Fótbolti

„Greenwood fékk annað tæki­færi en ekki sonur minn“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Veronique Rabiot, móðir og umboðsmaður Adriens Rabiot.
Veronique Rabiot, móðir og umboðsmaður Adriens Rabiot. getty/Jean Catuffe

Móðir og umboðsmaður fótboltamannsins Adriens Rabiot er ósátt við forráðamenn Marseille.

Rabiot og Jonathan Rowe voru settir á sölulista eftir að þeir slógust í búningsklefanum eftir leik gegn Rennes í frönsku úrvalsdeildinni.

Forseti Marseille, Pablo Longoria, lýsti slagsmálunum sem ofbeldisfullum og ofsafengnum og sagði ekkert annað í stöðunni en að láta leikmennina tvo fara.

Veronique Rabiot er ekki sátt með hvernig forráðamenn Marseille hafa staðið að hlutunum í máli sonar hennar.

„Þegar Mason Greenwood samdi við Marseille eftir að hafa barið kærustuna sína sagði Roberto De Zerbi [knattspyrnustjóri Marseille] að hann fengi annað tækifæri,“ sagði Veronique.

„Ég styð það að fólk fái annað tækifæri en er sonur minn sá eini sem fær það ekki?“

Rabiot gekk í raðir Marseille frá Juventus fyrir síðasta tímabil. Hann hefur leikið 53 landsleiki fyrir Frakkland og skorað sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×