Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2025 07:00 „Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB,“ ritaði Þorvaldur Ingi Jónsson, stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar, í grein sem birtist á Vísi í gær þar sem hann taldi upp ýmis atriði sem hann sagði að myndu fylgja inngöngu í Evrópusambandið og koma sér vel fyrir hérlenda eldri borgara. Hins vegar eru flest þau atriði sem hann nefndi eitthvað sem þegar fylgir aðild Íslands að EES-samningnum eða öðru samstarfi við sambandið. Til að mynda eftirfarandi atriði sem Þorvaldur nefndi til sögunnar: „Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. […] Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis.“ Þetta er þannig allt þegar hluti af EES-samningnum. Hið sama er að segja um þetta atriði: „Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum.“ Vonandi byggjast skrif Þorvaldar á vanþekkingu og fela þannig ekki í sér vísvitandi tilraun til þess að blekkja eldri borgara á Íslandi til stuðnings við inngöngu í Evrópusambandið með alröngum staðhæfingum. Þessi framganga getur í öllu falli engan veginn talizt sérlega málefnaleg. Hvað tal Þorvaldar um styrki frá Evrópusambandinu „til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar“ varðar hafa allar úttektir sýnt að Ísland yrði nettó-greiðandi til sambandsins ef til inngöngu í það kæmi. Myndi sem sagt greiða meira til þess en landið fengi til baka einkum í formi styrkja. Einungis hafa verið skiptar skoðanir um það hversu marga milljarða við myndum greiða með okkur. Við myndum því greiða fyrir þetta sjálf og vel það. Varðandi síðan evruna sem Þorvaldur nefnir er vert að hafa í huga að lágir vextir á evrusvæðinu hafa engan veginn verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi víðast hvar litlum sem engum hagvexti og viðvarandi verulegu atvinnuleysi. Vöxtunum hefur verið ætlað að reyna að koma efnahagslífinu í gang. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en hins vegar ekki sérlega eftirsóknarverðan. Við erum þá ekki farin að tala um margt annað eins og framsal fullveldis yfir flestum okkar málaflokkum til stofnana Evrópusambandsins sem fyrri kynslóðir börðust fyrir og fólu þeim sem á eftir komu að standa vörð um, vægi ríkja við ákvarðanatöku innan sambandsins einkum út frá íbúafjölda sem allajafna þýddi til dæmis að Ísland hefði vægi í ráðherraráði þess á við 5% hlutdeild í alþingismanni og þróun sambandsins allt frá upphafi í átt til sambandsríkis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
„Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB,“ ritaði Þorvaldur Ingi Jónsson, stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar, í grein sem birtist á Vísi í gær þar sem hann taldi upp ýmis atriði sem hann sagði að myndu fylgja inngöngu í Evrópusambandið og koma sér vel fyrir hérlenda eldri borgara. Hins vegar eru flest þau atriði sem hann nefndi eitthvað sem þegar fylgir aðild Íslands að EES-samningnum eða öðru samstarfi við sambandið. Til að mynda eftirfarandi atriði sem Þorvaldur nefndi til sögunnar: „Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. […] Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis.“ Þetta er þannig allt þegar hluti af EES-samningnum. Hið sama er að segja um þetta atriði: „Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum.“ Vonandi byggjast skrif Þorvaldar á vanþekkingu og fela þannig ekki í sér vísvitandi tilraun til þess að blekkja eldri borgara á Íslandi til stuðnings við inngöngu í Evrópusambandið með alröngum staðhæfingum. Þessi framganga getur í öllu falli engan veginn talizt sérlega málefnaleg. Hvað tal Þorvaldar um styrki frá Evrópusambandinu „til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar“ varðar hafa allar úttektir sýnt að Ísland yrði nettó-greiðandi til sambandsins ef til inngöngu í það kæmi. Myndi sem sagt greiða meira til þess en landið fengi til baka einkum í formi styrkja. Einungis hafa verið skiptar skoðanir um það hversu marga milljarða við myndum greiða með okkur. Við myndum því greiða fyrir þetta sjálf og vel það. Varðandi síðan evruna sem Þorvaldur nefnir er vert að hafa í huga að lágir vextir á evrusvæðinu hafa engan veginn verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi víðast hvar litlum sem engum hagvexti og viðvarandi verulegu atvinnuleysi. Vöxtunum hefur verið ætlað að reyna að koma efnahagslífinu í gang. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en hins vegar ekki sérlega eftirsóknarverðan. Við erum þá ekki farin að tala um margt annað eins og framsal fullveldis yfir flestum okkar málaflokkum til stofnana Evrópusambandsins sem fyrri kynslóðir börðust fyrir og fólu þeim sem á eftir komu að standa vörð um, vægi ríkja við ákvarðanatöku innan sambandsins einkum út frá íbúafjölda sem allajafna þýddi til dæmis að Ísland hefði vægi í ráðherraráði þess á við 5% hlutdeild í alþingismanni og þróun sambandsins allt frá upphafi í átt til sambandsríkis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun