Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar 26. ágúst 2025 22:04 Vitund um lesblindu hér á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til vegna starfs Félags lesblindra og meiri fræðslu innan skólakerfisins. Það er því óumdeilt að þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst. Nauðsynlegt er að vel sé hlúð að öllum nemendum og komið til móts við þarfir þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Læsi telst vera grundvallarfærni og mikilvægt að allir kennarar hafi einhvern grunn í lestrarfræðum og geti aðstoðað nemendur sem eiga erfitt með lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur ítrekað bent á að betur megi standa að greiningu í skólum. Það er einnig mat okkar að það þurfi að gera miklar breytingar á kennslu kennara og ekki síst undirbúningi þeirra enda hafa átt sér stað miklar breytingar sem kennarar verða að geta tekist á við. Það er áríðandi að aðstoða kennara við að átta sig á lesblindu og hlúa þá að þeim hópi enda verður ekki annað séð en að mikill vilji sé til þess meðal kennara og kennaranema. Þarna þarf að bæta í. Koma þarf greiningu að sem fyrst Greining á lesblindu fer oft fram í grunnskólum, annaðhvort í gegnum skólaþjónustu sveitarfélaga, skólasálfræðinga eða sérfræðinga á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Með snemmgreiningu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir námsörðugleika. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) árið 2023 kom fram að mikilvægt var að hafa framkvæmt greiningu áður en kom fram í 4. bekk og þeim nemendum farnaðist betur sem höfðu þá fengið greiningu. Lesblindir nemendur fá oft aðgang að sérkennslu, hljóðbókum, talgervlum, lengri tíma í prófum og öðrum tæknilausnum. Íslenska hljóðbókasafnið (HBS) veitir lesblindum ókeypis aðgang að hljóðbókum og námsefni á aðgengilegu formi. Skólar á Íslandi nota oft forrit til að þjálfa lestrarfærni hjá lesblindum nemendum. Snemmbúin íhlutun er mikilvæg Engum blöðum er um það að fletta að snemmbúin íhlutun getur breytt ferli barna með lesblindu. Það er miklu betra að grípa inn í á fyrri stigum en að bíða þangað til barninu raunverulega mistekst því að úrbætur á seinni stigum geta verið síður árangursríkar. Til dæmis kom fram í nýlegri rannsókn að árangurinn var næstum tvöfalt betri ef íhlutun var veitt í fyrsta og öðrum bekk en ef hún bíður fram í þriðja bekk, hvað þá ef hún er framkvæmd síðar. Við vitum núna heilmikið um það hvers vegna snemmbúin íhlutun virkar. Til að læra að lesa, en það er áunnin færni, verður að gefa heilanum tækifæri til að læra um tengslin milli þess hvernig orð líta út og hvernig þau hljóma. Til að gera það verða nemendur að hafa snemma aðgang að prentuðu efni og þróa með sér töluverða reynslu af prentuðu efni, sem gerir heilanum kleift að meðtaka þá þekkingu sem nauðsynleg er fyrir áreynslulausan lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja en það lætur nærri að einn af hverjum fimm nemendum glími við slíka örðugleika. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir stöðuna og skilja þannig hvað gera skal. Höfum það hugfast núna þegar skólastarf er að hefjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Vitund um lesblindu hér á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til vegna starfs Félags lesblindra og meiri fræðslu innan skólakerfisins. Það er því óumdeilt að þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst. Nauðsynlegt er að vel sé hlúð að öllum nemendum og komið til móts við þarfir þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Læsi telst vera grundvallarfærni og mikilvægt að allir kennarar hafi einhvern grunn í lestrarfræðum og geti aðstoðað nemendur sem eiga erfitt með lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur ítrekað bent á að betur megi standa að greiningu í skólum. Það er einnig mat okkar að það þurfi að gera miklar breytingar á kennslu kennara og ekki síst undirbúningi þeirra enda hafa átt sér stað miklar breytingar sem kennarar verða að geta tekist á við. Það er áríðandi að aðstoða kennara við að átta sig á lesblindu og hlúa þá að þeim hópi enda verður ekki annað séð en að mikill vilji sé til þess meðal kennara og kennaranema. Þarna þarf að bæta í. Koma þarf greiningu að sem fyrst Greining á lesblindu fer oft fram í grunnskólum, annaðhvort í gegnum skólaþjónustu sveitarfélaga, skólasálfræðinga eða sérfræðinga á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Með snemmgreiningu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir námsörðugleika. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) árið 2023 kom fram að mikilvægt var að hafa framkvæmt greiningu áður en kom fram í 4. bekk og þeim nemendum farnaðist betur sem höfðu þá fengið greiningu. Lesblindir nemendur fá oft aðgang að sérkennslu, hljóðbókum, talgervlum, lengri tíma í prófum og öðrum tæknilausnum. Íslenska hljóðbókasafnið (HBS) veitir lesblindum ókeypis aðgang að hljóðbókum og námsefni á aðgengilegu formi. Skólar á Íslandi nota oft forrit til að þjálfa lestrarfærni hjá lesblindum nemendum. Snemmbúin íhlutun er mikilvæg Engum blöðum er um það að fletta að snemmbúin íhlutun getur breytt ferli barna með lesblindu. Það er miklu betra að grípa inn í á fyrri stigum en að bíða þangað til barninu raunverulega mistekst því að úrbætur á seinni stigum geta verið síður árangursríkar. Til dæmis kom fram í nýlegri rannsókn að árangurinn var næstum tvöfalt betri ef íhlutun var veitt í fyrsta og öðrum bekk en ef hún bíður fram í þriðja bekk, hvað þá ef hún er framkvæmd síðar. Við vitum núna heilmikið um það hvers vegna snemmbúin íhlutun virkar. Til að læra að lesa, en það er áunnin færni, verður að gefa heilanum tækifæri til að læra um tengslin milli þess hvernig orð líta út og hvernig þau hljóma. Til að gera það verða nemendur að hafa snemma aðgang að prentuðu efni og þróa með sér töluverða reynslu af prentuðu efni, sem gerir heilanum kleift að meðtaka þá þekkingu sem nauðsynleg er fyrir áreynslulausan lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja en það lætur nærri að einn af hverjum fimm nemendum glími við slíka örðugleika. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir stöðuna og skilja þannig hvað gera skal. Höfum það hugfast núna þegar skólastarf er að hefjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun