Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2025 07:01 Florian Wirtz á enn eftir að koma að marki í ensku úrvalsdeidlinni eftir tvo leiki. EPA/ADAM VAUGHAN Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. Florian Wirtz hefur ekki fundið sig í fyrstu tveimur leikjum sínum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur vissulega unnið báða leikina þökk sé góðum innkomu hjá varamönnum liðsins en dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins hefur skilað litlu. Þegar kemur að Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar þá hefur Wirtz svo sannarlega brugðist eigendum sínum. En hvað á að gera með hann? Er hann alveg vonlaus eða eru þetta bara byrjendabras? Strákarnir í Fantasýn, Fantasy Premier League hlaðvarpi Sýnar, ræddu hvað sé hægt að gera með þýska sóknarmanninn sem á enn eftir að koma að marki í deildinni eftir tvo leiki. Þáttastjórnendur hjá Fantasýn eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. „Maður er strax farinn að hafa áhyggjur af Florian Wirtz,“ sagði Albert sem er sjálfur Liverpool maður. Það eru öll ljós blikkandi „Hann var að gera mistök og hann var að missa boltann. Það er eitthvað ekki alveg að ganga upp þar,“ sagði Albert. „Það eru öll ljós blikkandi,“ skaut Sindri inn í. „Það eru mörg ljós blikkandi,“ viðurkenndi Albert en Sindri hélt áfram: „Það er ekki hægt að tala saman í kringum hann því það er allt í pípi og öll ljós blikka,“ sagði Sindri stríðinn. „Þetta er eins og gamli bílinn minn. Hann pípti bara við allt sem þú gerðir í bílnum. Þú vissir aldrei hvað væri í gangi,“ sagði Albert. Erum kannski fullleiðinlegir við hann „Við erum kannski fullleiðinlegir við hann. Hann er með fullt hús stiga eftir tvo leiki,“ sagði Albert. „Hvað meinar þú með fullt hús stiga? Liverpool er með full hús stiga,“ sagði Sindri „Þetta er liðsíþrótt Sindri,“ sagði Albert. „En ekki í Fantasy,“ sagði Sindri. „Hann er ekki með mörg stig í Fantasy en ég tók þá ákvörðun í gær. Ég vissi að hann væri að fara lækka í verði en ég ákvað bara að leyfa honum að lækka. Ég seldi hann ekki,“ sagði Albert. „Ég ákvað að halda honum en líka út af þessari óvissu með [Cole] Palmer og þessi óvissa með Strand Larsen en þeir eru báðir í mínu liði. Það eru einhverjir leikir í Carabao og einhverjir gætu meiðst þar,“ sagði Albert. Þú ert í erfiðri stöðu „Það er margt sem getur gerst og ég var ekki alveg tilbúinn að ýta á Wild card takkann eða fría takkann. Ég ákvað bara að bíða og sjá,“ sagði Albert. „Í þessari sjúkrahús samlíkingu, þá stendur þú blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi,“ sagði Sindri. „Já ég myndi segja það,“ sagði Albert. „Þú ert í erfiðri stöðu. Það eru þrír þungt haldnir leikmenn á börunum. Þú getur bara bjargað einum og þú velur að handpumpa Wirtz,“ sagði Sindri. „Ég vel Wirtz af því að ég þarf að halda lífi í honum af því að ég er með mestu peningana í honum,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir ofan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira
Florian Wirtz hefur ekki fundið sig í fyrstu tveimur leikjum sínum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur vissulega unnið báða leikina þökk sé góðum innkomu hjá varamönnum liðsins en dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins hefur skilað litlu. Þegar kemur að Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar þá hefur Wirtz svo sannarlega brugðist eigendum sínum. En hvað á að gera með hann? Er hann alveg vonlaus eða eru þetta bara byrjendabras? Strákarnir í Fantasýn, Fantasy Premier League hlaðvarpi Sýnar, ræddu hvað sé hægt að gera með þýska sóknarmanninn sem á enn eftir að koma að marki í deildinni eftir tvo leiki. Þáttastjórnendur hjá Fantasýn eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. „Maður er strax farinn að hafa áhyggjur af Florian Wirtz,“ sagði Albert sem er sjálfur Liverpool maður. Það eru öll ljós blikkandi „Hann var að gera mistök og hann var að missa boltann. Það er eitthvað ekki alveg að ganga upp þar,“ sagði Albert. „Það eru öll ljós blikkandi,“ skaut Sindri inn í. „Það eru mörg ljós blikkandi,“ viðurkenndi Albert en Sindri hélt áfram: „Það er ekki hægt að tala saman í kringum hann því það er allt í pípi og öll ljós blikka,“ sagði Sindri stríðinn. „Þetta er eins og gamli bílinn minn. Hann pípti bara við allt sem þú gerðir í bílnum. Þú vissir aldrei hvað væri í gangi,“ sagði Albert. Erum kannski fullleiðinlegir við hann „Við erum kannski fullleiðinlegir við hann. Hann er með fullt hús stiga eftir tvo leiki,“ sagði Albert. „Hvað meinar þú með fullt hús stiga? Liverpool er með full hús stiga,“ sagði Sindri „Þetta er liðsíþrótt Sindri,“ sagði Albert. „En ekki í Fantasy,“ sagði Sindri. „Hann er ekki með mörg stig í Fantasy en ég tók þá ákvörðun í gær. Ég vissi að hann væri að fara lækka í verði en ég ákvað bara að leyfa honum að lækka. Ég seldi hann ekki,“ sagði Albert. „Ég ákvað að halda honum en líka út af þessari óvissu með [Cole] Palmer og þessi óvissa með Strand Larsen en þeir eru báðir í mínu liði. Það eru einhverjir leikir í Carabao og einhverjir gætu meiðst þar,“ sagði Albert. Þú ert í erfiðri stöðu „Það er margt sem getur gerst og ég var ekki alveg tilbúinn að ýta á Wild card takkann eða fría takkann. Ég ákvað bara að bíða og sjá,“ sagði Albert. „Í þessari sjúkrahús samlíkingu, þá stendur þú blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi,“ sagði Sindri. „Já ég myndi segja það,“ sagði Albert. „Þú ert í erfiðri stöðu. Það eru þrír þungt haldnir leikmenn á börunum. Þú getur bara bjargað einum og þú velur að handpumpa Wirtz,“ sagði Sindri. „Ég vel Wirtz af því að ég þarf að halda lífi í honum af því að ég er með mestu peningana í honum,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir ofan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira