Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2025 14:00 Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, segir að fyrsta mál á dagskrá ætti að vera að bæta kjör geislafræðinga svo fólk haldist í starfinu. Vísir Formaður Félags geislafræðinga segir tillögur um úrbætur á geislameðferðum á Landspítalanum ekki langtímalausn. Óskiljanlegt sé að eyða eigi fjármagni í skammtímalausnir í stað þess að bæta kjör geislafræðinga. Þá vanti ekki á landinu, þeir kjósi að starfa annars staðar vegna slæmra kjara. Spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði fyrir helgi tillögum til að styrkja geislameðferð á spítalanum en á síðustu vikum hefur bið eftir meðferð vegna krabbameins tvöfaldast. Geislafræðingum á deildinni hefur jafnframt fækkað verulega á deildinni síðustu ár. „Launin eru þannig að fæstir geta lifað á laununum sínum,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Meðal tillagna frá starfshópnum er að ráða geislafræðinga með erlenda menntun. „Ef það á að kalla til erlenda geislafræðinga þá geta þeir ekkert frekar lifað á þessum launum. Ég ætla rétt að vona að það eigi ekki að fara að borga þeim hærri laun en fólkinu sem er hér til staðar í landinu.“ Nóg af geislafræðingum á landinu Bæta þurfi kjörin til framtíðar svo að geislafræðingar velji að starfa á deildinni frekar en annars staðar þar sem launin eru betri. „Miðað við þau störf sem eru í boði, já, þá myndi ég segja að það sé nóg af geislafræðingum. Það er verið að útskrifa fimmtán til tuttugu geislafræðinga á hverju ári. Það á alveg að mæta þeim fjölda sem hættir,“ segir Katrín. Fengu ekki sæti við borðið Meðal tillaga er að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og kannað verði að semja vð sjúkrahús erlendis, opnunartíminn á deildinni verði lengdur og tækjum bætt við. „Við vitum alveg að það mun þurfa bæta við þriðja tækinu og við erum hjartanlega sammála því en það þarf fyrst að bæta kjörin til þess að fólk fáist til að vinna á þessum tækjum. Þú getur keypt endalaust af þessu og hinu, bygg hús og hvað eina en þú leysir það ekki nema þú hafir fólk til að vinna á tækjunum,“segir Katrín. Nauðsynlegt sé að geislafræðingar fái eitthvað um málið að segja. Þið komuð ekki gerð þessara tillagna? „Nei, við komum ekki að gerð þessara tillagna. Hvorki var okkur boðið að vera hluti af hópnum né boðið til viðtals í hópnum.“ Landspítalinn Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 1. september 2025 09:07 Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. 12. ágúst 2025 16:17 Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. 14. júlí 2025 16:32 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Dónatal í desember Erlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði fyrir helgi tillögum til að styrkja geislameðferð á spítalanum en á síðustu vikum hefur bið eftir meðferð vegna krabbameins tvöfaldast. Geislafræðingum á deildinni hefur jafnframt fækkað verulega á deildinni síðustu ár. „Launin eru þannig að fæstir geta lifað á laununum sínum,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Meðal tillagna frá starfshópnum er að ráða geislafræðinga með erlenda menntun. „Ef það á að kalla til erlenda geislafræðinga þá geta þeir ekkert frekar lifað á þessum launum. Ég ætla rétt að vona að það eigi ekki að fara að borga þeim hærri laun en fólkinu sem er hér til staðar í landinu.“ Nóg af geislafræðingum á landinu Bæta þurfi kjörin til framtíðar svo að geislafræðingar velji að starfa á deildinni frekar en annars staðar þar sem launin eru betri. „Miðað við þau störf sem eru í boði, já, þá myndi ég segja að það sé nóg af geislafræðingum. Það er verið að útskrifa fimmtán til tuttugu geislafræðinga á hverju ári. Það á alveg að mæta þeim fjölda sem hættir,“ segir Katrín. Fengu ekki sæti við borðið Meðal tillaga er að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og kannað verði að semja vð sjúkrahús erlendis, opnunartíminn á deildinni verði lengdur og tækjum bætt við. „Við vitum alveg að það mun þurfa bæta við þriðja tækinu og við erum hjartanlega sammála því en það þarf fyrst að bæta kjörin til þess að fólk fáist til að vinna á þessum tækjum. Þú getur keypt endalaust af þessu og hinu, bygg hús og hvað eina en þú leysir það ekki nema þú hafir fólk til að vinna á tækjunum,“segir Katrín. Nauðsynlegt sé að geislafræðingar fái eitthvað um málið að segja. Þið komuð ekki gerð þessara tillagna? „Nei, við komum ekki að gerð þessara tillagna. Hvorki var okkur boðið að vera hluti af hópnum né boðið til viðtals í hópnum.“
Landspítalinn Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 1. september 2025 09:07 Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. 12. ágúst 2025 16:17 Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. 14. júlí 2025 16:32 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Dónatal í desember Erlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 1. september 2025 09:07
Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. 12. ágúst 2025 16:17
Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. 14. júlí 2025 16:32