Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar 1. september 2025 09:02 Hefur þú einhvern tímann hugsað þér að skipta um starf og verða þrívíddarmatarprentari, fjarskurðlæknir eða samvinnuþjarkamiðlari? Þetta hljómar kannski eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu, en fyrir mörg börn í grunnskóla í dag gætu þetta orðið raunveruleg störf í ekki svo fjarlægri framtíð. Vinnumarkaðurinn breytist hraðar en nokkru sinni fyrr með mikilli framþróun á mörgum sviðum, til dæmis í nanótækni, skammtatölvum, vélmennaforritun og geimrannsóknum. Þrátt fyrir að við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér með nýrri tækni, getum við hjálpað börnum að finna fyrir sjálfstrausti og hlakka til framtíðarinnar. Með þetta markmið í huga gaf breska sendiráðið í Reykjavík út barnabókina Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar, haustið 2022. Bókina skrifaði ég til að kynna 30 ný og óvenjuleg störf sem gætu orðið til á Íslandi á næstu 10 til 20 árum. Bókin snýst þó um fleira en störf, hún snýst um tækifærin sem felast í framtíðinni. Hún snýst um að börn viti að þau geti allt, óháð bakgrunni, kyni eða útliti. Þetta skiptir mig sem móður sérstaklega miklu máli. Rannsóknir sýna að þegar börn eru sex ára gömul hafa þau þegar myndað sér hugmyndir um hver sé klár, hver sé góður og hver passi inn. Þessar hugmyndir mótast af því sem börn sjá í kringum sig og geta takmarkað trú þeirra á eigin tækifærum og hæfni. Þess vegna er bókin okkar full af mismunandi karakterum og sögum sem ögra staðalímyndum og fagna fjölbreytileika. Þetta er okkar leið til að segja við öll börn: Framtíðin er spennandi, þú ert hluti af henni og getur tekið þátt í að móta hana. Síðustu þrjú ár höfum við farið með bókina í skóla og bókasöfn um allt Ísland – frá Þingeyri til Vopnafjarðar og frá Akureyri til Vestmannaeyja. Við höfum spjallað við fleiri en 1000 börn og 150 kennara og heyrt hugmyndir þeirra og framtíðardrauma. Nú við upphaf síðasta árs míns sem sendiherra á Íslandi ætlum við að setja nýtt verkefni af stað sem við köllum 1000 framtíðir eða 1000 Futures. Með þessu verkefni viljum við gefa síðustu 1000 eintökin af bókinni, halda áfram að ferðast um landið, hitta börn og spjalla við þau um þeirra sýn fyrir framtíðina. Við munum áfram leggja áherslu á samtal um fjölbreytileika og falin sérkenni, hvernig okkur finnst mismunandi hlutir auðveldir og erfiðir og hvernig hvert og eitt okkar er einstakt. Við munum einnig halda áfram að hvetja börn til að dreyma stóra drauma, vera forvitin og trúa á sig sjálf. Þetta verkefni snýst um að veita börnum innblástur á sama tíma og við styrkjum samband Bretlands og Íslands. Verkefnið snýst um að læra hvort af öðru, deila hugmyndum og vinna saman að því að búa til heim þar sem öll börn upplifa stuðning, viðurkenningu og hvatningu. Þó ekki nema eitt barn lesi bókina og fari í kjölfarið að dreyma stærri drauma þá hefur okkur tekist að gera eitthvað sem skiptir máli. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Hefur þú einhvern tímann hugsað þér að skipta um starf og verða þrívíddarmatarprentari, fjarskurðlæknir eða samvinnuþjarkamiðlari? Þetta hljómar kannski eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu, en fyrir mörg börn í grunnskóla í dag gætu þetta orðið raunveruleg störf í ekki svo fjarlægri framtíð. Vinnumarkaðurinn breytist hraðar en nokkru sinni fyrr með mikilli framþróun á mörgum sviðum, til dæmis í nanótækni, skammtatölvum, vélmennaforritun og geimrannsóknum. Þrátt fyrir að við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér með nýrri tækni, getum við hjálpað börnum að finna fyrir sjálfstrausti og hlakka til framtíðarinnar. Með þetta markmið í huga gaf breska sendiráðið í Reykjavík út barnabókina Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar, haustið 2022. Bókina skrifaði ég til að kynna 30 ný og óvenjuleg störf sem gætu orðið til á Íslandi á næstu 10 til 20 árum. Bókin snýst þó um fleira en störf, hún snýst um tækifærin sem felast í framtíðinni. Hún snýst um að börn viti að þau geti allt, óháð bakgrunni, kyni eða útliti. Þetta skiptir mig sem móður sérstaklega miklu máli. Rannsóknir sýna að þegar börn eru sex ára gömul hafa þau þegar myndað sér hugmyndir um hver sé klár, hver sé góður og hver passi inn. Þessar hugmyndir mótast af því sem börn sjá í kringum sig og geta takmarkað trú þeirra á eigin tækifærum og hæfni. Þess vegna er bókin okkar full af mismunandi karakterum og sögum sem ögra staðalímyndum og fagna fjölbreytileika. Þetta er okkar leið til að segja við öll börn: Framtíðin er spennandi, þú ert hluti af henni og getur tekið þátt í að móta hana. Síðustu þrjú ár höfum við farið með bókina í skóla og bókasöfn um allt Ísland – frá Þingeyri til Vopnafjarðar og frá Akureyri til Vestmannaeyja. Við höfum spjallað við fleiri en 1000 börn og 150 kennara og heyrt hugmyndir þeirra og framtíðardrauma. Nú við upphaf síðasta árs míns sem sendiherra á Íslandi ætlum við að setja nýtt verkefni af stað sem við köllum 1000 framtíðir eða 1000 Futures. Með þessu verkefni viljum við gefa síðustu 1000 eintökin af bókinni, halda áfram að ferðast um landið, hitta börn og spjalla við þau um þeirra sýn fyrir framtíðina. Við munum áfram leggja áherslu á samtal um fjölbreytileika og falin sérkenni, hvernig okkur finnst mismunandi hlutir auðveldir og erfiðir og hvernig hvert og eitt okkar er einstakt. Við munum einnig halda áfram að hvetja börn til að dreyma stóra drauma, vera forvitin og trúa á sig sjálf. Þetta verkefni snýst um að veita börnum innblástur á sama tíma og við styrkjum samband Bretlands og Íslands. Verkefnið snýst um að læra hvort af öðru, deila hugmyndum og vinna saman að því að búa til heim þar sem öll börn upplifa stuðning, viðurkenningu og hvatningu. Þó ekki nema eitt barn lesi bókina og fari í kjölfarið að dreyma stærri drauma þá hefur okkur tekist að gera eitthvað sem skiptir máli. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun