Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 12:00 Leikur Stjörnunnar og FH líktist borðtennisleik að sögn þjálfara Stjörnunnar. vísir Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gærkvöldi og fjögur mörk voru skoruð í þeim báðum. Þór/KA valtaði yfir FHL og vann 4-0 en Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við FH eftir að hafa komist tvisvar yfir. Mörkin má sjá hér fyrir neðan. Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Stjarnan komst tvisvar yfir gegn FH en þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli í leik sem þjálfari liðsins líkti við borðtennisleik. Birna Jóhannsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu eftir fyrirgjöf Úlfu Dísar Kreye. FH jafnaði metin á 76. mínútu þegar Arna Eiríksdóttir skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Varamenn beggja liða komu svo af krafti inn í leikinn. Snædís María Jörundsdóttir kom Stjörnunni aftur yfir á 82. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Berglind Freyja Hlynsdóttir leikinn. FH situr í 2. sæti eftir leikinn með 32 stig, fimm stigum á eftir Breiðabliki. Stjarnan er í 6. sæti með 16 stig, rétt fyrir ofan liðin á fallsætunum. Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Þór/KA valtaði yfir nýliða FHL og fagnaði sínum fyrsta sigri í slétta tvo mánuði. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu leiksins að Þór/KA var mætt til leiks af fullum þunga. Þær uppskáru hornspyrnu eftir rúma eina mínútu og úr henni kom fyrsta mark leiksins. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir endaði þá með boltann í teignum og átti skot í slána og niður áður en boltanum var komið í burtu en aðstoðardómarinn vel vakandi og dæmdi mark þar sem boltinn hafði dottið inn fyrir marklínuna. Eftir tuttugu mínútna leik tvöfaldaði Karen María Sigurgeirsdóttir forystu heimakvenna með hnitmiðuðu skoti langt fyrir utan teig. Snemma í síðari hálfleik bætti hin markaóða Sandra María við þriðja markinu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri frá Huldu Ósk. Á sjötugustu mínútu fengu heimakonur víti þegar Sandra María var rifin niður innan teigs. Hún steig sjálf á punktinn en Embla Fönn í marki FHL las hana eins og opna bók og var mætt í hornið sem Sandra skaut og handsamaði boltann. Hin fimmtán ára gamla og bráðefnilega Bríet Fjóla Bjarnadóttir sá um að reka síðasta naglann í kistu FHL. Hún fékk þá boltann fyrir utan teig og smurði hann laglega upp í fjærhornið. Besta deild kvenna Stjarnan FH Þór Akureyri KA FHL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Stjarnan komst tvisvar yfir gegn FH en þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli í leik sem þjálfari liðsins líkti við borðtennisleik. Birna Jóhannsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu eftir fyrirgjöf Úlfu Dísar Kreye. FH jafnaði metin á 76. mínútu þegar Arna Eiríksdóttir skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Varamenn beggja liða komu svo af krafti inn í leikinn. Snædís María Jörundsdóttir kom Stjörnunni aftur yfir á 82. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Berglind Freyja Hlynsdóttir leikinn. FH situr í 2. sæti eftir leikinn með 32 stig, fimm stigum á eftir Breiðabliki. Stjarnan er í 6. sæti með 16 stig, rétt fyrir ofan liðin á fallsætunum. Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Þór/KA valtaði yfir nýliða FHL og fagnaði sínum fyrsta sigri í slétta tvo mánuði. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu leiksins að Þór/KA var mætt til leiks af fullum þunga. Þær uppskáru hornspyrnu eftir rúma eina mínútu og úr henni kom fyrsta mark leiksins. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir endaði þá með boltann í teignum og átti skot í slána og niður áður en boltanum var komið í burtu en aðstoðardómarinn vel vakandi og dæmdi mark þar sem boltinn hafði dottið inn fyrir marklínuna. Eftir tuttugu mínútna leik tvöfaldaði Karen María Sigurgeirsdóttir forystu heimakvenna með hnitmiðuðu skoti langt fyrir utan teig. Snemma í síðari hálfleik bætti hin markaóða Sandra María við þriðja markinu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri frá Huldu Ósk. Á sjötugustu mínútu fengu heimakonur víti þegar Sandra María var rifin niður innan teigs. Hún steig sjálf á punktinn en Embla Fönn í marki FHL las hana eins og opna bók og var mætt í hornið sem Sandra skaut og handsamaði boltann. Hin fimmtán ára gamla og bráðefnilega Bríet Fjóla Bjarnadóttir sá um að reka síðasta naglann í kistu FHL. Hún fékk þá boltann fyrir utan teig og smurði hann laglega upp í fjærhornið.
Besta deild kvenna Stjarnan FH Þór Akureyri KA FHL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira