Lífið

Opnar sig eftir hand­tökuna

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Lil Nas X á Met Gala 2024. Hann var á dögunum ákærður fyrir brot á alríkislögum.
Lil Nas X á Met Gala 2024. Hann var á dögunum ákærður fyrir brot á alríkislögum. John Shearer/WireImage

Það vakti gríðarlega athygli þegar rapparinn Lil Nas X var handtekinn á fimmtudag í síðustu viku. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um handtökuna í gær á Instagram síðu sinni.

Lil Nas sem réttu nafni heitir Montero Lamar Hill var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn sem höfðu afskipti af honum þegar hann ráfaði um götur Hollywood á nærbuxunum einum klæða. 

Honum var sleppt úr fangelsi gegn 75 þúsund dala tryggingu sem samsvarar rúmlega níu milljónum króna. Í gærkvöldi birti hann svo myndbönd á Instagram hringrásinni (e. story) þar sem hann talaði við myndavélina og sagði: 

„Það verður allt í lagi með skvísuna ykkar elskurnar mínar. Okei? Þetta verður allt í lagi. Þetta hræddi mig alveg brjálæðislega mikið, ég var alveg ótrúlega hræddur yfir síðustu fjóra daga en það verður allt í lagi með mig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.