Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2025 15:43 Frá vettvangi þjófnaðarins í Mosfellsbæ. Vísir/Anton Brink Landsréttur hefur úrskurðað karlmann á fimmtugsaldri, góðkunningja lögreglunnar, í gæsluvarðhald til 27. ágúst grunaðan um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu lögreglu þess efnis. Karlmaðurinn, sem er 41 árs, gaf sig fram við lögreglu um kvöldmatarleytið á þriðjudag. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir honum á fimmtudag en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi karlmannsins, staðfestir að Landsréttur hafi snúið við úrskurðinum. Hann sagði í gær að krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald væri byggð á orðrómi. Dómari í héraði taldi í það minnsta ekki grundvöll fyrir varðhaldi. Landsréttur tók málið fyrir sólarhring síðar og komst að annarri niðurstöðu.Ekki er loku fyrir skotið að lögreglan hafi náð að leggja fram ný gögn í málinu sem hafa haft áhrif á ákvörðun Landsréttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur karlmaðurinn ítrekað komið við sögu lögreglu í stórum sakamálum undanfarin ár. Hann hefur nú þegar játað aðild að Hamraborgarmálinu svokallaða þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Maðurinn var handtekinn tveimur mánuðum eftir þjófnaðinn í Hamraborg. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eftir að litaðir peningaseðlar fundust í spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands. Maðurinn var handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Karlmaðurinn kom aftur við sögu lögreglu við umfangsmikla rannsókn á manndrápi, frelsissviptingu og peningaþvætti í svokölluðu Gufunesmáli þar sem eldri karlmanni var ráðinn bani. Hann sat í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur en var sleppt og er ekki meðal ákærðu í málinu sem verður tekið til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands í næstu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að kona á fertugsaldri hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að málinu. Í tilfelli konunnar féllst héraðsdómur á kröfu lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lykilgagn í tilfelli konunnar mynd sem náðist af bíl hennar í Mosfellsbæ nóttina sem hraðbankanum var stolið. Lögreglumál Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Tengdar fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47 Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira
Karlmaðurinn, sem er 41 árs, gaf sig fram við lögreglu um kvöldmatarleytið á þriðjudag. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir honum á fimmtudag en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi karlmannsins, staðfestir að Landsréttur hafi snúið við úrskurðinum. Hann sagði í gær að krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald væri byggð á orðrómi. Dómari í héraði taldi í það minnsta ekki grundvöll fyrir varðhaldi. Landsréttur tók málið fyrir sólarhring síðar og komst að annarri niðurstöðu.Ekki er loku fyrir skotið að lögreglan hafi náð að leggja fram ný gögn í málinu sem hafa haft áhrif á ákvörðun Landsréttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur karlmaðurinn ítrekað komið við sögu lögreglu í stórum sakamálum undanfarin ár. Hann hefur nú þegar játað aðild að Hamraborgarmálinu svokallaða þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Maðurinn var handtekinn tveimur mánuðum eftir þjófnaðinn í Hamraborg. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eftir að litaðir peningaseðlar fundust í spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands. Maðurinn var handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Karlmaðurinn kom aftur við sögu lögreglu við umfangsmikla rannsókn á manndrápi, frelsissviptingu og peningaþvætti í svokölluðu Gufunesmáli þar sem eldri karlmanni var ráðinn bani. Hann sat í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur en var sleppt og er ekki meðal ákærðu í málinu sem verður tekið til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands í næstu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að kona á fertugsaldri hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að málinu. Í tilfelli konunnar féllst héraðsdómur á kröfu lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lykilgagn í tilfelli konunnar mynd sem náðist af bíl hennar í Mosfellsbæ nóttina sem hraðbankanum var stolið.
Lögreglumál Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Tengdar fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47 Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira
Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47
Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23