Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. ágúst 2025 13:26 Matthías Björn hefur gert lítið úr aðkomu sinni að málinu fyrir dómi. Vísir/Anton Brink Tvö vitni í Gufunesmálinu svokallaða lýstu því fyrir dómi í dag að Matthías Björn Erlingsson, einn sakborninga í málinu, hafi verið virkur þátttakandi í svokölluðum „tálbeituhópi“. Annað vitnanna sagði Lúkas Geir Ingvarsson, annan sakborning, tilheyra sama hópi og að myndbönd væru til af Matthíasi þar sem hann beitti meinta barnaníðinga ofbeldi. Í heildina eru fimm ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Bara fullur, ekkert meira vesen Vitnin sem leidd voru fyrir dóminn eru 17 ára stúlka og 19 ára karlmaður. Matthías Björn er einnig 19 ára. Fyrra vitnið, karlmaður, sagði að Matthías hefði hringt í hann aðfaranótt 11. mars, en það er nóttin sem Hjörleifur var numinn á brott. Vitnið lýsir því að Matthías hafi hringt um klukkan þrjú um nóttina, og sagst vera fullur. „Ég spyr hann hvort hann sé ekki örugglega bara fullur og hvort það sé nokkuð eitthvað meira vesen,“ sagði maðurinn, og bætti við að Matthías hafi játað því. Hann væri bara fullur, og það væri ekkert meira vesen. Lögreglan að leita að manni Maðurinn segist þá hafa sótt Matthías hjá Árbæjarkirkju. Skömmu eftir það hafi lögreglan stöðvað bíl hans og sagst vera leita að manni, en ekkert meira hafi orðið úr því. Þeir hafi keyrt þangað sem leið lá í Hafnarfjörð, með einu stoppi þar sem Matthías hafi tekið símtal, og talað þar um að redda gistingu. „Síðan nær hann því ekki, ég keyri fram hjá húsinu hans. Þar vill hann ekki fara heim til sín. Síðan keyri ég þaðan frá húsinu hans í Norðlingaholtið,“ sagði maðurinn. Matthías hafi þá beðið hann um að stoppa við bensínstöð í hverfinu, þar sem Matthías hafi orðið sér úti um flösku og kveikjara. Maðurinn sagðist ekki vita hvað Matthías hafi ætlað sér með flöskuna, en hann hafi þó haldið að hann ætlaði að fylla hana af bensíni. Hann gæti þó ekki fullyrt það því hann myndi ekki nákvæmlega hvað þeir hefðu rætt. Hafi boðið tuttugu þúsund fyrir lengri rúnt Maðurinn sagðist eftir þetta hafa hringt í vin sinn og spurt um ráð, því hann hefði verið stressaður og óviss um hvað hann ætti að gera. Vinurinn hafi ráðlagt honum að koma Matthíasi út úr bílnum. Hann hafi reynt að vísa Matthíasi úr bílnum, sem hafi þá boðist til að greiða honum 20 þúsund krónur fyrir að halda áfram að keyra. Hann hafi hafnað boðinu, en að endingu fallist á að skutla Matthíasi aftur að Árbæjarkirkju. Spurði ekki því hann vildi vita sem minnst Aðspurður sagði maðurinn að Matthías hefði ekkert sagt honum um atburði næturinnar. Hann hefði raunar beðið hann um að segja sem minnst, því hann væri hræddur um að heyra eitthvað sem hann vildi ekki vita. Þá bar hann um að hann hefði áður heyrt að Matthías hefði verið viðriðinn sölu fíkniefna. Hann sagði einnig að hann vissi að Matthías hefði verið hluti af svokölluðum tálbeituhópi, sem eru hópar sem setja sig í samband við karlmenn undir nafni ólögráða barna, og lokka þá til að hitta sig. Hann sagði að Matthías hefði nokkru fyrir þessa nótt sagt honum sjálfur að hann tilheyrði slíkum hópi. „Vídjó og myndir“ af Matthíasi að berja einhvern Annað vitni, kona á sama aldri, lýsti því fyrir dómi að hún hefði kynnst Matthíasi í nóvember á síðasta ári þegar þau ræddu saman á samskiptaforritinu Snapchat. Hún hefði einnig hitt Lúkas Geir, og þá í gegnum Matthías. Konan sagðist vita til þess að Matthías væri í svokölluðum tálbeituhóp. „Hann hefur sagt mér það margoft og ég er líka með vídjó og myndir af honum þar sem hann hefur verið að berja einhvern,“ sgaði konan. Svaraði ekki um eigin tengsl við hópinn Konan var þá spurð hvernig hópurinn starfaði. „Þeir hafa verið með nokkra gerviaðganga og stelpa er að láta eins og hún sé 12-14 ára stelpa. Svo er verið að reyna að sannfæra karlmenn um að hitta sig. Þeir [meðlimir hópsins] hafa verið á staðnum til að beita líkamlegu ofbeldi og ræna pening af þeim,“ sagði konan. Hún sagðist ekki vita hver stjórnaði hópnum, en hún vissi að Matthías og Lúkas væru hluti af honum. Hún vildi hins vegar ekki segja hvernig hún tengdist hópnum, en vitnum er ekki skylt að svara spurningum sem varpa á þau sök. Hún svaraði þó neitandi þegar hún var spurð af verjanda Matthíasar hvort hún hefði verið kölluð til lögreglu vegna mála sem tengdust tálbeituhópum. