Upp­gjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karó­línu Leu

Hjörvar Ólafsson skrifar
528535237_31241492672102653_4372538938342114746_n
vísir/diego

Valur laut í lægra haldi, 3-1, þegar liðið mætti Braga í undanúrslitum umspils um sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í Mílanó í kvöld. Tveir Íslendingar léku allan leikinn fyrir Braga Guðrún Arnardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir en það var íslenska samvinna í fyrsta marki Braga í leiknum.

Guðrún skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Ásdísi Karen eftir sex mínútna leik. Leah Nicole Lewis, sem lék við hlið Guðrúnar í hjarta varnarinnar hjá Braga, tvöfaldaði svo forystu portúgalska þegar tæplega hálftími var liðinn af leiknum. Aftur skoraði Braga með skoti úr vítateig Vals eftir hornspyrnu. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira