Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2025 15:17 Móðir huggar son sinn eftir árásina. AP/Richard Tsong-Taatarii Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. Brian O‘Hara, lögreglustjóri Minneapolis, sagði á blaðamannafundi að árásin hafi verið framin í messu í kirkju við skólann. Hann sagði mann hafa skotið úr riffli inn um glugga kirkjunnar á börn og aðra kirkjugesti sem sátu þar inni. Hann var einnig vopnaður haglabyssu og skammbyssu, samkvæmt lögreglustjóranum, og hleypti af öllum þeirra. Þá hafði hann sett tálma á að minnsta kosti eina hurð kirkjunnar áður en hann hóf skothríðina og er hann sagður hafa hleypt af tugum skota. Lögreglan var með gífurlegan viðbúnað við skólann.AP/Bruce Kluckhohn Tvö börn eru látin. Annað þeirra var átta ára gamalt og hitt tíu ára. Sautján eru særðir, þar af fjórtán börn og tvö þeirra eru í alvarlegu ásigkomulagi. „Heigullinn sem hleypti þessum skotum af, svipti sig svo lífi fyrir aftan kirkjuna,“ sagði O‘Hara. Árásarmaðurinn var á þrítugsaldri og var ekki kunnugur lögreglu, samkvæmt lögreglustjóranum. Verið er að kanna hvert tilefni ódæðisins var og er talið að hann hafi verið einn að verki. Foreldrum var gert að sækja börn sín í skólann eftir skothríðina.AP/Alex Kormann Fjórða skotárásin á einum degi Þetta er að minnsta kosti fjórða mannskæða skotárásin í borginni á einum sólarhring. Einn lét lífið og sex særðust í árás fyrir utan annan skóla í gær og tveir aðrir létu svo lífið í tveimur mismunandi árásum seinna í gær. Árásin átti sér stað við kirkju á skólalóðinni, þar sem börn höfðu komið saman í messu í upphafi skóladags. Faðir eins skólabarns sem býr nærri skólanum og sagðist þekka til skotvopna sagði skothríðina hafa hljómað eins og árásarmaðurinn hafi notað hálf sjálfvirkan riffil. Skothríðin hafi staðið yfir í nokkrar mínútur og telur faðirinn sig hafa heyrt þrjátíu til fimmtíu skot. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Brian O‘Hara, lögreglustjóri Minneapolis, sagði á blaðamannafundi að árásin hafi verið framin í messu í kirkju við skólann. Hann sagði mann hafa skotið úr riffli inn um glugga kirkjunnar á börn og aðra kirkjugesti sem sátu þar inni. Hann var einnig vopnaður haglabyssu og skammbyssu, samkvæmt lögreglustjóranum, og hleypti af öllum þeirra. Þá hafði hann sett tálma á að minnsta kosti eina hurð kirkjunnar áður en hann hóf skothríðina og er hann sagður hafa hleypt af tugum skota. Lögreglan var með gífurlegan viðbúnað við skólann.AP/Bruce Kluckhohn Tvö börn eru látin. Annað þeirra var átta ára gamalt og hitt tíu ára. Sautján eru særðir, þar af fjórtán börn og tvö þeirra eru í alvarlegu ásigkomulagi. „Heigullinn sem hleypti þessum skotum af, svipti sig svo lífi fyrir aftan kirkjuna,“ sagði O‘Hara. Árásarmaðurinn var á þrítugsaldri og var ekki kunnugur lögreglu, samkvæmt lögreglustjóranum. Verið er að kanna hvert tilefni ódæðisins var og er talið að hann hafi verið einn að verki. Foreldrum var gert að sækja börn sín í skólann eftir skothríðina.AP/Alex Kormann Fjórða skotárásin á einum degi Þetta er að minnsta kosti fjórða mannskæða skotárásin í borginni á einum sólarhring. Einn lét lífið og sex særðust í árás fyrir utan annan skóla í gær og tveir aðrir létu svo lífið í tveimur mismunandi árásum seinna í gær. Árásin átti sér stað við kirkju á skólalóðinni, þar sem börn höfðu komið saman í messu í upphafi skóladags. Faðir eins skólabarns sem býr nærri skólanum og sagðist þekka til skotvopna sagði skothríðina hafa hljómað eins og árásarmaðurinn hafi notað hálf sjálfvirkan riffil. Skothríðin hafi staðið yfir í nokkrar mínútur og telur faðirinn sig hafa heyrt þrjátíu til fimmtíu skot. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira