29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2025 21:20 Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. vísir/vilhelm Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. Töluvert hefur verið fjallað um aukna einveru og aukinn einmanaleika upp á síðkastið. Skortur á félagslegum tengslum er af ýmsum talið eitt helsta vandamál samtímans. Um 29 prósent heimila skipuð einum aðila Samkvæmt tölfræði frá Evrópusambandinu hefur fjöldi þeirra sem búa einir og án barna aukist töluvert þar síðustu ár. Árið 2016 voru það tæplega 64 milljón manns en á síðasta ári stóð það í 75 milljónum sem gerir um 24,1 prósent heimila. Á Íslandi voru það um 29 prósent heimila árið 2021 sem gerir um 38 þúsund manns. Ingrid Kuhlman, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, segir að þó að einmanaleiki sé vandamál sem beri að taka alvarlega þurfi einvera alls ekki að vera af hinu slæma. „Það er aukning, við sjáum það. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst samfélagsbreytingar og svo líka breytt lífsgildi. Fólk velur einveru, þetta er meðvituð ákvörðun, til að njóta frelsis, til að rækta sjálft sig og til að finna eigin takt.“ Einstæðingar mæti fordómum Mikilvægt sé að gera greinarmun á milli einveru og einmanaleika. Að hennar mati getur fólk sem kýs að vera eitt mætt fordómum. „Það er svolítill þrýstingur á að vera í nánum tengslum og vera í rómantísku sambandi. En við sjáum að það er að breytast.“ Hún segir yngri kynslóðir leggja enn minna upp úr nánum tengslum. „Til dæmis í könnun í Bandaríkjunum 2023 sjáum við að stór hluti, tveir af hverjum fimm, líta á hjónabandið sem úrelta hugmynd. Það kom líka fram hjá bresku hagstofunni að aðeins rétt rúmur helmingur ætlar sér að giftast.“ Hún telur að húsnæðismarkaðurinn þurfi jafnvel að taka mið af því hve margir kjósa að vera einir. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé ekki að reikna með svona mörgum einstaklingsheimilum. Þessar íbúðir sem er verið að byggja. Eru ekki endilega að henta eldri borgurum eða einstaklingum. Það er ekki verið að byggja mikið af litlum íbúðum.“ Geðheilbrigði Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um aukna einveru og aukinn einmanaleika upp á síðkastið. Skortur á félagslegum tengslum er af ýmsum talið eitt helsta vandamál samtímans. Um 29 prósent heimila skipuð einum aðila Samkvæmt tölfræði frá Evrópusambandinu hefur fjöldi þeirra sem búa einir og án barna aukist töluvert þar síðustu ár. Árið 2016 voru það tæplega 64 milljón manns en á síðasta ári stóð það í 75 milljónum sem gerir um 24,1 prósent heimila. Á Íslandi voru það um 29 prósent heimila árið 2021 sem gerir um 38 þúsund manns. Ingrid Kuhlman, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, segir að þó að einmanaleiki sé vandamál sem beri að taka alvarlega þurfi einvera alls ekki að vera af hinu slæma. „Það er aukning, við sjáum það. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst samfélagsbreytingar og svo líka breytt lífsgildi. Fólk velur einveru, þetta er meðvituð ákvörðun, til að njóta frelsis, til að rækta sjálft sig og til að finna eigin takt.“ Einstæðingar mæti fordómum Mikilvægt sé að gera greinarmun á milli einveru og einmanaleika. Að hennar mati getur fólk sem kýs að vera eitt mætt fordómum. „Það er svolítill þrýstingur á að vera í nánum tengslum og vera í rómantísku sambandi. En við sjáum að það er að breytast.“ Hún segir yngri kynslóðir leggja enn minna upp úr nánum tengslum. „Til dæmis í könnun í Bandaríkjunum 2023 sjáum við að stór hluti, tveir af hverjum fimm, líta á hjónabandið sem úrelta hugmynd. Það kom líka fram hjá bresku hagstofunni að aðeins rétt rúmur helmingur ætlar sér að giftast.“ Hún telur að húsnæðismarkaðurinn þurfi jafnvel að taka mið af því hve margir kjósa að vera einir. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé ekki að reikna með svona mörgum einstaklingsheimilum. Þessar íbúðir sem er verið að byggja. Eru ekki endilega að henta eldri borgurum eða einstaklingum. Það er ekki verið að byggja mikið af litlum íbúðum.“
Geðheilbrigði Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira