Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Agnar Már Másson skrifar 30. ágúst 2025 23:45 Palestínski fáninn var dreginn að húni í júní og hefur hann blakt við hlið þess úkraínska sem var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið 2022. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg mun endurskoða fánareglur sínar meðal annars til að gera það auðveldara að „sýna þjóðum stuðning“. Sjálfstæðismenn í borginni vilja frekar að glænýr „friðarfáni Reykjavíkur“ sé hannaður svo ekki þurfi að flagga erlendum þjóðfánum við húsið. Auk þess vilja þeir að íslenskum fána sé flaggað við ráðhúsið nær alla daga. Af fundargerð að dæma voru fánar eitt helsta umræðuefni á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar á föstudag. Þar var samþykkt að reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkur yrðu endurskoðaðar. Einnig var samþykkt að viðburðarstjórn ráðhússins leggði til reglubreytingar og setti viðmið um hversu lengi fánar skuli blakta við stjórnsýsluhús. Auk þess átti að tryggja að auðveldara sé fyrir kjörna fulltrúa „að sýna þjóðum og íbúum samstöðu þegar við á“ og er þar væntanlega átt við að draga fána annarra þjóða að húni við tilefni. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borginni samþykkti seint í júní að draga fána Palestínu að húni við ráðhúsið. Reyndar var skorið á bönd þeirra fána nokkrum dögum síðar en hafa þeir verið dregnir upp að nýju. Vilja hanna sérfána svo ekki þurfi að flagga fánum annarra þjóða Þetta var þó ekki eina fánamálið til umræðu á fundinum, heldur lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgin léti hanna og framleiða sérstakan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ sem dreginn yrði að húni daglega utan við Ráðhús Reykjavíkur. Undanskildir yrðu þeir átta rauðu dagar sem ekki eru fánadagar enda húsverðir ekki að störfum þá tilteknu daga. „Friðarfáninn verði táknmynd þess að Reykjavíkurborg er yfirlýst friðarborg enda starfrækir höfuðborgin Höfða friðarsetur og heimili Friðarsúlunnar er í borginni. Með friðarfánanum verði ástæðulaust að draga erlenda þjóðfána að húni við Ráðhúsið í stríðsátökum erlendis enda standi höfuðborgin ávallt með friði,“ skrifa sjálfstæðismennirnir, sem lýstu á sínum tíma óánægju sinni með ákvörðun meirihlutans um að draga palestínufánann að húni. Enn fremur leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram aðra bókun um að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins, að undanskildum fyrrnefndum rauðum dögum sem ekki eru fánadagar. Samþykkt var að vísa báðum tillögum Sjálfstæðismanna til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun á reglum um notkun fána. Reykjavík Palestína Úkraína Borgarstjórn Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Af fundargerð að dæma voru fánar eitt helsta umræðuefni á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar á föstudag. Þar var samþykkt að reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkur yrðu endurskoðaðar. Einnig var samþykkt að viðburðarstjórn ráðhússins leggði til reglubreytingar og setti viðmið um hversu lengi fánar skuli blakta við stjórnsýsluhús. Auk þess átti að tryggja að auðveldara sé fyrir kjörna fulltrúa „að sýna þjóðum og íbúum samstöðu þegar við á“ og er þar væntanlega átt við að draga fána annarra þjóða að húni við tilefni. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borginni samþykkti seint í júní að draga fána Palestínu að húni við ráðhúsið. Reyndar var skorið á bönd þeirra fána nokkrum dögum síðar en hafa þeir verið dregnir upp að nýju. Vilja hanna sérfána svo ekki þurfi að flagga fánum annarra þjóða Þetta var þó ekki eina fánamálið til umræðu á fundinum, heldur lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgin léti hanna og framleiða sérstakan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ sem dreginn yrði að húni daglega utan við Ráðhús Reykjavíkur. Undanskildir yrðu þeir átta rauðu dagar sem ekki eru fánadagar enda húsverðir ekki að störfum þá tilteknu daga. „Friðarfáninn verði táknmynd þess að Reykjavíkurborg er yfirlýst friðarborg enda starfrækir höfuðborgin Höfða friðarsetur og heimili Friðarsúlunnar er í borginni. Með friðarfánanum verði ástæðulaust að draga erlenda þjóðfána að húni við Ráðhúsið í stríðsátökum erlendis enda standi höfuðborgin ávallt með friði,“ skrifa sjálfstæðismennirnir, sem lýstu á sínum tíma óánægju sinni með ákvörðun meirihlutans um að draga palestínufánann að húni. Enn fremur leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram aðra bókun um að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins, að undanskildum fyrrnefndum rauðum dögum sem ekki eru fánadagar. Samþykkt var að vísa báðum tillögum Sjálfstæðismanna til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun á reglum um notkun fána.
Reykjavík Palestína Úkraína Borgarstjórn Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira