. Borgarstjóri var klædd í bleikt frá toppi til táar á fundinum í morgun. Hún tilkynnti að mínútu þögn verði á hátíðinni og hvatti fólk til að mála bæinn bleikan. „Við hvetjum fólk líka til að huga að þeim sem að kannski hafa það ekki svo gott og eru ekki jafn kátir og glaðir eins og ættingjar hennar og vinir hafa sagt að hún hafi verið. Því það á engum að líða þannig að hann sé út undan eða einn í samfélaginu. Við viljum auðvitað líka koma í veg fyrir ofbeldi og það má líka hugsa hlýtt til þessa unga drengs sem framdi þennan hræðilega verknað. Ég efast ekki um að við sem samfélag berum líka ábyrgð á honum,“ Sagði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Unglingar með drykk verði færðir í athvarf Dagskránni lýkur klukkutíma fyrr en síðustu ár sem lögreglan tekur fagnandi. „Við verðum með aukin viðbúnað. Við verðum með fleiri menn í bænum. Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna en við höfum gert. Við munum taka á unglingadrykkju. Ef unglingar eru með áfengi með sér þá munum við taka það af þeim á staðnum og hella því niður og færa unglinga í athvarf,“ sagði Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Aukinn viðbúnaður verður einnig að dagskrá lokinni. „Þetta situr í okkur öllum. Það er engin spurning og við tökum klárlega mið af þessu. Þetta er atburður sem við viljum ekki sjá gerast hjá okkur og ekki heldur þessar hræðilegu afleiðingar.“ Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Sérstakur blaðamannafundur fór fram í morgun til að kynna aukna gæslu á Menningarnótt í skugga voveiflegs atburðar fyrir ári síðan. Þá var Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk. Biðlað til fólks að mæta í bleiku Atvikið skók þjóðina og hefur komið af stað vitundarvakningu um ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnað til átaksins Riddarar kærleikans og þá hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir Vertu klár í aðdraganda Menningarnætur. „Menningarnótt er fjölskylduhátíð og er kannski eitthvað sem við eigum að gera saman sem fjölskylda. Samfélagið á að virka sem ein heild og við eigum svolítið að hugsa um hvort annað og ef við sjáum einhvern í vanda þá eigum við að veita hjálparhönd,“ sagði Daníel Óskar Jóhannesson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg sem hefur leitt verkefnið Vertu klár. Vinkonur Bryndísar hafa hvatt fólk til að flykkjast í miðbæinn í bleikum klæðum henni til heiðurs. Borgarstjóri var klædd í bleikt frá toppi til táar á fundinum í morgun. Hún tilkynnti að mínútu þögn verði á hátíðinni og hvatti fólk til að mála bæinn bleikan. „Við hvetjum fólk líka til að huga að þeim sem að kannski hafa það ekki svo gott og eru ekki jafn kátir og glaðir eins og ættingjar hennar og vinir hafa sagt að hún hafi verið. Því það á engum að líða þannig að hann sé út undan eða einn í samfélaginu. Við viljum auðvitað líka koma í veg fyrir ofbeldi og það má líka hugsa hlýtt til þessa unga drengs sem framdi þennan hræðilega verknað. Ég efast ekki um að við sem samfélag berum líka ábyrgð á honum,“ Sagði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Unglingar með drykk verði færðir í athvarf Dagskránni lýkur klukkutíma fyrr en síðustu ár sem lögreglan tekur fagnandi. „Við verðum með aukin viðbúnað. Við verðum með fleiri menn í bænum. Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna en við höfum gert. Við munum taka á unglingadrykkju. Ef unglingar eru með áfengi með sér þá munum við taka það af þeim á staðnum og hella því niður og færa unglinga í athvarf,“ sagði Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Aukinn viðbúnaður verður einnig að dagskrá lokinni. „Þetta situr í okkur öllum. Það er engin spurning og við tökum klárlega mið af þessu. Þetta er atburður sem við viljum ekki sjá gerast hjá okkur og ekki heldur þessar hræðilegu afleiðingar.“
Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira