Fótbolti

Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davíð Snær Jóhannsson spilar mikilvægt hlutverk hjá Álasund.
Davíð Snær Jóhannsson spilar mikilvægt hlutverk hjá Álasund. Aalesund

Davíð Snær Jóhannsson og félagar í Aalesund eru komnir áfram í þriðju umferð norska bikarsins eftir útisigur í kvöld.

Aalesund, sem er spilar í norsku b-deildinni, vann 2-1 sigur á C-deildarliði Stjördals Blink.

Davíð Snær var í byrjunarliðinu og lagði upp fyrsta marki liðsins fyrir Jakob Nyland Örsahl á 42. mínútu.

Karl Martin Rolstad jafnaði metin fyrir Stjördals Blink eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik.

Frederik Heiselberg kom Aalesund aftur yfir á 68. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×