Wirtz strax kominn á hættusvæði Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2025 09:07 Á að halda Florian Wirtz eða selja? Strákarnir í Fantasýn hafa mikla reynslu af fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar og sögðu sína skoðun. Getty/Sýn Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hafa um margt að hugsa eftir fyrstu umferðina, til að mynda varðandi nýju Liverpool-stjörnuna Florian Wirtz, og þá er gott að geta leitað til sérfræðinga í þessum skemmtilega leik. Strákarnir í Fantasýn-hlaðvarpinu, þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban, rýndu í það sem á gekk í fyrstu umferð í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. Þeir hvöttu fólk eindregið til að halda að sér höndum og bregðast ekki of harkalega við eftir fyrstu leikvikuna. Þó eru strax uppi efasemdir um að Wirtz standi undir sínum verðmiða í leiknum sem 8,5 milljóna punda miðjumaður. Hann sló að minnsta kosti ekki í gegn í fyrsta leik, í 4-2 sigrinum gegn Bournemouth: „Hann var mjög vinsæll og ég er með hann í mínu liði. En þetta var fyrsta tilfinningin á þessu tímabili þar sem maður hugsaði: „Æ, hvað var ég að hugsa?“,“ sagði Albert í þættinum. „Hann er á 8,5, ekki með vítin og var ekki að ógna mikið í þessum leik. Mér fannst hann ekki hrikalegur í þessum leik en ég veit um marga aðra, sem horfðu ekki á þetta með mínum Liverpool-gleraugum, sem fannst hann alveg hrikalegur,“ sagði Albert sem ætlar ekki að selja Wirtz, að minnsta kosti ekki strax. „Ég sá einhver gæði þarna sem ég hef trú á. Auðvitað vonar maður að maður sjái eitthvað í honum þegar Liverpool er að borga svona gríðarháa upphæð fyrir leikmann. En hann er leikmaður sem er kominn á hættusvæði hjá mér. Ég gef honum klárlega næsta leik en ef hann sýnir ekki fleiri jákvæð merki þá fer ég að endurskoða stöðuna,“ sagði Albert en hér að neðan má sjá liðið sem hann tefldi fram í fyrstu umferð. View this post on Instagram A post shared by Fantasýn (@fantasynpod) Hægt er að skrá sig í leikinn með því að smella hér og fara þátttakendur sjálfkrafa í Sýn Sport deildina þar sem vinningar verða veittir í hverjum mánuði. Hér má svo finna heimavöll Fantasýn en strákarnir eru líka á Instagram og X og veita þar einnig ráðleggingar. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03 Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira
Strákarnir í Fantasýn-hlaðvarpinu, þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban, rýndu í það sem á gekk í fyrstu umferð í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. Þeir hvöttu fólk eindregið til að halda að sér höndum og bregðast ekki of harkalega við eftir fyrstu leikvikuna. Þó eru strax uppi efasemdir um að Wirtz standi undir sínum verðmiða í leiknum sem 8,5 milljóna punda miðjumaður. Hann sló að minnsta kosti ekki í gegn í fyrsta leik, í 4-2 sigrinum gegn Bournemouth: „Hann var mjög vinsæll og ég er með hann í mínu liði. En þetta var fyrsta tilfinningin á þessu tímabili þar sem maður hugsaði: „Æ, hvað var ég að hugsa?“,“ sagði Albert í þættinum. „Hann er á 8,5, ekki með vítin og var ekki að ógna mikið í þessum leik. Mér fannst hann ekki hrikalegur í þessum leik en ég veit um marga aðra, sem horfðu ekki á þetta með mínum Liverpool-gleraugum, sem fannst hann alveg hrikalegur,“ sagði Albert sem ætlar ekki að selja Wirtz, að minnsta kosti ekki strax. „Ég sá einhver gæði þarna sem ég hef trú á. Auðvitað vonar maður að maður sjái eitthvað í honum þegar Liverpool er að borga svona gríðarháa upphæð fyrir leikmann. En hann er leikmaður sem er kominn á hættusvæði hjá mér. Ég gef honum klárlega næsta leik en ef hann sýnir ekki fleiri jákvæð merki þá fer ég að endurskoða stöðuna,“ sagði Albert en hér að neðan má sjá liðið sem hann tefldi fram í fyrstu umferð. View this post on Instagram A post shared by Fantasýn (@fantasynpod) Hægt er að skrá sig í leikinn með því að smella hér og fara þátttakendur sjálfkrafa í Sýn Sport deildina þar sem vinningar verða veittir í hverjum mánuði. Hér má svo finna heimavöll Fantasýn en strákarnir eru líka á Instagram og X og veita þar einnig ráðleggingar.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03 Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03