Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 12:11 Carsten Breuer ræddi við íslenska fjölmiðla í utanríkisráðuneytinu í morgun í tilefni heimsóknarinnar. Vísir/Bjarni Yfirmaður þýska hersins er staddur á Íslandi en tilgangur heimsóknarinnar er að efla tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Þýskalands. Hann segir rússneska ógn steðja að Evrópu og sjaldan hafi verið mikilvægara að styrkja samstarf bandalagsríkja á sviði varnarmála. Carsten Breuer, æðsti yfirmaður þýska heraflans, kom hingað til lands í gær ásamt sendinefnd í þeim tilgangi að styrkja samstarf ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála, einkum á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Hann segir öryggisumhverfið í Evrópu gjörbreytt í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Það sem við erum að sjá er hættulegt, þetta er ógn sem Rússar beina að Evrópu, nokkuð sem ég hef ekki séð á mínum fjörutíu árum sem hermaður,“ segir Breuer í samtali við fréttastofu. Æðsti yfirmaður þýska heraflans kom hingað til lands í gær ásamt sendinefnd.Vísir/Bjarni Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisnis, segir heimsóknina mikilvægan þátt í að efla samband við bandalagsríki innan Atlantshafsbandalagsins. „Þjóðverjar eru að horfa í að styrkja sína getu, meðal annars getu sem snýr að kafbátaleit og Ísland gegnir auðvitað mikilvægu hlutverki fyrir Atlantshafsbandalagið hér á Norður-Atlantshafi í því samhengi. Bandaríkin eru hryggjarstykkið í þessu eftirliti og við erum hér með norskar eftirlitsvélar og kandískar sem koma hingað, Bretar líka, og Þjóðverjar sjá fram til þess að bætast í þann hóp. Það er mjög mikilvægt líka fyrir okkur sem bandalagsríki að kynna öllum bandalagríkjum, og þá ekki síst stóru samstarfsríkjunum, hvað við leggjum af mörkum til öryggis Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Jónas. Jónas G. Allansson er skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Vísir/Bjarni Nánar verður rætt við þá Jónas og Carsten Breuer í kvöldfréttum Sýnar. Öryggis- og varnarmál Þýskaland Utanríkismál Norðurslóðir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Carsten Breuer, æðsti yfirmaður þýska heraflans, kom hingað til lands í gær ásamt sendinefnd í þeim tilgangi að styrkja samstarf ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála, einkum á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Hann segir öryggisumhverfið í Evrópu gjörbreytt í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Það sem við erum að sjá er hættulegt, þetta er ógn sem Rússar beina að Evrópu, nokkuð sem ég hef ekki séð á mínum fjörutíu árum sem hermaður,“ segir Breuer í samtali við fréttastofu. Æðsti yfirmaður þýska heraflans kom hingað til lands í gær ásamt sendinefnd.Vísir/Bjarni Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisnis, segir heimsóknina mikilvægan þátt í að efla samband við bandalagsríki innan Atlantshafsbandalagsins. „Þjóðverjar eru að horfa í að styrkja sína getu, meðal annars getu sem snýr að kafbátaleit og Ísland gegnir auðvitað mikilvægu hlutverki fyrir Atlantshafsbandalagið hér á Norður-Atlantshafi í því samhengi. Bandaríkin eru hryggjarstykkið í þessu eftirliti og við erum hér með norskar eftirlitsvélar og kandískar sem koma hingað, Bretar líka, og Þjóðverjar sjá fram til þess að bætast í þann hóp. Það er mjög mikilvægt líka fyrir okkur sem bandalagsríki að kynna öllum bandalagríkjum, og þá ekki síst stóru samstarfsríkjunum, hvað við leggjum af mörkum til öryggis Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Jónas. Jónas G. Allansson er skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Vísir/Bjarni Nánar verður rætt við þá Jónas og Carsten Breuer í kvöldfréttum Sýnar.
Öryggis- og varnarmál Þýskaland Utanríkismál Norðurslóðir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira