Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2025 10:55 Um 77 prósent barna í Tógó eru beitt líkamlegu ofbeldi í refsingarskyni. Getty/Anadolu/Omer Urer Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru börn sem beitt eru líkamlegu ofbeldi í refsingarskyni 24 prósent ólíklegri til að fylgja kúrfu þega kemur að þroska. Niðurstöðurnar byggja á rannsókn sem gerð var í 49 efnaminni ríkjum heims en áætlað er að allt að 1,2 milljarður barna um allan heim sé beittur ofbeldi í refsingarskyni á ári hverju. Hugtakið „corporal punishment“ nær, samkvæmt WHO, til allra refsinga þar sem líkamlegu afli er beitt til að valda óþægindum eða sársauka. „Það liggja nú fyrir yfirgnæfandi vísindaleg gögn sem sýna að líkamlegar refsingar hafa í för með sér margþætta áhættu þegar kemur að heilsu barna,“ hefur Guardian eftir Etienne Krug, framkvæmdastjóra heilbrigðisþátta og forvarna hjá WHO. Hann segir ofbeldið ekki hafa nein jákvæð áhrif á hegðun, þroska eða velferð barna, né til hagsbóta fyrir foreldra né samfélagið. Börn sem beitt eru líkamlegu ofbeldi í refsingarskyni eru líklegri til að upplifa kvíða, þunglyndi og tillfinningalegan óstöðugleika, auk þess að hafa lélegra sjálfsmat. Þessir þættir geta síðar leitt til vímuefnaneyslu, ofbeldishegðunar og sjálfsvíga. Í Afríku og Mið-Ameríku eru 70 prósent barna beitt líkamlegu ofbeldi í refsingarskyni í skóla, einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru 77 prósent barna á aldrinum tveggja til fjórtán ára beitt líkamlegum refsingum í Tógó, 64 prósent í Sierra Leone, 63 prósent í Serbíu, 32 prósent í Úkraínu og 30 prósent í Kasakstan. Sextíu og átta ríki hafa bannað líkamlegt ofbeldi gegn börnum í refsingarskyni, þeirra á meðal Ísland. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Sjá meira
Niðurstöðurnar byggja á rannsókn sem gerð var í 49 efnaminni ríkjum heims en áætlað er að allt að 1,2 milljarður barna um allan heim sé beittur ofbeldi í refsingarskyni á ári hverju. Hugtakið „corporal punishment“ nær, samkvæmt WHO, til allra refsinga þar sem líkamlegu afli er beitt til að valda óþægindum eða sársauka. „Það liggja nú fyrir yfirgnæfandi vísindaleg gögn sem sýna að líkamlegar refsingar hafa í för með sér margþætta áhættu þegar kemur að heilsu barna,“ hefur Guardian eftir Etienne Krug, framkvæmdastjóra heilbrigðisþátta og forvarna hjá WHO. Hann segir ofbeldið ekki hafa nein jákvæð áhrif á hegðun, þroska eða velferð barna, né til hagsbóta fyrir foreldra né samfélagið. Börn sem beitt eru líkamlegu ofbeldi í refsingarskyni eru líklegri til að upplifa kvíða, þunglyndi og tillfinningalegan óstöðugleika, auk þess að hafa lélegra sjálfsmat. Þessir þættir geta síðar leitt til vímuefnaneyslu, ofbeldishegðunar og sjálfsvíga. Í Afríku og Mið-Ameríku eru 70 prósent barna beitt líkamlegu ofbeldi í refsingarskyni í skóla, einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru 77 prósent barna á aldrinum tveggja til fjórtán ára beitt líkamlegum refsingum í Tógó, 64 prósent í Sierra Leone, 63 prósent í Serbíu, 32 prósent í Úkraínu og 30 prósent í Kasakstan. Sextíu og átta ríki hafa bannað líkamlegt ofbeldi gegn börnum í refsingarskyni, þeirra á meðal Ísland.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Sjá meira