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Reykjavík Tengdar fréttir Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, mannsins sem lést í Gufunesmálinu svokallaða, gaf skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún hafnar ásökunum sakborninga málsins alfarið um að hann hafi verið barnaperri. 26. ágúst 2025 10:10 „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Rúmlega níutíu mínútna myndband var spilað við aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða, sem sýndi ferðir fjögurra sakborninga málsins. Myndbandið sýndi frá aðdraganda þess að brotaþolinn, sem síðar lést, var numinn á brott og allt þar til hann fannst látinn um fimm tímum síðar á göngustíg í Gufunesi. 25. ágúst 2025 20:37 „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Átján ára karlmaður sem ákærður er fyrir peningaþvætti í Gufunesmálinu svokallaða segist hafa verið hræddur þegar þrjár milljónir króna voru lagðar inn á bankareikning hans. Hann sagðist hafa tekið við skipunum og aldrei vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Móðir hans segir hann hafa leitað sjálfur til lögreglu enda hafi hann verið skíthræddur. 25. ágúst 2025 16:01 Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Tvítug kona mætti með grímu, derhúfu og sólgleraugu í Héraðsdóm Suðurlands í morgun og svaraði til saka. Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni sem leiddi til þess að karlmaður á sjötugsaldri með heilabilun lést af áverkum sínum eftir ofsafengið ofbeldi. Hún segist áður hafa aðstoðað í tálbeituaðgerðum með því að hringja í fullorðna karlmenn og þykjast vera stúlka undir lögaldri. 25. ágúst 2025 13:57 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Í heildina eru fimm ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Bara fullur, ekkert meira vesen Vitnin sem leidd voru fyrir dóminn eru 17 ára stúlka og 19 ára karlmaður. Matthías Björn er einnig 19 ára. Fyrra vitnið, karlmaður, sagði að Matthías hefði hringt í hann aðfaranótt 11. mars, en það er nóttin sem Hjörleifur var numinn á brott. Vitnið lýsir því að Matthías hafi hringt um klukkan þrjú um nóttina, og sagst vera fullur. „Ég spyr hann hvort hann sé ekki örugglega bara fullur og hvort það sé nokkuð eitthvað meira vesen,“ sagði maðurinn, og bætti við að Matthías hafi játað því. Hann væri bara fullur, og það væri ekkert meira vesen. Lögreglan að leita að manni Maðurinn segist þá hafa sótt Matthías hjá Árbæjarkirkju. Skömmu eftir það hafi lögreglan stöðvað bíl hans og sagst vera leita að manni, en ekkert meira hafi orðið úr því. Þeir hafi keyrt þangað sem leið lá í Hafnarfjörð, með einu stoppi þar sem Matthías hafi tekið símtal, og talað þar um að redda gistingu. „Síðan nær hann því ekki, ég keyri fram hjá húsinu hans. Þar vill hann ekki fara heim til sín. Síðan keyri ég þaðan frá húsinu hans í Norðlingaholtið,“ sagði maðurinn. Matthías hafi þá beðið hann um að stoppa við bensínstöð í hverfinu, þar sem Matthías hafi orðið sér úti um flösku og kveikjara. Maðurinn sagðist ekki vita hvað Matthías hafi ætlað sér með flöskuna, en hann hafi þó haldið að hann ætlaði að fylla hana af bensíni. Hann gæti þó ekki fullyrt það því hann myndi ekki nákvæmlega hvað þeir hefðu rætt. Hafi boðið tuttugu þúsund fyrir lengri rúnt Maðurinn sagðist eftir þetta hafa hringt í vin sinn og spurt um ráð, því hann hefði verið stressaður og óviss um hvað hann ætti að gera. Vinurinn hafi ráðlagt honum að koma Matthíasi út úr bílnum. Hann hafi reynt að vísa Matthíasi úr bílnum, sem hafi þá boðist til að greiða honum 20 þúsund krónur fyrir að halda áfram að keyra. Hann hafi hafnað boðinu, en að endingu fallist á að skutla Matthíasi aftur að Árbæjarkirkju. Spurði ekki því hann vildi vita sem minnst Aðspurður sagði maðurinn að Matthías hefði ekkert sagt honum um atburði næturinnar. Hann hefði raunar beðið hann um að segja sem minnst, því hann væri hræddur um að heyra eitthvað sem hann vildi ekki vita. Þá bar hann um að hann hefði áður heyrt að Matthías hefði verið viðriðinn sölu fíkniefna. Hann sagði einnig að hann vissi að Matthías hefði verið hluti af svokölluðum tálbeituhópi, sem eru hópar sem setja sig í samband við karlmenn undir nafni ólögráða barna, og lokka þá til að hitta sig. Hann sagði að Matthías hefði nokkru fyrir þessa nótt sagt honum sjálfur að hann tilheyrði slíkum hópi. „Vídjó og myndir“ af Matthíasi að berja einhvern Annað vitni, kona á sama aldri, lýsti því fyrir dómi að hún hefði kynnst Matthíasi í nóvember á síðasta ári þegar þau ræddu saman á samskiptaforritinu Snapchat. Hún hefði einnig hitt Lúkas Geir, og þá í gegnum Matthías. Konan sagðist vita til þess að Matthías væri í svokölluðum tálbeituhóp. „Hann hefur sagt mér það margoft og ég er líka með vídjó og myndir af honum þar sem hann hefur verið að berja einhvern,“ sgaði konan. Svaraði ekki um eigin tengsl við hópinn Konan var þá spurð hvernig hópurinn starfaði. „Þeir hafa verið með nokkra gerviaðganga og stelpa er að láta eins og hún sé 12-14 ára stelpa. Svo er verið að reyna að sannfæra karlmenn um að hitta sig. Þeir [meðlimir hópsins] hafa verið á staðnum til að beita líkamlegu ofbeldi og ræna pening af þeim,“ sagði konan. Hún sagðist ekki vita hver stjórnaði hópnum, en hún vissi að Matthías og Lúkas væru hluti af honum. Hún vildi hins vegar ekki segja hvernig hún tengdist hópnum, en vitnum er ekki skylt að svara spurningum sem varpa á þau sök. Hún svaraði þó neitandi þegar hún var spurð af verjanda Matthíasar hvort hún hefði verið kölluð til lögreglu vegna mála sem tengdust tálbeituhópum.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Reykjavík Tengdar fréttir Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, mannsins sem lést í Gufunesmálinu svokallaða, gaf skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún hafnar ásökunum sakborninga málsins alfarið um að hann hafi verið barnaperri. 26. ágúst 2025 10:10 „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Rúmlega níutíu mínútna myndband var spilað við aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða, sem sýndi ferðir fjögurra sakborninga málsins. Myndbandið sýndi frá aðdraganda þess að brotaþolinn, sem síðar lést, var numinn á brott og allt þar til hann fannst látinn um fimm tímum síðar á göngustíg í Gufunesi. 25. ágúst 2025 20:37 „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Átján ára karlmaður sem ákærður er fyrir peningaþvætti í Gufunesmálinu svokallaða segist hafa verið hræddur þegar þrjár milljónir króna voru lagðar inn á bankareikning hans. Hann sagðist hafa tekið við skipunum og aldrei vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Móðir hans segir hann hafa leitað sjálfur til lögreglu enda hafi hann verið skíthræddur. 25. ágúst 2025 16:01 Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Tvítug kona mætti með grímu, derhúfu og sólgleraugu í Héraðsdóm Suðurlands í morgun og svaraði til saka. Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni sem leiddi til þess að karlmaður á sjötugsaldri með heilabilun lést af áverkum sínum eftir ofsafengið ofbeldi. Hún segist áður hafa aðstoðað í tálbeituaðgerðum með því að hringja í fullorðna karlmenn og þykjast vera stúlka undir lögaldri. 25. ágúst 2025 13:57 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, mannsins sem lést í Gufunesmálinu svokallaða, gaf skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún hafnar ásökunum sakborninga málsins alfarið um að hann hafi verið barnaperri. 26. ágúst 2025 10:10
„Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Rúmlega níutíu mínútna myndband var spilað við aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða, sem sýndi ferðir fjögurra sakborninga málsins. Myndbandið sýndi frá aðdraganda þess að brotaþolinn, sem síðar lést, var numinn á brott og allt þar til hann fannst látinn um fimm tímum síðar á göngustíg í Gufunesi. 25. ágúst 2025 20:37
„Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Átján ára karlmaður sem ákærður er fyrir peningaþvætti í Gufunesmálinu svokallaða segist hafa verið hræddur þegar þrjár milljónir króna voru lagðar inn á bankareikning hans. Hann sagðist hafa tekið við skipunum og aldrei vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Móðir hans segir hann hafa leitað sjálfur til lögreglu enda hafi hann verið skíthræddur. 25. ágúst 2025 16:01
Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Tvítug kona mætti með grímu, derhúfu og sólgleraugu í Héraðsdóm Suðurlands í morgun og svaraði til saka. Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni sem leiddi til þess að karlmaður á sjötugsaldri með heilabilun lést af áverkum sínum eftir ofsafengið ofbeldi. Hún segist áður hafa aðstoðað í tálbeituaðgerðum með því að hringja í fullorðna karlmenn og þykjast vera stúlka undir lögaldri. 25. ágúst 2025 13:57