Erlent

Tíunda skotið klikkaði

Auðun Georg Ólafsson skrifar
Starship á að flytja mannaða áhöfn til Mars og tunglsins á næstu árum. 
Starship á að flytja mannaða áhöfn til Mars og tunglsins á næstu árum.  SpaceX

Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, stefndi að tíunda tilraunaflugi Starship geimfarsins í nótt.  Af henni varð ekki.

Fresta þurfti för Starship út fyrir andrúmsloftið vegna óupplýstra vandamála sem upp komu í tækjabúnaði geimfarsins. Tilkynnt hefur verið að tíunda tilraunaflug SpaceX verði það síðasta áður en fyrirtækið kynnir enn stærra geimfar en Starship til sögunnar. Forstjórinn, Elon Musk, hefur lengi talað um að Starship verði það geimfar sem mun flytja menn til Mars. Starship á einnig að flytja mannaða áhöfn NASA til tunglsins á þessum áratug.

Reglulegar áætlunarferðir

Markmið Musks er að Starship verði endurnýtanlegt geimfar sem geti farið til Mars í reglulegum áætlunarferðum frá og með lokum næsta árs, 2026. Fyrstu ferðirnar verði án geimfara en síðar með áhöfnum sem eiga að fara í sex mánaða langan leiðangur árið 2029. Á næstu tveimur til þremur áratugum er Musk sagður stefna að því að byggja blómlega byggð fyrir mannkyn á plánetunni rauðu.

Sérfræðingar segja að þetta sé gríðarlega metnaðarfullt verkefni og óraunhæft. Musk þarf að byrja á því að sanna að SpaceX geti skotið á loft og endurheimt hluta Starship flaugarinnar á öruggan hátt.

Aðeins fjögur tilraunaskot Starship út i geim eru taldar hafa gengið vel. Árangur hefur náðst við að endurheimta hluta eldflaugarinnar með því að fanga hana í risastórum vélmennaörmum sem kallast „pinnar“.

Ekki hefur verið tilkynnt hvenær tíunda tilraunaflug Starship getur farið fram. Fyrri tilraunir hafa gengið brösulega. Síðustu þrjár á þessu ári hafa endað með miklum sprengingum og braki sem rigndi meðal annars niður á Karíbahafseyjar og Indlandshaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×