Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Lovísa Arnardóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 23. ágúst 2025 14:41 Húsnæðið sem hraðbankinn var í skemmdist verulega við þjófnaðinn enda var gröfu ekið á það. Vísir/Anton Brink Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn lögreglunnar á þjófnaði hraðbanka í Mosfellsbæ miða vel. Rannsókn sé viðamikil og lögregla á fullu. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og eru grunaðir um aðild að þjófnaðinum og á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fjallað var um það í gær að kona á fertugsaldri og karlmaður á fimmtugsaldri væru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var staðsetningarbúnaður í hraðbankanum. Þjófarnir notuðu gröfu og komu aftan að bankanum með slíkum látum að búnaðurinn skemmdist. Hann hefur því ekki nýst lögreglu við leita að bankanum sem enn er ófundinn. Hjördís vildi í samtali við fréttastofu ekki staðfesta að fleiri hefðu verið handteknir eða að staðsetningarbúnaður sem var í hraðbankanum hefði skemmst þegar honum var stolið. Hjördís segist ekki hafa neinar upplýsingar um að málið tengist öðrum málum sem séu til rannsóknar eða hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Lögregla leitaði til almennings Lögregla kallaði í vikunni eftir aðstoð frá almenningi í leit sinni að myndefni í Mosfellsbæ og við Hafravatn þaðan sem gröfunni var stolið. Er horft til tímabilsins 3:30 til 6:00 aðfaranótt þriðjudags. Hún segir lögregluna hafa fengið töluvert af myndefni frá almenningi og það sé gríðarlegt magn myndefnis í skoðun hjá lögreglunni. Hjördís hvetur almenning til að hafa samband við lögregluna hafi það einhverjar upplýsingar um málið. „Við erum þakklát fyrir alla aðstoð sem við fáum, stórt sem smátt.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Mosfellsbær Tengdar fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð. 22. ágúst 2025 11:29 Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. 21. ágúst 2025 19:17 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Fjallað var um það í gær að kona á fertugsaldri og karlmaður á fimmtugsaldri væru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var staðsetningarbúnaður í hraðbankanum. Þjófarnir notuðu gröfu og komu aftan að bankanum með slíkum látum að búnaðurinn skemmdist. Hann hefur því ekki nýst lögreglu við leita að bankanum sem enn er ófundinn. Hjördís vildi í samtali við fréttastofu ekki staðfesta að fleiri hefðu verið handteknir eða að staðsetningarbúnaður sem var í hraðbankanum hefði skemmst þegar honum var stolið. Hjördís segist ekki hafa neinar upplýsingar um að málið tengist öðrum málum sem séu til rannsóknar eða hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Lögregla leitaði til almennings Lögregla kallaði í vikunni eftir aðstoð frá almenningi í leit sinni að myndefni í Mosfellsbæ og við Hafravatn þaðan sem gröfunni var stolið. Er horft til tímabilsins 3:30 til 6:00 aðfaranótt þriðjudags. Hún segir lögregluna hafa fengið töluvert af myndefni frá almenningi og það sé gríðarlegt magn myndefnis í skoðun hjá lögreglunni. Hjördís hvetur almenning til að hafa samband við lögregluna hafi það einhverjar upplýsingar um málið. „Við erum þakklát fyrir alla aðstoð sem við fáum, stórt sem smátt.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Mosfellsbær Tengdar fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð. 22. ágúst 2025 11:29 Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. 21. ágúst 2025 19:17 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23
Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð. 22. ágúst 2025 11:29
Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. 21. ágúst 2025 19:17