Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 21. ágúst 2025 17:01 Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku. Í slíkum veruleika eru almenningsbókasöfn sannarlega félagslegar perlur; opin, gjaldfrjáls og aðgengileg rými þar sem hægt er að njóta, læra og tilheyra án þess að greiða aðgangseyri. Bókasöfnin eru eins og vin í kapítalískri eyðimörk. Draumsýn eða daglegt aðgengi? Ef hugmyndin um almenningsbókasöfn væri kynnt í dag, myndu margir eflaust líta á hana sem óraunhæfa sósíalíska draumsýn. Bókasafnskortið veitir aðgang að fjölbreyttu efni. Það er ókeypis fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og þau sem eru á endurhæfingarlífeyri, annars kostar bókasafnskortið 3.200 krónur á ári. Meira en bara bækur Í hillum safnanna má finna allt frá skáldsögum og ljóðum til matreiðslubóka, myndasagna og tímarita. Allt þetta má lesa á staðnum eða taka að láni með sér heim. Þá er einnig hægt að fá tónlist og kvikmyndir lánaðar. Í safninu er jafnframt sístækkandi borðspilasafn til útláns, með fjölbreyttu úrvali borðspila fyrir alla aldurshópa: börn, ungmenni og fullorðna. Félagsleg rými í þínu nærumhverfi Borgarbókasöfn Reykjavíkur eru átta talsins og eru staðsett víða um borgina: í Árbæ, Breiðholti, miðbænum, Kjalarnesi, Kringlunni, Laugardal, Grafarvogi og Úlfarsárdal. Almenningsbókasöfn eru mikilvæg félagsleg rými þar sem hægt er að sækja sér þekkingu, fræðslu, afþreyingu og samveru. Boðið er upp á fjölskyldumorgna og fjölbreyttar sögustundir fyrir börn á öllum aldri. Menning og sköpun Menningarnótt nálgast óðum og þá verða haldnir spennandi viðburðir, svo sem barmmerkjagerð, ratleikur, teikninámskeið, salsakennsla og hljóðlaust diskótek. Allt árið um kring eru haldnir fjölbreyttir og ókeypis viðburðir eins og: ·sýningar ·fræðsluviðburðir ·vinnustofur Fríbúð og fjölbreytt þjónusta Fríbúðin í Borgarbókasafninu Gerðubergi hefur vakið mikla lukku. Þangað má koma með hluti í góðu ástandi sem nýtast ekki lengur og taka heim með sér það sem vantar. Í Fríbúðinni má finna ýmislegt nytsamlegt og úrvalið er breytilegt eftir dögum og árstíðum. Almenningsbókasöfn Reykjavíkurborgar bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Upp á síðkastið hef ég heimsótt þau nokkur og það sem höfðaði mest til mín, fyrir utan allar bækurnar, voru vinnuherbergin í Spönginni og plöntuskiptin í Árbæ. Ég hlakka til að heimsækja fleiri söfn. Almenningsbókasöfn eru algjörar perlur í okkar samfélagi og ég hvet þig eindregið til að kynna þér starfsemi Borgarbókasafnsins í þínu nærumhverfi. Bókasafnið gæti komið þér skemmtilega á óvart. Höfundur er sósíalískur borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Bókasöfn Reykjavík Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku. Í slíkum veruleika eru almenningsbókasöfn sannarlega félagslegar perlur; opin, gjaldfrjáls og aðgengileg rými þar sem hægt er að njóta, læra og tilheyra án þess að greiða aðgangseyri. Bókasöfnin eru eins og vin í kapítalískri eyðimörk. Draumsýn eða daglegt aðgengi? Ef hugmyndin um almenningsbókasöfn væri kynnt í dag, myndu margir eflaust líta á hana sem óraunhæfa sósíalíska draumsýn. Bókasafnskortið veitir aðgang að fjölbreyttu efni. Það er ókeypis fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og þau sem eru á endurhæfingarlífeyri, annars kostar bókasafnskortið 3.200 krónur á ári. Meira en bara bækur Í hillum safnanna má finna allt frá skáldsögum og ljóðum til matreiðslubóka, myndasagna og tímarita. Allt þetta má lesa á staðnum eða taka að láni með sér heim. Þá er einnig hægt að fá tónlist og kvikmyndir lánaðar. Í safninu er jafnframt sístækkandi borðspilasafn til útláns, með fjölbreyttu úrvali borðspila fyrir alla aldurshópa: börn, ungmenni og fullorðna. Félagsleg rými í þínu nærumhverfi Borgarbókasöfn Reykjavíkur eru átta talsins og eru staðsett víða um borgina: í Árbæ, Breiðholti, miðbænum, Kjalarnesi, Kringlunni, Laugardal, Grafarvogi og Úlfarsárdal. Almenningsbókasöfn eru mikilvæg félagsleg rými þar sem hægt er að sækja sér þekkingu, fræðslu, afþreyingu og samveru. Boðið er upp á fjölskyldumorgna og fjölbreyttar sögustundir fyrir börn á öllum aldri. Menning og sköpun Menningarnótt nálgast óðum og þá verða haldnir spennandi viðburðir, svo sem barmmerkjagerð, ratleikur, teikninámskeið, salsakennsla og hljóðlaust diskótek. Allt árið um kring eru haldnir fjölbreyttir og ókeypis viðburðir eins og: ·sýningar ·fræðsluviðburðir ·vinnustofur Fríbúð og fjölbreytt þjónusta Fríbúðin í Borgarbókasafninu Gerðubergi hefur vakið mikla lukku. Þangað má koma með hluti í góðu ástandi sem nýtast ekki lengur og taka heim með sér það sem vantar. Í Fríbúðinni má finna ýmislegt nytsamlegt og úrvalið er breytilegt eftir dögum og árstíðum. Almenningsbókasöfn Reykjavíkurborgar bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Upp á síðkastið hef ég heimsótt þau nokkur og það sem höfðaði mest til mín, fyrir utan allar bækurnar, voru vinnuherbergin í Spönginni og plöntuskiptin í Árbæ. Ég hlakka til að heimsækja fleiri söfn. Almenningsbókasöfn eru algjörar perlur í okkar samfélagi og ég hvet þig eindregið til að kynna þér starfsemi Borgarbókasafnsins í þínu nærumhverfi. Bókasafnið gæti komið þér skemmtilega á óvart. Höfundur er sósíalískur borgarfulltrúi.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun