Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2025 09:17 Kafari leitar að steinaldarminjum á botni Árósaflóa, vopnaður nokkurs konar neðansjávarryksugu. AP/Søren Christian Bech Steinverkfæri, örvaroddar og dýrabein eru á meðal þess sem kafarar hafa fundið í leifum steinaldarbyggðar á botni Árósaflóa í Danmörku í sumar. Byggðin fór á kaf þegar sjávarstaða hækkaði hratt eftir síðustu ísöld. Uppgröfturinn er hluti af alþjóðlegu verkefni sem Evrópusambandið fjármagnar til þess að kortleggja hafsbotninn í Eystrasalti og Norðursjó. Markmið þess er að finna mannabyggðir frá miðri steinöld og kanna landsvæði sem fór undir sjó fyrir þúsundum ára. Flestar mannvistarleifar frá steinöld sem hafa fundist í Danmörku til þessa hafa verið inni í landi. Minjarnar sem fundust í Árósaflóa í sumar voru á um átta metra dýpi rétt utan við ströndina. „Hér erum við í raun og veru með gamla strandlengju. Við erum með byggð sem var beint við strandlengjuna. Við erum að reyna að komast að því hér hvernig lífið var í strandbyggðum,“ segir Peter Moe Astrup, danskur fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum við Árósar, við AP-fréttastofuna. Eins og tíminn hafi stöðvast Sjávarstaða hækkaði hratt þegar síðustu ísöld sleppti. Jöklar sem þökktu stóran hluta norðurhvels bráðnuðu og áætlað er að yfirborð sjávar hafi hækkað um um það bil tvo metra á öld fyrir um 8.500 árum, að sögn Moe Astrup. Við þessar breytingar fóru mannabyggðir á steinöld undir vatn og fólk færði sig lengra upp á land. Minjarnar sem það skildi eftir sig eru vel varðveittar. „Þetta er eins og tímahylki. Þegar sjávarstaðan hækkaði var allt varðveitt í súrefnislausu umhverfi. Tíminn bara stöðvaðist,“ segir fornleifafræðingurinn. Vísindamaður skoðar trjábol sem fór undir sjó fyrir um 8.500 árum í smásjá á safni í Árósum í Danmörku.AP/James Brooks Til viðbótar við það sem hefur þegar fundist á hafsbotninum vonast vísindamennirnir til þess að finna skutla, króka eða aðrar leifar um fiskveiðar frá þessum forsögulega tíma. Varpar ljósi á hvernig sjávarstaða hækkaði Rannsóknirnar varpa einnig frekara ljósi á hvernig sjávarstaðan hækkaði við lok síðustu ísaldar. Vísindamennirnir nota leifar af trjám sem finnast á hafsbotninum og trjáhringi þeirra til þess að áætla hvenær trén drápust þegar þau fóru undir vatn með mikilli nákvæmni. Þetta hefur ekki síst þýðingu nú þegar sjávarstaða á jörðinni hækkar aftur, nú vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Áætlað er að hún nemi um 4,3 sentímetrum á áratug að meðaltali og mun aðeins hækka hraðar eftir því sem stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram. Peter Moe Astrup, fornleifafræðingur, skoðar agnarsmátt dýrabein sem fannst í leifum steinaldarbyggðar á hafsbotni við Árósa.AP/James Brooks Tímabil ísalda og hlýskeiða á jörðinni síðustu 2,6 milljón árin orsakast af náttúrulegum sveiflum í sporbraut og möndulhalla jarðar auk vaggi í snúningsási hennar. Þessar sveiflur, sem eru nefndar Mílankovitsjsveiflur, hafa áhrif á dreifingu sólarljóss og þannig á loftslag jarðar á tímaskala sem er mældur í allt frá tugum þúsunda og upp í hundruð þúsunda ára. Danmörk Fornminjar Loftslagsmál Hafið Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Uppgröfturinn er hluti af alþjóðlegu verkefni sem Evrópusambandið fjármagnar til þess að kortleggja hafsbotninn í Eystrasalti og Norðursjó. Markmið þess er að finna mannabyggðir frá miðri steinöld og kanna landsvæði sem fór undir sjó fyrir þúsundum ára. Flestar mannvistarleifar frá steinöld sem hafa fundist í Danmörku til þessa hafa verið inni í landi. Minjarnar sem fundust í Árósaflóa í sumar voru á um átta metra dýpi rétt utan við ströndina. „Hér erum við í raun og veru með gamla strandlengju. Við erum með byggð sem var beint við strandlengjuna. Við erum að reyna að komast að því hér hvernig lífið var í strandbyggðum,“ segir Peter Moe Astrup, danskur fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum við Árósar, við AP-fréttastofuna. Eins og tíminn hafi stöðvast Sjávarstaða hækkaði hratt þegar síðustu ísöld sleppti. Jöklar sem þökktu stóran hluta norðurhvels bráðnuðu og áætlað er að yfirborð sjávar hafi hækkað um um það bil tvo metra á öld fyrir um 8.500 árum, að sögn Moe Astrup. Við þessar breytingar fóru mannabyggðir á steinöld undir vatn og fólk færði sig lengra upp á land. Minjarnar sem það skildi eftir sig eru vel varðveittar. „Þetta er eins og tímahylki. Þegar sjávarstaðan hækkaði var allt varðveitt í súrefnislausu umhverfi. Tíminn bara stöðvaðist,“ segir fornleifafræðingurinn. Vísindamaður skoðar trjábol sem fór undir sjó fyrir um 8.500 árum í smásjá á safni í Árósum í Danmörku.AP/James Brooks Til viðbótar við það sem hefur þegar fundist á hafsbotninum vonast vísindamennirnir til þess að finna skutla, króka eða aðrar leifar um fiskveiðar frá þessum forsögulega tíma. Varpar ljósi á hvernig sjávarstaða hækkaði Rannsóknirnar varpa einnig frekara ljósi á hvernig sjávarstaðan hækkaði við lok síðustu ísaldar. Vísindamennirnir nota leifar af trjám sem finnast á hafsbotninum og trjáhringi þeirra til þess að áætla hvenær trén drápust þegar þau fóru undir vatn með mikilli nákvæmni. Þetta hefur ekki síst þýðingu nú þegar sjávarstaða á jörðinni hækkar aftur, nú vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Áætlað er að hún nemi um 4,3 sentímetrum á áratug að meðaltali og mun aðeins hækka hraðar eftir því sem stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram. Peter Moe Astrup, fornleifafræðingur, skoðar agnarsmátt dýrabein sem fannst í leifum steinaldarbyggðar á hafsbotni við Árósa.AP/James Brooks Tímabil ísalda og hlýskeiða á jörðinni síðustu 2,6 milljón árin orsakast af náttúrulegum sveiflum í sporbraut og möndulhalla jarðar auk vaggi í snúningsási hennar. Þessar sveiflur, sem eru nefndar Mílankovitsjsveiflur, hafa áhrif á dreifingu sólarljóss og þannig á loftslag jarðar á tímaskala sem er mældur í allt frá tugum þúsunda og upp í hundruð þúsunda ára.
Danmörk Fornminjar Loftslagsmál Hafið Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira