Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar 28. ágúst 2025 06:02 Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Samt hefur hún lagt fram og náð í gegn frumvarpi um grunnskóla sem hefur það að leiðarljósi að auka skilvirkni, gagnsæi og innleiða nýtt samræmt námsmat, sem er einmitt það sem þessir sömu gagnrýnu þingmenn hafa kallað eftir. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón Einn af nýliðum Sjálfstæðisflokksins á þingi, Jón Pétur Zimsen hefur farið hörðum orðum um þau áform sem ríkisstjórnin er með. Fyrir þau sem ekki vita var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn síðustu 12 ár samfleytt og verið með ráðuneyti menntamála í 22 ár frá 1991. Einnig er vert að taka fram að Jón Pétur var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2018-2019 og kom þar m.a. með beinum hætti að innleiðingu núgildandi menntastefnu. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu finna þingmenn flokksins sig knúna til að gagnrýna það sem á að breyta og laga, þar er Jón Pétur Zimsen í broddi fylkingar, eftir að hafa verið sofandi við stýrið með málaflokkinn. Ég spyr, af hverju bar Jón Pétur ekki fram einhverjar af hugmyndunum sem hann er með þegar hann hafði raunverulegt tækifæri til að ná fram breytingum sem aðstoðarmaður ráðherra. Eitt er víst, hann var algjörlega sofandi á verðinum ef hann er bara núna að átta sig á stöðunni. Stolnar fjaðrir Nýlega birtist frétt á Vísi þar sem bæjarstjóri Kópavogs hélt því fram að Kópavogsbær væri eina sveitarfélagið á landinu sem væri að innleiða samræmd próf aftur í alla grunnskóla bæjarins. Það er alls ekki staðan, það er verið að innleiða stöðupróf í grunnskóla Kópavogsbæjar, sem og alla grunnskóla landsins, en þau eru hluti af Matsferli. Matsferill er nýtt fyrirhugað námsmat fyrir grunnskóla landsins sem á að leysa gömlu samræmdu könnunarprófin af hólmi og hefur það markmið að leggja mat á kunnáttu og hæfni á einstaklingsmiðaðan og fjölbreyttan hátt. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins halda því fram að samræmd próf sé eina tólið sem metur getu og kunnáttu hvers og eins. Það hefur marg sinnis sýnt sig í umræðunni, bæði frá fagfólki, aðstandendum og nemendum að samræmd próf ýta undir stress, kvíða og henta einfaldlega ekki öllum, meðal annars vegna þeirrar pressu sem fylgir því að taka prófið. Ásamt því að prófa bara hluta af þeirri færni sem að ætlast er til að þau tileinki sér á skólaferlinum. Það verður samt að segjast alveg eins og er, maður finnur svolítið til með Sjálfstæðismönnum. Eftir að hafa verið með stjórnartaumana í rúman áratug var þeim algjörlega hafnað af þjóðinni og gengi flokksins er í frjálsu falli, könnunn eftir könnunn. Flokkurinn neyðist til að leita nýrra leiða til að byggja upp fylgið sitt aftur, og hann þarf að finna þær fljótt, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þannig það er svo sem ekki skrýtið að þeir séu að láta eins og þeir hafi fundið upp hjólið snúa sér núna af fullum krafti að málaflokki sem verður eflaust ofarlega á baugi í næstu kosningum. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skóla- og menntamál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Samt hefur hún lagt fram og náð í gegn frumvarpi um grunnskóla sem hefur það að leiðarljósi að auka skilvirkni, gagnsæi og innleiða nýtt samræmt námsmat, sem er einmitt það sem þessir sömu gagnrýnu þingmenn hafa kallað eftir. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón Einn af nýliðum Sjálfstæðisflokksins á þingi, Jón Pétur Zimsen hefur farið hörðum orðum um þau áform sem ríkisstjórnin er með. Fyrir þau sem ekki vita var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn síðustu 12 ár samfleytt og verið með ráðuneyti menntamála í 22 ár frá 1991. Einnig er vert að taka fram að Jón Pétur var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2018-2019 og kom þar m.a. með beinum hætti að innleiðingu núgildandi menntastefnu. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu finna þingmenn flokksins sig knúna til að gagnrýna það sem á að breyta og laga, þar er Jón Pétur Zimsen í broddi fylkingar, eftir að hafa verið sofandi við stýrið með málaflokkinn. Ég spyr, af hverju bar Jón Pétur ekki fram einhverjar af hugmyndunum sem hann er með þegar hann hafði raunverulegt tækifæri til að ná fram breytingum sem aðstoðarmaður ráðherra. Eitt er víst, hann var algjörlega sofandi á verðinum ef hann er bara núna að átta sig á stöðunni. Stolnar fjaðrir Nýlega birtist frétt á Vísi þar sem bæjarstjóri Kópavogs hélt því fram að Kópavogsbær væri eina sveitarfélagið á landinu sem væri að innleiða samræmd próf aftur í alla grunnskóla bæjarins. Það er alls ekki staðan, það er verið að innleiða stöðupróf í grunnskóla Kópavogsbæjar, sem og alla grunnskóla landsins, en þau eru hluti af Matsferli. Matsferill er nýtt fyrirhugað námsmat fyrir grunnskóla landsins sem á að leysa gömlu samræmdu könnunarprófin af hólmi og hefur það markmið að leggja mat á kunnáttu og hæfni á einstaklingsmiðaðan og fjölbreyttan hátt. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins halda því fram að samræmd próf sé eina tólið sem metur getu og kunnáttu hvers og eins. Það hefur marg sinnis sýnt sig í umræðunni, bæði frá fagfólki, aðstandendum og nemendum að samræmd próf ýta undir stress, kvíða og henta einfaldlega ekki öllum, meðal annars vegna þeirrar pressu sem fylgir því að taka prófið. Ásamt því að prófa bara hluta af þeirri færni sem að ætlast er til að þau tileinki sér á skólaferlinum. Það verður samt að segjast alveg eins og er, maður finnur svolítið til með Sjálfstæðismönnum. Eftir að hafa verið með stjórnartaumana í rúman áratug var þeim algjörlega hafnað af þjóðinni og gengi flokksins er í frjálsu falli, könnunn eftir könnunn. Flokkurinn neyðist til að leita nýrra leiða til að byggja upp fylgið sitt aftur, og hann þarf að finna þær fljótt, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þannig það er svo sem ekki skrýtið að þeir séu að láta eins og þeir hafi fundið upp hjólið snúa sér núna af fullum krafti að málaflokki sem verður eflaust ofarlega á baugi í næstu kosningum. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun