Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar 1. september 2025 09:32 Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði, þykir gaman að vera í fjölmiðlum. Hann hefur þó ekki látið sjá sig þar síðan í mars, er hann boðaði að eldgos hæfist daginn eftir. Raunin varð sú að það hófst rétt um mánuði síðar, og skriplaði Magnús þar á skötu allillilega – rétt eins og nú, þegar hann kemur enn eina ferðina fram með fullyrðingar um Kötlujökul. Því miður fær hann með sér blaðurmanninn, eða blaðurkonuna, Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem vinnur allhroðalega vinnu sem blaðamaður, og það er RÚV til vansa að svona hroðvirkni sjáist. Það er ljóst að Sigrún hefur ekki leitað sér fullnægjandi upplýsinga um málið né leitað eftir svörum frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem flytja fólk í hellana í Kötlu. Hefði hún gert það, hefði greinin í besta falli orðið til vitrænnar umræðu – en getur ekki orðið það, því hún hefur ekki grunninn sem þarf til að spyrja réttu spurninganna né talar hún við réttu aðilana: þá sem vinna á svæðinu og vita um hvað ræðir. Mér var það spurn: hvað liggur fyrir Magnúsi Tuma með það að koma enn og aftur fram með fullyrðingar sem enginn hefur hlustað á né tekið undir? Enda virðist sem hann viti ekkert um hvað hann er að tala. Lykillinn liggur þó í fyrirsögninni, sem er endurtekning á áður sögðum orðum Magnúsar Tuma: „Óásættanlegt að farið sé með hópa í náttúrulega íshella á sumrin.“ Ef Magnús Tumi vissi eitthvað um íshellaferðir annað en hann hefur lesið úr bókum, þá ætti hann að vita að aðeins er einn manngerður íshellir á Íslandi sem menn fara í. Aðgengi að honum er til muna hættulegra en aðgengi að hellum í Kötlujökli.Það er hægt að komast að Kötlujökli að sumri á Yaris, sé maður laginn bílstjóri, en það dytti engum heilvita manni í hug að gera sér ferð á slíku farartæki upp á Langjökul. Til að komast í manngerðan helli á Langjökli þarf að ferðast um glerhálan, spegilsléttan ísinn, og það þarf að vita nákvæmlega slóðann og hvort eða hvernig sprunguhreyfingar hafa verið í jöklinum. Ef farið er aðeins út fyrir slóðann er hætta á að hverfa ofan í jökulinn og sjást ekki meir. Þessu er ekki til að jafna við aðgengi að Kötlujökli. Magnús Tumi ætti líka að vita að manngerði hellirinn er undir stöðugri vinnu, bæði hvað varðar stærð og öryggi vegna sprungumyndunar, þar sem jökullinn er á hreyfingu og bráðnar hratt. Það sætir því undrun hvers vegna Magnús Tumi kemur fram með þessa fullyrðingu. Eina skýringin sem ég finn er að hann sé í vinnu fyrir þá aðila sem þangað flytja ferðamenn og sjá ofsjónum yfir samkeppninni við náttúruhella í Kötlu. Nema hitt sé málið: að hann vilji komast í það starf að vera eftirlitsaðili fyrir öryggi íshella á Kötlusvæðinu. Í greininni er því gert skóna að það sé ekki gott að eftirlitið sé aðeins í höndum þeirra sem selja ferðir í hellana. Þetta er með öllu fráleitt og heimskulegt sjónarmið. Aðstæður í og við Kötlujökul eru síbreytilegar dag frá degi og engir eru betur færir um að meta þær en þeir leiðsögumenn og þau fyrirtæki sem flytja þangað farþega.Þeim, rétt eins og mér sem leiðsögumanni sem fer þangað reglulega, er umhugað um öryggi farþeganna og að fræða þá um hættur jökla sem og allar þær breytingar sem eiga sér stað vegna hlýnunar og bráðnunar jöklanna. Það er daglega unnið að öryggi varðandi aðgengi að íshellum: svæðið og hellarnir eru skannaðir daglega, og ef menn telja að svæðið sé ekki öruggt, þá hika menn ekki við að loka því til að tryggja öryggi – þrátt fyrir milljóna tap, rétt eins og nýleg dæmi sanna. Fullyrðing Magnúsar Tuma er því gersamlega óábyrg, og jafn óábyrg er vinna Sigrúnar Þuríðar sem skrifar án þess að kanna málið til hlítar.Hvaða tilgangi skrif beggja þjóna er mér vandséð, en ég get ekki annað en áætlað að tilgangur Magnúsar Tuma sé annarlegur. Ekki virðist hann tengjast umhyggju fyrir ferðamönnum, öryggi þeirra eða fagmennsku í ferðaþjónustu. Það er von mín að bæði hugsi sinn gang, vandi til frekari verka í framtíðinni og rasi ekki um ráð fram. Höfundur er ljósmyndari og leiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Jöklar á Íslandi Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði, þykir gaman að vera í fjölmiðlum. Hann hefur þó ekki látið sjá sig þar síðan í mars, er hann boðaði að eldgos hæfist daginn eftir. Raunin varð sú að það hófst rétt um mánuði síðar, og skriplaði Magnús þar á skötu allillilega – rétt eins og nú, þegar hann kemur enn eina ferðina fram með fullyrðingar um Kötlujökul. Því miður fær hann með sér blaðurmanninn, eða blaðurkonuna, Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem vinnur allhroðalega vinnu sem blaðamaður, og það er RÚV til vansa að svona hroðvirkni sjáist. Það er ljóst að Sigrún hefur ekki leitað sér fullnægjandi upplýsinga um málið né leitað eftir svörum frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem flytja fólk í hellana í Kötlu. Hefði hún gert það, hefði greinin í besta falli orðið til vitrænnar umræðu – en getur ekki orðið það, því hún hefur ekki grunninn sem þarf til að spyrja réttu spurninganna né talar hún við réttu aðilana: þá sem vinna á svæðinu og vita um hvað ræðir. Mér var það spurn: hvað liggur fyrir Magnúsi Tuma með það að koma enn og aftur fram með fullyrðingar sem enginn hefur hlustað á né tekið undir? Enda virðist sem hann viti ekkert um hvað hann er að tala. Lykillinn liggur þó í fyrirsögninni, sem er endurtekning á áður sögðum orðum Magnúsar Tuma: „Óásættanlegt að farið sé með hópa í náttúrulega íshella á sumrin.“ Ef Magnús Tumi vissi eitthvað um íshellaferðir annað en hann hefur lesið úr bókum, þá ætti hann að vita að aðeins er einn manngerður íshellir á Íslandi sem menn fara í. Aðgengi að honum er til muna hættulegra en aðgengi að hellum í Kötlujökli.Það er hægt að komast að Kötlujökli að sumri á Yaris, sé maður laginn bílstjóri, en það dytti engum heilvita manni í hug að gera sér ferð á slíku farartæki upp á Langjökul. Til að komast í manngerðan helli á Langjökli þarf að ferðast um glerhálan, spegilsléttan ísinn, og það þarf að vita nákvæmlega slóðann og hvort eða hvernig sprunguhreyfingar hafa verið í jöklinum. Ef farið er aðeins út fyrir slóðann er hætta á að hverfa ofan í jökulinn og sjást ekki meir. Þessu er ekki til að jafna við aðgengi að Kötlujökli. Magnús Tumi ætti líka að vita að manngerði hellirinn er undir stöðugri vinnu, bæði hvað varðar stærð og öryggi vegna sprungumyndunar, þar sem jökullinn er á hreyfingu og bráðnar hratt. Það sætir því undrun hvers vegna Magnús Tumi kemur fram með þessa fullyrðingu. Eina skýringin sem ég finn er að hann sé í vinnu fyrir þá aðila sem þangað flytja ferðamenn og sjá ofsjónum yfir samkeppninni við náttúruhella í Kötlu. Nema hitt sé málið: að hann vilji komast í það starf að vera eftirlitsaðili fyrir öryggi íshella á Kötlusvæðinu. Í greininni er því gert skóna að það sé ekki gott að eftirlitið sé aðeins í höndum þeirra sem selja ferðir í hellana. Þetta er með öllu fráleitt og heimskulegt sjónarmið. Aðstæður í og við Kötlujökul eru síbreytilegar dag frá degi og engir eru betur færir um að meta þær en þeir leiðsögumenn og þau fyrirtæki sem flytja þangað farþega.Þeim, rétt eins og mér sem leiðsögumanni sem fer þangað reglulega, er umhugað um öryggi farþeganna og að fræða þá um hættur jökla sem og allar þær breytingar sem eiga sér stað vegna hlýnunar og bráðnunar jöklanna. Það er daglega unnið að öryggi varðandi aðgengi að íshellum: svæðið og hellarnir eru skannaðir daglega, og ef menn telja að svæðið sé ekki öruggt, þá hika menn ekki við að loka því til að tryggja öryggi – þrátt fyrir milljóna tap, rétt eins og nýleg dæmi sanna. Fullyrðing Magnúsar Tuma er því gersamlega óábyrg, og jafn óábyrg er vinna Sigrúnar Þuríðar sem skrifar án þess að kanna málið til hlítar.Hvaða tilgangi skrif beggja þjóna er mér vandséð, en ég get ekki annað en áætlað að tilgangur Magnúsar Tuma sé annarlegur. Ekki virðist hann tengjast umhyggju fyrir ferðamönnum, öryggi þeirra eða fagmennsku í ferðaþjónustu. Það er von mín að bæði hugsi sinn gang, vandi til frekari verka í framtíðinni og rasi ekki um ráð fram. Höfundur er ljósmyndari og leiðsögumaður
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun