Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2025 15:02 Hugtakið snemmtæk íhlutun hefur undanfarin ár orðið lykilorð í menntastefnu og umræðu um velferð barna. Það vísar til þess að gripið sé inn í náms- eða þroskavanda barns strax við fyrstu merki, áður en hann þróast í alvarlegri erfiðleika. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun eykur líkur á farsælli námsframvindu, dregur úr félagslegum hindrunum og minnkar kostnað samfélagsins til lengri tíma. En þegar litið er til skipulags þess nýja námsmats sem nú á að innleiða hér á landi vaknar sú spurning: erum við í raun að bjóða upp á snemmtæka íhlutun, eða einungis seina íhlutun? Samræmt námsmat – of seint og of sjaldan Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir að samræmt námsmat, sem á að varpa ljósi á stöðu nemenda, sé lagt fyrir einu sinni á ári, undir lok skólaársins. Fyrsta mæling á ekki að vera gerð fyrr en á fjórða skólaári barns. Þannig geta nemendur átt í lestrar- eða stærðfræðierfiðleikum árum saman áður en kerfið kallar eftir viðbrögðum. Þetta þýðir í reynd að barn sem hefur átt í erfiðleikum í fyrsta eða öðru bekk fær ekki kerfisbundið mat fyrr en allt að þremur árum síðar. Þá hefur vandinn oft fest sig í sessi, sjálfstraust barnsins laskast og mun meiri úrræði þurfa til en ella. Það er andstætt allri hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar. Hvers vegna skiptir tíminn máli? Þroskasálfræðingar leggja áherslu á að fyrstu skólaárin séu mótandi fyrir allt nám barnsins. Ef lestrarkunnátta eða talnaskilningur ná ekki festu á fyrstu tveimur árum getur barnið átt erfitt uppdráttar í öllum öðrum námsgreinum. Þar sem heilinn er hvað mótanlegastur snemma í æsku skiptir máli að grípa fljótt inn í – innan vikna eða mánaða, ekki ára. Hvað þarf að breytast? Ef markmiðið er raunveruleg snemmtæk íhlutun þarf skólakerfið að: ●Skima reglulega frá fyrsta skólaári, jafnvel með einföldum skimunarprófum sem taka fáar mínútur. ●Meta stöðuna oftar en einu sinni á ári, þannig að kennarar geti brugðist við strax þegar frávik koma í ljós. ●Tryggja að stuðningur hefjist strax, í stað þess að bíða eftir árlegu prófi sem kemur alltaf of seint fyrir suma nemendur. Við verðum að bregðast fyrr við Með núverandi skipulagi má vart tala um snemmtæka íhlutun. Við bregðumst við, en of seint til að það falli undir hugtakið eins og fræðin skilgreina það. Ef við ætlum að taka mark á eigin stefnum og vilja bæta námsárangur allra barna, þá verðum við að færa mats- og íhlutunarferlið nær byrjun skólagöngunnar – og gera það að hluta af daglegu starfi, ekki árlegu prófi. Höfundur er rekstrarstjóri og stofnandi Evolytes. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Hugtakið snemmtæk íhlutun hefur undanfarin ár orðið lykilorð í menntastefnu og umræðu um velferð barna. Það vísar til þess að gripið sé inn í náms- eða þroskavanda barns strax við fyrstu merki, áður en hann þróast í alvarlegri erfiðleika. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun eykur líkur á farsælli námsframvindu, dregur úr félagslegum hindrunum og minnkar kostnað samfélagsins til lengri tíma. En þegar litið er til skipulags þess nýja námsmats sem nú á að innleiða hér á landi vaknar sú spurning: erum við í raun að bjóða upp á snemmtæka íhlutun, eða einungis seina íhlutun? Samræmt námsmat – of seint og of sjaldan Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir að samræmt námsmat, sem á að varpa ljósi á stöðu nemenda, sé lagt fyrir einu sinni á ári, undir lok skólaársins. Fyrsta mæling á ekki að vera gerð fyrr en á fjórða skólaári barns. Þannig geta nemendur átt í lestrar- eða stærðfræðierfiðleikum árum saman áður en kerfið kallar eftir viðbrögðum. Þetta þýðir í reynd að barn sem hefur átt í erfiðleikum í fyrsta eða öðru bekk fær ekki kerfisbundið mat fyrr en allt að þremur árum síðar. Þá hefur vandinn oft fest sig í sessi, sjálfstraust barnsins laskast og mun meiri úrræði þurfa til en ella. Það er andstætt allri hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar. Hvers vegna skiptir tíminn máli? Þroskasálfræðingar leggja áherslu á að fyrstu skólaárin séu mótandi fyrir allt nám barnsins. Ef lestrarkunnátta eða talnaskilningur ná ekki festu á fyrstu tveimur árum getur barnið átt erfitt uppdráttar í öllum öðrum námsgreinum. Þar sem heilinn er hvað mótanlegastur snemma í æsku skiptir máli að grípa fljótt inn í – innan vikna eða mánaða, ekki ára. Hvað þarf að breytast? Ef markmiðið er raunveruleg snemmtæk íhlutun þarf skólakerfið að: ●Skima reglulega frá fyrsta skólaári, jafnvel með einföldum skimunarprófum sem taka fáar mínútur. ●Meta stöðuna oftar en einu sinni á ári, þannig að kennarar geti brugðist við strax þegar frávik koma í ljós. ●Tryggja að stuðningur hefjist strax, í stað þess að bíða eftir árlegu prófi sem kemur alltaf of seint fyrir suma nemendur. Við verðum að bregðast fyrr við Með núverandi skipulagi má vart tala um snemmtæka íhlutun. Við bregðumst við, en of seint til að það falli undir hugtakið eins og fræðin skilgreina það. Ef við ætlum að taka mark á eigin stefnum og vilja bæta námsárangur allra barna, þá verðum við að færa mats- og íhlutunarferlið nær byrjun skólagöngunnar – og gera það að hluta af daglegu starfi, ekki árlegu prófi. Höfundur er rekstrarstjóri og stofnandi Evolytes.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun