KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2025 12:07 Dómarar leiksins, frá Lettlandi, Tyrklandi og Noregi, hafa ekki fengið hlýjar kveðjur frá Íslandi eftir að hafa hreinlega tekið yfir leikinn undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent formlega kvörtun til Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, vegna dómgæslu í leik karlalandsliðsins við Pólland á EM í gær. Mönnum var heitt í hamsi eftir leik gærkvöldsins og sjaldan hefur rólyndismaðurinn Craig Pedersen sést eins æstur og hann var eftir leik. Ísland hafði unnið sig inn í leikinn eftir að hafa verið 16 stigum undir og komust yfir á kafla í fjórða leikhluta. Eftir það tók við dómarakonsert og síðustu mínútur leiksins fóru fram á vítalínunni, þar sem Pólverjar gerðu út um leikinn. Þrjár stórar ákvarðanir réðu úrslitum leiksins, allar umdeildar. Todd Warnick, alþjóðadómari til margra ára á vegum FIBA og dómaraþjálfari, segir allar þrjár hreinlega rangar. Í umfjöllun RÚV sögðu sérfræðingarnir og körfuboltaþjálfararnir Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson hafa verið svindlað á íslenska liðinu og að kollegar erlendis frá hefðu sent þeim skeyti, spyrjandi hvers kyns skandall hefði átt sér stað í Katowice. KKÍ hefur nú brugðist við með því að senda formlega kvörtun til FIBA og evrópska sambandsins FIBA Europe. Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari Íslands, sagði líklegt að KKÍ myndi senda kvörtun til hærra stjórnstigs vegna málsins. Í kjölfarið staðfestu Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, og Hörður Unnsteinsson, afreksstjóri sambandsins, í samtali við Vísi, að kvörtun yrði send til FIBA. Ólíklegt er að kvörtunin skili miklu enda leikurinn búinn og gerður. Formsins vegna kemur KKÍ hins vegar kvörtuninni áleiðis vegna vinnubragða dómaranna þriggja á leik gærkvöldsins. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Sjá meira
Mönnum var heitt í hamsi eftir leik gærkvöldsins og sjaldan hefur rólyndismaðurinn Craig Pedersen sést eins æstur og hann var eftir leik. Ísland hafði unnið sig inn í leikinn eftir að hafa verið 16 stigum undir og komust yfir á kafla í fjórða leikhluta. Eftir það tók við dómarakonsert og síðustu mínútur leiksins fóru fram á vítalínunni, þar sem Pólverjar gerðu út um leikinn. Þrjár stórar ákvarðanir réðu úrslitum leiksins, allar umdeildar. Todd Warnick, alþjóðadómari til margra ára á vegum FIBA og dómaraþjálfari, segir allar þrjár hreinlega rangar. Í umfjöllun RÚV sögðu sérfræðingarnir og körfuboltaþjálfararnir Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson hafa verið svindlað á íslenska liðinu og að kollegar erlendis frá hefðu sent þeim skeyti, spyrjandi hvers kyns skandall hefði átt sér stað í Katowice. KKÍ hefur nú brugðist við með því að senda formlega kvörtun til FIBA og evrópska sambandsins FIBA Europe. Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari Íslands, sagði líklegt að KKÍ myndi senda kvörtun til hærra stjórnstigs vegna málsins. Í kjölfarið staðfestu Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, og Hörður Unnsteinsson, afreksstjóri sambandsins, í samtali við Vísi, að kvörtun yrði send til FIBA. Ólíklegt er að kvörtunin skili miklu enda leikurinn búinn og gerður. Formsins vegna kemur KKÍ hins vegar kvörtuninni áleiðis vegna vinnubragða dómaranna þriggja á leik gærkvöldsins.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Sjá meira