Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. ágúst 2025 14:01 Fjölmennt er jafnan í miðbænum á menningarnótt og ætlar lögregla að vera með mikinn viðbúnað í ár. Vísir/Daníel Þór Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun þegar menningarnótt fer fram, að sögn lögreglu. Áfengisdrykkja meðal ungmenna verði sífellt meira áberandi og slík mál koma oftar inn á borð lögreglu en áður. Í vikunni hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af hópi fimmtán ára ungmenna sem voru í annarlegu ástandi við grunnskóla í Reykjavík. Nokkur þeirra reyndust verulega ölvuð og var þeim komið heim til foreldra. Unnar Þór Bjarnason samfélagslögga segir málum sem þessum hafa fjölgað síðustu misseri. „Við höfum tekið eftir því kannski svona síðustu tvö ár að það hefur verið alveg talsverð aukning í drykkju almennt hjá þessum krökkum sem við erum að hitta eða allir sem eru undir átján ára aldri. Þetta er bara orðið það sýnilegt að þau eru ekki lengur að fela þetta. Þetta er bara kannski fyrir utan verslunarkjarna í borginni þar sem þau eru að hópast saman og eru haldandi á áfengisumbúðum og eru talsvert ölvuð.“ Hann segir ungmennin sem haft hefur verið afskipti af flest á svipuðum aldri. „Þetta er alltaf að verða yngra og yngra svona allavega mín tilfinning persónulega en hópurinn er yfirleitt svona á aldrinum fjórtán fimmtán ára en teygir sig alveg niður í þrettán ára.“ Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Ef að við erum að sjá þetta úti á götu eða við verslunarkjarna eða hvað sem er niðri í Elliðaárdal þá er þetta mun stærra en við sjáum nokkurn tímann. Við höfum alveg áhyggjur af þeirri þróun að þetta fari að verða eitthvað meira norm og fari að færa sig niður í yngri hópa.“ Ætla að reyna að sporna gegn drykkju ungmenna á menningarnótt Nokkuð var um ölvun meðal ungmenna á menningarnótt á síðasta ári. Lögreglan ætlar að taka slík mál föstum tökum á morgun þegar menningarnótt fer fram. „Það var talsverð unglingadrykkja þá og áberandi unglingadrykkja. Þannig að við höfum tekið til ýmissa ráða þetta árið til þess að reyna að sporna við því. Við ætlum að vera mjög sýnileg. Þú átt varla að geta labbað um miðbæinn án þess að sjá ekki lögreglumann eða hóp lögreglumanna eða lögreglutæki. Við ætlum að skipta okkur af ef við sjáum ungmenni sem eru með áfengi. Við ætlum að vera að hella niður og við ætlum að vera að hringja í foreldra og láta vita. Við erum með talsverðan fjölda. Við erum með fleiri lögreglumenn sem verða í gönguhópum niðri í miðbæ sýnileg og þannig vonandi náum við að grípa inn í ef við sjáum einhver ölvuð ungmenni.“ Þá segir hann skilaboð til foreldra skýr fyrir morgundaginn. „Við biðlum bara til foreldra að fara með börnunum. Ekki hleypa þeim einum niður í bæ. Fara saman niður í bæ og fara saman heim eftir skemmtunina.“ Börn og uppeldi Reykjavík Menningarnótt Lögreglan Lögreglumál Áfengi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Í vikunni hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af hópi fimmtán ára ungmenna sem voru í annarlegu ástandi við grunnskóla í Reykjavík. Nokkur þeirra reyndust verulega ölvuð og var þeim komið heim til foreldra. Unnar Þór Bjarnason samfélagslögga segir málum sem þessum hafa fjölgað síðustu misseri. „Við höfum tekið eftir því kannski svona síðustu tvö ár að það hefur verið alveg talsverð aukning í drykkju almennt hjá þessum krökkum sem við erum að hitta eða allir sem eru undir átján ára aldri. Þetta er bara orðið það sýnilegt að þau eru ekki lengur að fela þetta. Þetta er bara kannski fyrir utan verslunarkjarna í borginni þar sem þau eru að hópast saman og eru haldandi á áfengisumbúðum og eru talsvert ölvuð.“ Hann segir ungmennin sem haft hefur verið afskipti af flest á svipuðum aldri. „Þetta er alltaf að verða yngra og yngra svona allavega mín tilfinning persónulega en hópurinn er yfirleitt svona á aldrinum fjórtán fimmtán ára en teygir sig alveg niður í þrettán ára.“ Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Ef að við erum að sjá þetta úti á götu eða við verslunarkjarna eða hvað sem er niðri í Elliðaárdal þá er þetta mun stærra en við sjáum nokkurn tímann. Við höfum alveg áhyggjur af þeirri þróun að þetta fari að verða eitthvað meira norm og fari að færa sig niður í yngri hópa.“ Ætla að reyna að sporna gegn drykkju ungmenna á menningarnótt Nokkuð var um ölvun meðal ungmenna á menningarnótt á síðasta ári. Lögreglan ætlar að taka slík mál föstum tökum á morgun þegar menningarnótt fer fram. „Það var talsverð unglingadrykkja þá og áberandi unglingadrykkja. Þannig að við höfum tekið til ýmissa ráða þetta árið til þess að reyna að sporna við því. Við ætlum að vera mjög sýnileg. Þú átt varla að geta labbað um miðbæinn án þess að sjá ekki lögreglumann eða hóp lögreglumanna eða lögreglutæki. Við ætlum að skipta okkur af ef við sjáum ungmenni sem eru með áfengi. Við ætlum að vera að hella niður og við ætlum að vera að hringja í foreldra og láta vita. Við erum með talsverðan fjölda. Við erum með fleiri lögreglumenn sem verða í gönguhópum niðri í miðbæ sýnileg og þannig vonandi náum við að grípa inn í ef við sjáum einhver ölvuð ungmenni.“ Þá segir hann skilaboð til foreldra skýr fyrir morgundaginn. „Við biðlum bara til foreldra að fara með börnunum. Ekki hleypa þeim einum niður í bæ. Fara saman niður í bæ og fara saman heim eftir skemmtunina.“
Börn og uppeldi Reykjavík Menningarnótt Lögreglan Lögreglumál Áfengi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira