Innlent

Hlaup hafið úr Hafrafellslóni

Árni Sæberg skrifar
Hafrafellslón er á jaðri Langjökuls.
Hafrafellslón er á jaðri Langjökuls. Landhelgisgæslan

Jökullhlaup er hafið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Vatnsstaða lónsins er sögð virðast hærri nokkru sinni fyrr.

Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að hlaupið renni í farveg Svartár og þaðan í Hvítá í Borgarfirði.

„Vatnsstaða lónsins virðist hærri en nokkru sinni fyrr og því ekki hægt að útiloka að hlaupið nú verði umfangsmeira en árið 2020,“ segir í tilkynningunni. Þar er vísað til mikils skyndiflóðs sem varð úr lóninu í ágúst árið 2020, sem olli því að Hvíta barst upp á bakka sína og talsverður laxadauði varð í kjölfarið.

Veðurstofan bendir íbúum á svæðinu á að huga að mögulegum áhrifum á eignir og búfénað við bakka Hvítár. Mikil óvissa sé um þróun hlaupsins en hversu hraður rennslisvöxturinn verður ráði miklu um hámarksrennsli og útbreiðslu

Þá segir að undanfarnar vikur hafi sérfræðingar Veðurstofunnar fylgst með þróun lónsins með gervitunglamyndum. Hafrafellslón sé jaðarlón og í það safnist leysingarvatn úr jöklinum að sumarlagi. Síðast hafi umtalsvert jökulhlaup orðið úr lóninu í ágúst 2020 og annað minna hlaup sumarið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×