Innlent

Bílbruni í Hafnar­firði og á Lynghálsi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Mynd úr safni og mynd af öðrum bílbrunanum.
Mynd úr safni og mynd af öðrum bílbrunanum. Vísir/Vilhelm/Slökkviliðið

Slökkviliðið fór í tvö útköll í nótt vegna bílbruna. Fyrri bruninn átti sér stað upp úr eittleytinu í Hafnarfirði og sá seinni á Lynghálsi upp úr þrjúleytinu.

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu greindi frá verkefnum næturinnar í Facebook-færslu í morgun en mbl greindu fyrst frá.

Bílarnir voru báðir alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang að sögn varðstjóra og eru báðir gjöreyðilagðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök.

Slökkviliðið sinnti einnig 105 sjúkraflutningum í gær, þar af voru 22 þeirra á næturvaktinni sem byrjaði klukkan hálf tíu í gærkvöldi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×