Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 15:37 Hvern er Zoe Kravitz að deita? Það er spurningin. Getty Leikkonan Zoe Kravitz er af mörgum talin ein fallegasta stjarna Hollywood og ber af sér einstaklega góðan þokka. Í dag er hún orðuð við tvo glæsilega herramenn, bresku poppstjörnuna Harry Styles og bandaríska hjartaknúsarann og leikarann Austin Butler. Spurningin er: Hvern er Zoe Kravitz að deita? Samkvæmt slúðurmiðlum á borð við Daily Mail hafa Zoe Kravitz og Harry Styles sést saman við nokkur tilefni. Sem dæmi í kossaflensi á veitingastað í London síðastliðinn þriðjudag og sömuleiðis á Ítalíu í rómantískri göngu. Hér má sjá stutt myndskeið sem aðdáandi náði af þessu stjörnupari: Zoe Kravitz er ekki bara leikkona heldur hefur hún einnig tekið að sér verkefni sem leikstjóri og leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Blink Twice sem fyrrverandi kærasti hennar Channing Tatum fór með stórt hlutverk í. Þá fer hún með aðalhlutverkið í væntanlegu rómantísku gamanmyndinni Caught Stealing á móti bandaríska hjartaknúsaranum Austin Butler. Slúðurmiðlar vestanhafs virðast aftur á móti líka halda því fram að rosalegir neistar fljúgi á milli Kravitz og Butler sem virðast mjög sannfærandi sem elskendur í stiklu fyrir nýju bíómyndina og hafa sömuleiðis verið mjög innileg á ýmsum kynningarviðburðum nýverið. Kannski er það bara markaðsherferð fyrir myndina eða kannski er þetta allt saman opið og flæðandi, hver veit. Zoe Kravitz og Austin Butler virðast ná mjög vel saman. Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images Butler er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd um líf Elvis Prestley. Hann var lengi í sambandi við Highschool Musical stjörnuna Vanessu Hudgens og ofurfyrirsætuna Kaia Gerber. Harry Styles þarf vart að kynna fyrir lesendum en hann er með frægari tónlistarmönnum okkar samtíma, bæði sem meðlimur í goðsagnasveitinni One Direction og sem gríðarlega vinsæll sóló tónlistarmaður með ofursmelli á borð við Watermelon Sugar og As It Was. Styles hefur verið orðaður við fjölmargar stjörnurnar, þar á meðal Cöru Delavigne, Kendall Jenner, Oliviu Wilde og auðvitað Taylor Swift en hin síðastnefnda virðist hin fínasta vinkona Zoe Kravitz. Ætli Swift sé ekki komin yfir þetta núna þrettán árum seinna? Þá hafa Styles og Lenny Kravitz, rokkstjarna og faðir Zoe Kravitz, verið vinir í nokkur ár og virðist hann hrifinn af þessum nýja mögulega tengdasyni. Það verður spennandi að fylgjast með ástarlífi Zoe á næstunni en það virðist í það minnsta ekki vera rólegt að gera í þeim málum hjá henni. Ástin og lífið Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Samkvæmt slúðurmiðlum á borð við Daily Mail hafa Zoe Kravitz og Harry Styles sést saman við nokkur tilefni. Sem dæmi í kossaflensi á veitingastað í London síðastliðinn þriðjudag og sömuleiðis á Ítalíu í rómantískri göngu. Hér má sjá stutt myndskeið sem aðdáandi náði af þessu stjörnupari: Zoe Kravitz er ekki bara leikkona heldur hefur hún einnig tekið að sér verkefni sem leikstjóri og leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Blink Twice sem fyrrverandi kærasti hennar Channing Tatum fór með stórt hlutverk í. Þá fer hún með aðalhlutverkið í væntanlegu rómantísku gamanmyndinni Caught Stealing á móti bandaríska hjartaknúsaranum Austin Butler. Slúðurmiðlar vestanhafs virðast aftur á móti líka halda því fram að rosalegir neistar fljúgi á milli Kravitz og Butler sem virðast mjög sannfærandi sem elskendur í stiklu fyrir nýju bíómyndina og hafa sömuleiðis verið mjög innileg á ýmsum kynningarviðburðum nýverið. Kannski er það bara markaðsherferð fyrir myndina eða kannski er þetta allt saman opið og flæðandi, hver veit. Zoe Kravitz og Austin Butler virðast ná mjög vel saman. Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images Butler er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd um líf Elvis Prestley. Hann var lengi í sambandi við Highschool Musical stjörnuna Vanessu Hudgens og ofurfyrirsætuna Kaia Gerber. Harry Styles þarf vart að kynna fyrir lesendum en hann er með frægari tónlistarmönnum okkar samtíma, bæði sem meðlimur í goðsagnasveitinni One Direction og sem gríðarlega vinsæll sóló tónlistarmaður með ofursmelli á borð við Watermelon Sugar og As It Was. Styles hefur verið orðaður við fjölmargar stjörnurnar, þar á meðal Cöru Delavigne, Kendall Jenner, Oliviu Wilde og auðvitað Taylor Swift en hin síðastnefnda virðist hin fínasta vinkona Zoe Kravitz. Ætli Swift sé ekki komin yfir þetta núna þrettán árum seinna? Þá hafa Styles og Lenny Kravitz, rokkstjarna og faðir Zoe Kravitz, verið vinir í nokkur ár og virðist hann hrifinn af þessum nýja mögulega tengdasyni. Það verður spennandi að fylgjast með ástarlífi Zoe á næstunni en það virðist í það minnsta ekki vera rólegt að gera í þeim málum hjá henni.
Ástin og lífið Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira