Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar 21. ágúst 2025 09:02 Það var eiginlega bara tímaspursmál hvenær stjórnmálamenn kæmu fram og gerðu tilraun til að eyðileggja Matsferil, væntanlegt mælitæki MMS. Skólarnir fengu ekki einu sinni að byrja áður en bæjarstjórinn í Kópavogi var stokkinn fram á völlinn og hrópaði af Hamraborginni að í hans bæ héti mælitækið samræmt próf, sem eins og nafnið gefur til kynna, væri í senn bjarghringur og markúsarnet sökkvandi skólakerfis. Bæjarstjórinn hefur hugsað sér að verða einhvers konar Víglundur verkstjóri menntakerfisins. Inni á kontór á bæjarskrifstofunni ætlar hann að sitja haukfránn með bæði augun á teljurunum sem mæla öll mikilvæg handtök og allar hugsanir sem ná máli í skólum bæjarins. Tími slugsanna er liðinn því bæjarstjórinn boðar að loks sé stiginn fram bæjarstjórn sem raunverulega hafi áhuga á menntamálum og muni vaka yfir kennurum með foreldrasamfélagið á háhesti. Kópavogspólitíkin er líka búin að finna lausn á kennaraskorti – og hefur áttað sig á því að þú þarft eiginlega enga kennara ef búið er að ákveða hvað eigi að kenna hvenær og hvar. Það sé eiginlega nóg að ákveða að miðvikudaginn 24. september skuli öll ellefu ára börn í sveitarfélaginu öðlast skilning á því hver sé munurinn á atviksorði og lýsingarorði. Það mætti jafnvel hugsa sér að í horni hverrar stofu í hverjum skóla verði settur upp skjár og hátalari og svo birtist bæjarstjórinn í öllu sínu veldi þar sem hann þylur upp lexíurnar. Síðan má henda krökkunum í próf í Námfúsi og bæjarstjórinn hallar sér svo aftur og horfir á mælanna. Bæjarstjórnin í Kópavogi þykist vera frjálslynd. En það er íslenskt frjálslyndi. Þversagnarkennt frjálslyndi. Það er frjálslyndi þeirra sem vilja til dæmis ekki leyfa frjálsar veiðar á fiski vegna þess að slík samkeppni leiði til þess að ágóðinn verði minni því stöðugt muni þurfa að fórna gróða fyrir samkeppnisstöðu. Bæjarstjórinn áttar sig engan veginn á því að afleiðing þess að misnota með þessum hætti matsferil eru alvarlegar. Og það er óþarfi. Vel þekkt staðreynd um íslenskt skólakerfi að sú að fleiri nemendur tóku þátt í lesferli (sem ekki var skylda) en samræmdum prófum (sem voru skylda). Í Kópavogi hefur heillengi verið hægt að beita snemmtækri íhlutun vegna nemenda út frá niðurstöðum í lesferli og mati í 4. og 7. bekk. Það er ekkert sem skyndilega verður nú hægt að gera vegna þess að bæjarstjórinn vill ganga í augun á vindbelgjum og gefa þeim samræmdu prófin sín. Ég get skellt mér í sund í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval. Og bæjarstjórinn í Kópavogi getur látið sem matsferill sé það sama og samræmd próf en prófin munu samt ekki prófa með brotabrot af því sem því sem foreldrar í Kópavogi halda að um sé að ræða.Það sem mun hins vegar örugglega gerast er þetta: Slakir nemendur, nemendur með greiningar, nemendur af erlendum uppruna, nemendur sem mest þurfa á skólanum sínum að halda munu ekki vera sérlega velkomnir í bekki eða skóla. Slíkir nemendur eiga á hættu, eðli máls samkvæmt, að lenda röngu megin meðaltals og það verður enginn sérstakur áhugi á því að fá slíka nemendur inn í stofu þar sem þorskhausateljari bæjarstjórans tikkar – til þess að bæjarstjórinn geti síðan sent foreldrum viðkomandi bekkjar bréf og sagt að meðaltalið þar sé ekki gott. Jaðarsetning viðkvæmra nemenda er á öllum tímum og í öllum löndum afleiðing menntapólitíkur eins og þeirrar sem Kópavogur er að setja á dagskrá. Þá munu prófin skerða nám. Alveg eins og útgerðarmaður myndi kaupa þotuhreyfil og mylja örvandi efni út í skipskostinn ef hann væri að keppa við aðra í fullkomnu samkeppnisumhverfi, munu áherslur skóla í Kópavogi færast inn á það sem er mælt. Það er fjölmargt sem MMS er ekki að fara að mæla með matsferli og getur ekki mælt – og það var aldrei hugmyndin að hann yrði að einhverskonar þungamiðju alls náms. Það mun samt gerast þegar skólar verða settir í gapastokka á grundvelli þessa einfalda mælitækis. Þetta er álíka gáfulegt og að setja rimla í skólastofurnar og segja nemendum að naga þá því bæjarstjórinn hefur frétt það einhversstaðar að járn sé gott fyrir blóðið. Loks mun Kópavogur tapa stöðu sinni sem leiðandi sveitarfélag á landsvísu. Skólarnir þar eru góðir og hafa lengi verið góðir. Nemendur voru mjög háir á samræmdum prófum en ekki vegna þess að bæjarstjórinn hefði misst vitið og krýnt sig einræðisherra menntunar – heldur vegna þess að þar hafa farið saman góðir skólamenn, góðir foreldrar og góð börn. Oft hafa kennarar í nágrannasveitarfélögunum horft yfir lækinn og hugsað sér að það sé gott að kenna í Kópavogi. Bæjarstjórinn er í einhverskonar herferð til að sjá til þess að svo verði ekki. Í stað þess ætlar hún að breyta stöndugum og rótgrónum skólum í ómerkilegar niðursuðuverksmiðjur. Það mun skólafólk ekki láta bjóða sér og ef bæjarstjórinn fær ekki uppreisn beint í andlitið … þá gerist aðeins eitt. Fólkið sem raunverulega hefur vit á menntamálum og hæfni á því sviði mun þakka fyrir sig og yfirgefa sviðið. Svona skrípaleikur er fyrir neðan virðingu góðra skóla. Góðir skólar eru ekki sjálfsagðir og góð menntun er það ekki heldur og það þarf ekki marga vonda stjórnmálamenn til að skemma hvort tveggja. Ég vona að Kópavogsleiðinn leggi ekki fúla leið sína yfir fleiri sveitarfélög en óttast það versta. Það er enginn skortur á vondum stjórnmálamönnum á Íslandi. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla- og menntamál Grunnskólar Kópavogur Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það var eiginlega bara tímaspursmál hvenær stjórnmálamenn kæmu fram og gerðu tilraun til að eyðileggja Matsferil, væntanlegt mælitæki MMS. Skólarnir fengu ekki einu sinni að byrja áður en bæjarstjórinn í Kópavogi var stokkinn fram á völlinn og hrópaði af Hamraborginni að í hans bæ héti mælitækið samræmt próf, sem eins og nafnið gefur til kynna, væri í senn bjarghringur og markúsarnet sökkvandi skólakerfis. Bæjarstjórinn hefur hugsað sér að verða einhvers konar Víglundur verkstjóri menntakerfisins. Inni á kontór á bæjarskrifstofunni ætlar hann að sitja haukfránn með bæði augun á teljurunum sem mæla öll mikilvæg handtök og allar hugsanir sem ná máli í skólum bæjarins. Tími slugsanna er liðinn því bæjarstjórinn boðar að loks sé stiginn fram bæjarstjórn sem raunverulega hafi áhuga á menntamálum og muni vaka yfir kennurum með foreldrasamfélagið á háhesti. Kópavogspólitíkin er líka búin að finna lausn á kennaraskorti – og hefur áttað sig á því að þú þarft eiginlega enga kennara ef búið er að ákveða hvað eigi að kenna hvenær og hvar. Það sé eiginlega nóg að ákveða að miðvikudaginn 24. september skuli öll ellefu ára börn í sveitarfélaginu öðlast skilning á því hver sé munurinn á atviksorði og lýsingarorði. Það mætti jafnvel hugsa sér að í horni hverrar stofu í hverjum skóla verði settur upp skjár og hátalari og svo birtist bæjarstjórinn í öllu sínu veldi þar sem hann þylur upp lexíurnar. Síðan má henda krökkunum í próf í Námfúsi og bæjarstjórinn hallar sér svo aftur og horfir á mælanna. Bæjarstjórnin í Kópavogi þykist vera frjálslynd. En það er íslenskt frjálslyndi. Þversagnarkennt frjálslyndi. Það er frjálslyndi þeirra sem vilja til dæmis ekki leyfa frjálsar veiðar á fiski vegna þess að slík samkeppni leiði til þess að ágóðinn verði minni því stöðugt muni þurfa að fórna gróða fyrir samkeppnisstöðu. Bæjarstjórinn áttar sig engan veginn á því að afleiðing þess að misnota með þessum hætti matsferil eru alvarlegar. Og það er óþarfi. Vel þekkt staðreynd um íslenskt skólakerfi að sú að fleiri nemendur tóku þátt í lesferli (sem ekki var skylda) en samræmdum prófum (sem voru skylda). Í Kópavogi hefur heillengi verið hægt að beita snemmtækri íhlutun vegna nemenda út frá niðurstöðum í lesferli og mati í 4. og 7. bekk. Það er ekkert sem skyndilega verður nú hægt að gera vegna þess að bæjarstjórinn vill ganga í augun á vindbelgjum og gefa þeim samræmdu prófin sín. Ég get skellt mér í sund í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval. Og bæjarstjórinn í Kópavogi getur látið sem matsferill sé það sama og samræmd próf en prófin munu samt ekki prófa með brotabrot af því sem því sem foreldrar í Kópavogi halda að um sé að ræða.Það sem mun hins vegar örugglega gerast er þetta: Slakir nemendur, nemendur með greiningar, nemendur af erlendum uppruna, nemendur sem mest þurfa á skólanum sínum að halda munu ekki vera sérlega velkomnir í bekki eða skóla. Slíkir nemendur eiga á hættu, eðli máls samkvæmt, að lenda röngu megin meðaltals og það verður enginn sérstakur áhugi á því að fá slíka nemendur inn í stofu þar sem þorskhausateljari bæjarstjórans tikkar – til þess að bæjarstjórinn geti síðan sent foreldrum viðkomandi bekkjar bréf og sagt að meðaltalið þar sé ekki gott. Jaðarsetning viðkvæmra nemenda er á öllum tímum og í öllum löndum afleiðing menntapólitíkur eins og þeirrar sem Kópavogur er að setja á dagskrá. Þá munu prófin skerða nám. Alveg eins og útgerðarmaður myndi kaupa þotuhreyfil og mylja örvandi efni út í skipskostinn ef hann væri að keppa við aðra í fullkomnu samkeppnisumhverfi, munu áherslur skóla í Kópavogi færast inn á það sem er mælt. Það er fjölmargt sem MMS er ekki að fara að mæla með matsferli og getur ekki mælt – og það var aldrei hugmyndin að hann yrði að einhverskonar þungamiðju alls náms. Það mun samt gerast þegar skólar verða settir í gapastokka á grundvelli þessa einfalda mælitækis. Þetta er álíka gáfulegt og að setja rimla í skólastofurnar og segja nemendum að naga þá því bæjarstjórinn hefur frétt það einhversstaðar að járn sé gott fyrir blóðið. Loks mun Kópavogur tapa stöðu sinni sem leiðandi sveitarfélag á landsvísu. Skólarnir þar eru góðir og hafa lengi verið góðir. Nemendur voru mjög háir á samræmdum prófum en ekki vegna þess að bæjarstjórinn hefði misst vitið og krýnt sig einræðisherra menntunar – heldur vegna þess að þar hafa farið saman góðir skólamenn, góðir foreldrar og góð börn. Oft hafa kennarar í nágrannasveitarfélögunum horft yfir lækinn og hugsað sér að það sé gott að kenna í Kópavogi. Bæjarstjórinn er í einhverskonar herferð til að sjá til þess að svo verði ekki. Í stað þess ætlar hún að breyta stöndugum og rótgrónum skólum í ómerkilegar niðursuðuverksmiðjur. Það mun skólafólk ekki láta bjóða sér og ef bæjarstjórinn fær ekki uppreisn beint í andlitið … þá gerist aðeins eitt. Fólkið sem raunverulega hefur vit á menntamálum og hæfni á því sviði mun þakka fyrir sig og yfirgefa sviðið. Svona skrípaleikur er fyrir neðan virðingu góðra skóla. Góðir skólar eru ekki sjálfsagðir og góð menntun er það ekki heldur og það þarf ekki marga vonda stjórnmálamenn til að skemma hvort tveggja. Ég vona að Kópavogsleiðinn leggi ekki fúla leið sína yfir fleiri sveitarfélög en óttast það versta. Það er enginn skortur á vondum stjórnmálamönnum á Íslandi. Höfundur er kennari.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar