Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Siggeir Ævarsson skrifar 25. ágúst 2025 07:01 Hamingjan skín úr augum Jack Grealish sem fagnar hér með Idrissa Gueye í leikslok í gær Vísir/Getty Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og við færum ykkur að sjálfsögðu brot af því bestu úr þeim leikjum og auðvitað öll mörkin sem litu dagsins ljós. Jack Grealish var allt í öllu í sóknarleik Everton í gær þegar liðið lagði Brighton 2-0 í fyrsta leik liðsins á nýjum heimavelli, Hill Dickinson. Grealish lagði upp bæði mörk Everton og það er ljóst að hann er sáttur á nýjum stað og ekki loku fyrir það skotið að hann muni ganga í gegnum endurnýjun lífdaga sem knattspyrnumaður í vetur ef fram heldur sem horfir. Í Lundúnum sóttu Manchester United heimamenn í Fulham heim en bæði lið freistuðu þess að ná í sinn fyrsta sigur. Gestirnir voru mun sprækari framan af en það er gömul saga og ný að United gengur illa að nýta færin. Virðist þar engu skipta þó nýir menn séu mættir í framlínuna en Matheus Cunha fór illa með tvö dauðafæri í upphafi leiks. Fyrirliði United, Bruno Fernandes, brenndi svo hressilega af víti en bæði lið náðu loks að koma boltanum í netið í seinni hálfleik, lokatölur 1-1 og bæði lið bíða enn eftir sigri. Þá mættust Crystal Palace og Nottingham Forest þar sem fáni stuðningsmanna Palace varð jafnvel meira fréttaefni en leikurinn sjálfur en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Enska knattspyrnusambandið hefur tekið framferði stuðningsmanna Crystal Palace til athugunar eftir leik Palace og Nottingham Forest í dag en risastór fáni sem gerði rætið grín að Evangelos Marinakis, eiganda Forest, vakti mikla athygli í stúkunni. 24. ágúst 2025 22:16 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Jack Grealish var allt í öllu í sóknarleik Everton í gær þegar liðið lagði Brighton 2-0 í fyrsta leik liðsins á nýjum heimavelli, Hill Dickinson. Grealish lagði upp bæði mörk Everton og það er ljóst að hann er sáttur á nýjum stað og ekki loku fyrir það skotið að hann muni ganga í gegnum endurnýjun lífdaga sem knattspyrnumaður í vetur ef fram heldur sem horfir. Í Lundúnum sóttu Manchester United heimamenn í Fulham heim en bæði lið freistuðu þess að ná í sinn fyrsta sigur. Gestirnir voru mun sprækari framan af en það er gömul saga og ný að United gengur illa að nýta færin. Virðist þar engu skipta þó nýir menn séu mættir í framlínuna en Matheus Cunha fór illa með tvö dauðafæri í upphafi leiks. Fyrirliði United, Bruno Fernandes, brenndi svo hressilega af víti en bæði lið náðu loks að koma boltanum í netið í seinni hálfleik, lokatölur 1-1 og bæði lið bíða enn eftir sigri. Þá mættust Crystal Palace og Nottingham Forest þar sem fáni stuðningsmanna Palace varð jafnvel meira fréttaefni en leikurinn sjálfur en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Enska knattspyrnusambandið hefur tekið framferði stuðningsmanna Crystal Palace til athugunar eftir leik Palace og Nottingham Forest í dag en risastór fáni sem gerði rætið grín að Evangelos Marinakis, eiganda Forest, vakti mikla athygli í stúkunni. 24. ágúst 2025 22:16 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Enska knattspyrnusambandið hefur tekið framferði stuðningsmanna Crystal Palace til athugunar eftir leik Palace og Nottingham Forest í dag en risastór fáni sem gerði rætið grín að Evangelos Marinakis, eiganda Forest, vakti mikla athygli í stúkunni. 24. ágúst 2025 22:16