Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2025 20:05 Það logaði vel og glatt í Bergþórshvoli í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið sjónarspil á Gaddstaðaflötum á Hellu í gærkvöldi þegar kveikt var í Bergþórshvoli, eftirlíkingu af húsi Njáls Þorgeirssonar, bónda, höfðingja og lögspekings úr Brennu – Njálssögu. Þúsundir gesta fylgdust með brennunni úr brekkunni, en með henni lauk fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Dagurinn í gær var stór á hátíðinni en hann byrjaði í hádeginu á bænum Völlum rétt við Hvolsvöll þar sem 99 knapar lögðu af stað ríðandi á hestum sínum í hinni eiginlegu brennureið á Gaddstaðaflatir undir forystu Hermanns Árnasonar, sem var í hlutverki Flosa úr Njálssögu í reiðinni. Hermann fékk líka það hlutverk að kveikja í Bergþórshvoli í gærkvöldi eftir að hópreiðin hafði farið inn á völlinn fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda. „Það var ofsalega gaman á Gaddstaðaflötum og mjög hátíðlegt og svona harmþrungið auðvitað líka. Það var heilmikil brenna, sem var mikið sjónarspil, eldurinn tælir,“ segir Hermann. Hermann Árnason, sem var í stóru hlutverki í gærkvöldi þegar hann kveikti í Bergþórshvoli á Gaddstaðaflötum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut Guðna Ágústssonar, forsvarsmanns hátíðarinnar og Njálufélagsins að setja samkomuna í gærkvöldi. „Ísland farsældar frón og hagsældar hrímhvíta móðir. Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best,“ sagði Guðni meðal annars. Guðni Ágústsson, forsvarsmaður Njáluhátíðarinnar í Rangárþingi og Arthur Björgvin Bollason, Njálusérfræðingur með meiru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kynnir kvöldsins er mikill sérfræðingur og áhugamaður um Brennu Njálssögu. „Ég var nú í fjögur ár umboðsmaður Njálu en Guðni skipaði umboðsmann íslenska hestsins og ég fékk að vera umboðsmaður Njálu, sem var ekki minni virðing,“ segir Arthur Björgvin Bollason Njálusérfræðingur með meiru. Það var blautt á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi en fólk lét það ekki á sig fá enda hlýtt í veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var boðið upp á víkingabardaga og allskonar fjölbreytt skemmtiatriði áður en Hermann eða hann í hlutverki Flosa kveikti í Bergþórshvoli á táknrænan hátt. Víkingar voru áberandi á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara brenna og sýningaratriði í gærkvöldi, það var líka hressilegur karlakórssöngur í boði, sem gestir kunnu vel að meta. Kæðaburður við hæfi á skemmtun gærkvöldsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Rangárþing ytra Menning Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Dagurinn í gær var stór á hátíðinni en hann byrjaði í hádeginu á bænum Völlum rétt við Hvolsvöll þar sem 99 knapar lögðu af stað ríðandi á hestum sínum í hinni eiginlegu brennureið á Gaddstaðaflatir undir forystu Hermanns Árnasonar, sem var í hlutverki Flosa úr Njálssögu í reiðinni. Hermann fékk líka það hlutverk að kveikja í Bergþórshvoli í gærkvöldi eftir að hópreiðin hafði farið inn á völlinn fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda. „Það var ofsalega gaman á Gaddstaðaflötum og mjög hátíðlegt og svona harmþrungið auðvitað líka. Það var heilmikil brenna, sem var mikið sjónarspil, eldurinn tælir,“ segir Hermann. Hermann Árnason, sem var í stóru hlutverki í gærkvöldi þegar hann kveikti í Bergþórshvoli á Gaddstaðaflötum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut Guðna Ágústssonar, forsvarsmanns hátíðarinnar og Njálufélagsins að setja samkomuna í gærkvöldi. „Ísland farsældar frón og hagsældar hrímhvíta móðir. Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best,“ sagði Guðni meðal annars. Guðni Ágústsson, forsvarsmaður Njáluhátíðarinnar í Rangárþingi og Arthur Björgvin Bollason, Njálusérfræðingur með meiru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kynnir kvöldsins er mikill sérfræðingur og áhugamaður um Brennu Njálssögu. „Ég var nú í fjögur ár umboðsmaður Njálu en Guðni skipaði umboðsmann íslenska hestsins og ég fékk að vera umboðsmaður Njálu, sem var ekki minni virðing,“ segir Arthur Björgvin Bollason Njálusérfræðingur með meiru. Það var blautt á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi en fólk lét það ekki á sig fá enda hlýtt í veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var boðið upp á víkingabardaga og allskonar fjölbreytt skemmtiatriði áður en Hermann eða hann í hlutverki Flosa kveikti í Bergþórshvoli á táknrænan hátt. Víkingar voru áberandi á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara brenna og sýningaratriði í gærkvöldi, það var líka hressilegur karlakórssöngur í boði, sem gestir kunnu vel að meta. Kæðaburður við hæfi á skemmtun gærkvöldsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Menning Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira