Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 13:25 Brennan Johnson fagnar marki sínu gegn Manchester City í dag. Getty/Shaun Botterill Tottenham Hotspur heldur áfram fullkominni byrjun sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, undir stjórn Thomas Frank, en liðið vann Manchester City á útivelli í dag, 2-0. Spurs hafa því enn ekki fengið á sig mark á leiktíðinni því þeir skelltu Burnley, 3-0, í fyrstu umferðinni þegar City vann 4-0 gegn Wolves. Bæði mörkin í dag komu í fyrri hálflfeiknum. Brennan Johnson skoraði á 37. mínútu, og hefur þar með skorað í báðum fyrstu leikjunum, en hann skoraði eftir að Richarlison renndi boltanum þvert fyrir markið. Richarlison var í fyrstu dæmdur rangstæður en eftir skoðun á myndbandi var markið dæmt gilt. Seinna markið kom svo eftir skelfileg mistök James Trafford í marki City. Hann sendi stutta sendingu innan eigin teigs sem Tottenham-menn komust í, og eftir skot Richarlison barst boltinn svo á Joao Palhinha sem skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Enski boltinn Fótbolti
Tottenham Hotspur heldur áfram fullkominni byrjun sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, undir stjórn Thomas Frank, en liðið vann Manchester City á útivelli í dag, 2-0. Spurs hafa því enn ekki fengið á sig mark á leiktíðinni því þeir skelltu Burnley, 3-0, í fyrstu umferðinni þegar City vann 4-0 gegn Wolves. Bæði mörkin í dag komu í fyrri hálflfeiknum. Brennan Johnson skoraði á 37. mínútu, og hefur þar með skorað í báðum fyrstu leikjunum, en hann skoraði eftir að Richarlison renndi boltanum þvert fyrir markið. Richarlison var í fyrstu dæmdur rangstæður en eftir skoðun á myndbandi var markið dæmt gilt. Seinna markið kom svo eftir skelfileg mistök James Trafford í marki City. Hann sendi stutta sendingu innan eigin teigs sem Tottenham-menn komust í, og eftir skot Richarlison barst boltinn svo á Joao Palhinha sem skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.